Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1963 5 Minningarorð Jóhanna Magnúsína Jónas- son andaðist 23. desember 1961, á Johnson Memorial Hospital, Gimli, Man. Hún hafði verið flutt þangað deg- inum áður. Hanna, eins og hún var alltaf nefnd, var fædd að Gimli, Man. 18. okt. 1902 og þar átti hún heima til æfiloka. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Thorvaldur Kristjánsson frá Stapa í Skagafirði og kona hans Sigurbjörg Thordardóttir frá Fremra Núpi í Vopnafirði. Þau höfðu hvort fyrir sig flutt hingað vestur með foreldrum sínum, bæði ung að aldri. Sig- urbjörg missti móður sína stuttu eftir að vestur kom, og var þá svo lánsöm að vera tekin til fósturs af heiðurs hjónunum Gesti Oddleifssyni og Þóreyu Stefánsdóttur að Haga í Geysis byggð. Siggi Kristjánsson faðir Hönnu (svo var hann ætíð nefndur) dó að Gimli 14. okt. 1952. En kona hans dó að Gimli 18. nóv. 1961. Þeim varð sex barna auðið, sem að öll náðu fullorðins aldri, og eins og foreldrar þeirra voru þau nýtir borgarar þessa lands. Hanna var heitin eftir Jó- hanni Magnúsi Bjarnasyni sem að allir bæði Austur- og Vestur-íslendingar þekkja til vegna vinsælda hans sem rit- höfundar og skálds. Á yngri árum var hann skólakennari í Geysis byggð og allir nem- endur hans dáðu hann og virtu þar á meðal Sigurbjörg, móð- ir Hönnu sál. Hanna lauk miðskóla námi á Gimli og eftir það vann hún að mestu leyti við verzlunar- störf. Hún giftist Edwin Ágúst Jónasson 29. okt. 1925, faðir hans var Einar læknir Jónasson, sem að var elskað- ur og virtur af öllum sem hjálpar hans nutu, og konu hans Jónínu Sigfúsdóttur. Ed- win lærði bókfærslu og vann jafnan við þau störf, ungu hjónin komu sér upp fallegu heimili og þar naut Hanna sín vel, því hún var listræn og elskaði alla fegurð. Hún var hæg og látlaus en glaðlynd og skemmtileg og fyndin í orði; samviskusöm, og vildi öllum gott gera. Hún hafði yndi af að lesa falleg ljóð og var vel hagmælt, en hélt því ekki lofti. Þau hjónin tilheyrðu únitara kirkjunni og þar kenndi Hanna sunnudaga- skóla í mörg ár. Þar að auki tók hún virkan þátt í ýmsum velferðarmálum, þar til að hún fékk arthritis, svo þján- ingamikinn sjúkdóm að hún var rúmföst eða í hjólastól í sextán ár. Síðustu þrjú árin var hún alveg rúmföst. En þrátt fyrir alla þær kvalir sem að hún varð að líða var sálar- þrek hennar óbilað. Hún var glöð og þakklát vinunum, sem að heimsóttu hana, og reyndu að gleðja hana og veittu henni hjálp. En mesta ánægju hafði hún af því þegar börn komu til hennar, því að hún elskaði börn. Þegar hún lá veik orti hún kvæði til systkinabarna sinna, og langar mig að senda stef úr því: Jóhanna Jónasson They have proved their affection in countless ways Both through the dark and sunny days. No fortune I know is richer than mine, where so much devotion and tenderness twine. Ein öldruð vinkona hennar vitjaði hennar oft. Til hennar orti hún stutt kvæði. Hér er ein vísa úr því: „Þú komst eins og engill að kvöldi til mín Og breiddir út vængina hlýju. í hjartanu beið ég með bón til þín Og vonirnar glæddust að nýju. Mig langar til að birta eftir- farandi kvæði sem að sýnir hversu næmar tilfinningar hún hafði fyrir allri náttúru- fegurð er jafnvel hinn þungi sjúkdómur hennar gat ekki lamað. I look through my window that faces west, On a beautiful world that will soon be at rest. Deep purple shadows drop down like a veil on a landscape exquisite in every detail. If I were artist with palette and brush I would capture on canvas the sweet evening husk. And I’d blend the amber of western skies, With the delicate pink where the sunset lies. The golden glow of the twilight hour I would find somewhere in a yellow flower. In the mist that gathers beyond the hill, I would trace the form of a whip — poor-will. A sketch done by me will not rest in a frame, Nor will it hang in the hall of fame, But deep in a corner of my heart A memory is kept like a treasured art. Þessi þreytta og þjáða elsku- verða kona er nú leyst úr böndum. Hún skilur eftir sig margar bjartar og hlýjar endurminn- ingar. Eftir lifandi systkini hennar eru þrír bræður, Hannes, Sæberg og Theodor og ein systir Mrs. Valdina Peturson, öll búsett á Gimli. Eiginmaður hennar, sem að veitti henni alla mögulega hjálp og ástríki í þessu langa sjúkdóms stríði, vill hér með þakka af hjarta öllum skyld- mennum og vinum alla þá hjálp og góðvild sem að þau hjónin voru aðnjótandi í gegn- um öll árin, sömuleiðis þakkar hann fyrir öll blómin og vin- arskeytin og gjafir í minning- arsjóð kirkjunnar, einnig þakkar hann séra P. M. Pét- urssyni sem að flutti kveðju mál í únítara kirkjunni. Hanna var lögð til hvíldar 28. desember í grafreit Gimli bæjar. — Guð blessi minningu hennar. E. v Renesse. er kom á fót fréttablaði bæj- arins á fyrri árum. Hann beitti sér fyrir að auka áhuga hinna ungu fyrir leikfimmni af ýmsu tagi. Ævispor þessa mæta manns voru stigin í fjarlægð við ís- lendinga. En allstaðar kom hann fram sjálfum sér og þjóð sinni til sóma. í sínu umhverfi lagði hann fram drjúgan skerf til að byggja upp hið Kana- díska þjóðlíf. — Eftir fárra daga legu á spítala bæjarins dó hann, sem áður er getið, og var lagður til hvíldar í grafreit North Battleford bæjar. Eftirlifandi ástvinir eru, eiginkona hans, ein dóttir, Present Sing. ég ber þú berð hann (hún, það) ber Past ég bar þú barst hann (hún, það) bar Present Maríann, tveir synir, Hugh og Austin, og tvö systkini, Mrs. Anna Austman og Sigurður Sigvaldason. „Ættjarðarböndum mig grípur hver grund sem grær kring um íslendings bein.“ St. G. St. I.J.O. Fyrr er fullt en útaf rennur. Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Góður er hver gengin. Hurð skall nær hælum. Plur. við berum þið berið þeir (þær, þau) bera við bárum þið báruð þeir (þær, þau) báru Lcskaflar í íslenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XXXIV The strong verbs bera (carry, bear) and gefa (give) are conjugated as follows in the present and past (preterite) ind.: Oliver Johnson 1879 — 1962 Þann 6. desember síðastliðin lézt í North Battleford Sask., merkis maðurinn Oliver John- son 83 ára að aldri. Hann var fæddur á íslandi 10. maí 1879. Foreldrar hans voru hjónin Sigvaldi Jó- hannesson og Ingibjörg Magn- úsdóttir. Fluttust þau vestur um haf árið 1883. Eftir stutta dvöl í Dakota og Winnipeg settust þau að á heimilisréttar landi sínu Grund í grend við Gimli. Áttu þessi vinsælu hjón þar heima um langt skeið. Oliver sonur þeirra varð eftir á íslandi hjá föðurbróður sínum og konu hans — sökum efnaskorts foreldra hans, en kom með þeim til Kanada ári síðar eða 1884, settust þau að í Winnipeg og varð Oliver kjörsonur þeirra og bar þeirra nafn. 'Ólst hann upp í Winni- peg og naut þar menntunar á alþýðuskóla og síðar á verzl- unarskóla. Nokkru eftir alda- mót lá leið hans til vestur- fylkjanna og settist hann að í North Battleford þar sem hann átti heima síðan. Stofn- aði þar verzlun er hann starf- rækti með góðum árangri um langt skeið. Oliver var prýðilega gefin maður eins og hann átti ætt til. Tók hann mikinn þátt í öllu félagslífi bæjarins, beitti sér fyrir að þar yrði byggður spítali á fyrri árum. Var for- seti skólanefndar í mörg ár, í byggingarnefnd háskólans. Einnig var hann í hópi þeirra ég gef þú gefur hann (hún, það) gefur Past ég gaf þú gafst hann (hún, það) gaf við gefum þið géfið þeir (þær, þau) gefa við gáfum þið gáfuð þeir (þær, þau) gáfu Translate into English: Ég ber töskuna þína út í bílinn, ef þú berð þennan böggul fyrir mig. Hann ber sinn kross með þolinmæði. Ég gef þér þessa bók, ef þú gefur mér aðra í staðinn. Við bárum okkur vel í kuldanum um daginn, en þið berið ykkur alltaf illa, hvernig sem veðrið er. Nemendur bera stundum upp skrýtnar spurningar, og kennarar gefa skrýtin svör. Þeir báru traust til Þórarins, en hann bar ekkert traust til þeirra; Við gefum Jóni mjólk að drekka, þegar hann kemur. Við gáfum Sigurði góðar einkunnir við vorprófin. Ég gaf bróður okkar úr í afmælisgjöf, en þú gafst honum veski. Hver gaf þér þetta hálsbindi? Systir mín gaf mér það, þegar hún kom heim úr kaupstaðnum. Vocabulary: bera sig vel (illa), endure un- complainingly (complain- ingly) bera upp spurningar, ask questions bera traust til, have confi- dence in bróður, masc., brother, dat. sing. of bróðir böggul, masc., parcel, acc. sing. of böggull drekka, drink einkunnir, fem., marks, acc. plur. of einkunn kaupstaðnum, masc., trading place, dat. sing. of kaup- staður kross, masc., cross, acc. sing. of kross kuldanum, masc., cold weather, dat. sing of kuldi mjólk, fem., milk, acc. sing. of mjólk nemendur, masc., pupils, nom. plur of nemandi skrýtnar, adj., strange, acc. plur. fem. of skrýtinn svör, neuter, answers, acc. plur. of svar hálsbindi, neuter, necktie, acc. sing. of hálsbindi hvernig sem, however í afmælisgjöf, for a birthday present í staðinn (fyrir), instead (of) töskuna, fem„ suit case, bag, acc. sing. of iaska um daginn, the other day úr, neuter, watch, acc. sing. of úr veðrið, masc., the weather veski, neuter, wallet, acc. sing. of veski við vorprófin, on the spring examination þolinmæði. fem., patience, dat. sing. of þolinmæði

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.