Lögberg-Heimskringla - 06.06.1968, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 06.06.1968, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1968 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Slreei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, S. Aleck Thorarinson; Vice-President, Jakob F. Kristjansson; Secretary, Dr. L Sigurdson; Treosurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason^ choirman; Dr. P. H. T. Thorlakson Dr. Valdimar J. Eylands, Coroline Gunnorsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Voncouver: Gudloug Johannesson, Boai Bjornason. Minneopolis: Hon. Voldimor Bjorneon. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thor- locius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized os second closs moll by the Post Office Deportment, Ottawa, and for poyment of Postoge in cash. Dr. RICHARD BECK: Merkileg og þakkarverð bréf Þegar hinn merki og mikilvirki fræðaþulur Kristleifur Þorsteinsson að Stóra-Kroppi í Borgarfirði var níræður (1951), fór ég um hann eftirfarandi orðum í afmælisgrein í Lögbergi: „Það fer að vonum um jafn rammþjóðrækinn mann og Kristleifur Þorsteinsson er, í sönnustu merkingu orðsins, að hann hefir rækt vel frændsemi við landa sína vestan hafs- ins. Fagur vottur þess er hin fróðlegu, prýðilegu Fréitabréf hans úr Borgarfirði, sem hann hefir sent Lögbergi í þrjá áratugi og eru að eigi litlu leyti atburða- og menningarsaga héraðsins á því tímabili. Myndi þar nægt efni í stærðar- bók og gagnfróða.“ Mér er það því mikið ánægjuefni, að þessi fróðlegu og merkilegu bréf Kristleifs eru nýlega komin út í bókaformi á vegum Prentsmiðjunnar Leiftur h. f. í Reykjavík. Hefir bókinni verið valið hið látlausa en markvissa heiti: Frétia- bréf úr Borgarfirði, en Þórður Kristleifsson, menntaskóla- kennari í Reykjavík, hefir safnað bréfum föður síns og búið þau til prentunnar af vandvirkni og smekkvísi. Fréttabréf þessi, sem komu í Lögbergi á árunum 1922- 1950, eru mikið rit að stærð, 351 bls. að meginmáli. Þar við bætist skrá yfir mannanöfn, sem tekur yfir rúmar 20 bls. Loks er tveggja blaðsíðna efnisyfirlit. Þórður Kristleifsson fylgir bókinni úr hlaði með ágætum formála, þar sem hann gerir fyrst glögga grein fyrir til- gangi föður síns með ritun bréfanna, en fyrir honum vakti það sérstaklega, að treysta með þeim hætti frændsemis- og vináttuböndin milli íslendinga austan hafs og vestan. Fer Þórður, meðal annars, um það þessum orðum: „Þótt höfundi bréfanna væri flest annað betur gefið en að blása í herlúðra, leynir sér þó ekki, að honum er mjög mikið í mun, þegar hann hvetur einarðlega til þess, að sem allra flestir hér heima leggi til, þótt ekki væri nema veik- an þátt í bróðurbandið, þá muni það öðlast æskilegan styrk- leika, þegar margir þræðir mynda einn meginþátt. En þessar hugrenningar höfundar eru þó upphaflega að- eins einlæg ósk eða sem draumur um endurnýjuð vináttu- tengsl milli íslendinga báðum megin hafsins. En draumar okkar og veruleiki eiga sjaldnast samleið. En höfundur- inn varð þess brátt áskynja, að mál hans fann ákjósanlegan hljómgrimn í huga og hjörtum Vestur-íslendinga. Þar var vissulega ekki talað fyrir tómu húsi. Með slíkri þakklátsemi og fagnandi undirtektum tóku Vestur-íslendingar fréttabréfunum, að eigi var um að vill- ast að stefnt hafði verið inn á rétta braut. — Mikill fjöldi bréfa sem höfundi barst að vestan, eftir að fréttir hans tóku að birtast í Lögbergi, var órækt vitni þess, að honum hafði lánast að spinna traustan þátt í bræðrabandið.“ Þetta er í engu orðum aukið, og munu þeir enn margir í hópi hinna eldri lesenda blaðsins hér vestan hafs, auk hans, er þetta ritar, sem lásu umrædd bréf sér til mikillar ánægju og fróðleiks, og bera í brjósti hlýjan þakkarhug til Kristleifs fyrir að semja þau og senda vestur yfir álana ár eftir ár. Með þeim var sterkari stoð rennt undir brúna yfir hið breiða haf, sem skilur íslendinga heima og hér í álfu. En þótt þessi bréf fjölluðu einkum um Borgarfjörð, ár- ferði þar og atburði á því tímabili, sem þau taka yfir, eiga þau sér miklu víðtækara sögulegt gildi. Þórður dregur réttilega athygli að þessari hlið bréfanna í formála sínum: „Hér að framan hefur verið á það bent, hvert gildi frétta- bréfin höfðu fyrir líðandi stund til þess að styrkja þjóð- ræknisanda og endurnýja og viðhalda einlægri vináttu milli landanna báðum megin hafsins. — En í framtíðinni kynnu bréfin að hafa nýju og langtum meira hlutverki að gegna. Þau eru ágrip af þróunnar- og menningarsögu Borgarfjarðar- héraðs á tímaskeiði því, sem þau spanna yfir. Þau gerast á stórfurðulegum tímamótum, þegar gagngerðar breytingar verða á búnaðarháttum íslendinga. Dagur hins nýja tíma er á lofti. 1 hraða, umróti og hávaða nútímans vilja spor okkar hrein- lega strjúkast út, nema öruggum samtímaheimildum sé haldið til skila, áður en öldur tímans hafa algerlega máð þær út. — Með það í huga, að í fréttabréfunum væri fróð- leikur, sem ekki mætti falla í gleymskunnar dá, hef ég lagt í það mikla vinnu að safna þeim í heild, búa þau til prent- unar og sjá um útgáfu þeirra.“ Hafi hann heill að verki verið, því að ekkert er hér of- mælt. Þurfa menn ekki lengi að blaða í bréfunum, til þess að verða það ljóst, hve mikinn og varanlegan fróðleik þau hafa að geyma. Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs, lýsir vel vinsældum bréfanna og gildi þeirra í ritstjórnargrein- inni „Langvarandi ræktarsemi þökkuð“, sem stíluð er til Kristleifs níræðs (12. apríl 1951): „Kristleifur Þorsteinsson er lesendum Lögbergs löngu að góðu kunnur. Hann hefur nú í samfleytt þrjátíu ár sent blaðinu löng og fróðleg fréttabréf um jólaleytið og ósjaldan einnig um sumarmál. Að bréf þessi væru Borgfirðingum, sem hér eru búsettir, sérstaklega kærkomin, verður eigi dregið í efa, þótt víst væri, að þau fyndu einnig viðkvæman hljóðgrunn í hjörtum margra annarra, enda síður en svo, að þau væru einskorðuð við eitt hérað, heldur fluttu þau tíðum glöggt yfirlit yfir merka viðburði, sem annars stað- ar gerðust á landinu. ásamt lýsingum á veðurfari.“ Fréttabréf Kristleifs eru prýðilega í letur færð, enda var hann maður ágætlega ritfær, eins og bækur hans bera fag- urt vitni. Hjá honum fóru saman rík athyglis- og frásagnar- gáfa, málið hreint og kjarnmikið. Hún er ekki orðmörg að óþörfu þessi vorlýsing hans, en segir allt, sem segja þarf á raunsannan hátt og fallega (bls. 74): „Fyrir löngu er lóan komin og hrossagaukar og þrestir. Ómar allt loftið af margrödduðum fuglasöng. Dag eftir dag skín sól í heiði frá morgni til kvölds. Hæstu jöklarnir skarta ennþá í fannahvítum vetrarfeldi, sést hvorki blettur né hrukka á honum. Á hálsum og hærri fjöllum er blessuð vor- sólin þegar búin að bræða allan ís og snjó. Sumarblómin eru að skjóta upp fyrstu frjóöngunum, en fara sér hægt, því að döggina vantar. Svo er eins og nátt- úran sé búin að kenna þeim það heilræði að fara ekki of snemma á fætur, þótt veður leyfi. — Vorharðindin hafa orðið svo mörgu blóminu að bana.“ 1 fréttabréfum sínum bregður Kristleifur einnig upp gagn- orðum og glöggum mannlýsingum. En fjölda margir, austan hafs og vestan, koma þar með ýmsum hætti við sögu. Bréfin eiga því, auk annars, hreint ekki lítið ættfræðilegt gildi. Eins og sæmir efni hennar og höfundinum, er þessi bréfa- bók Kristleifs hin vandaðasta að prentun og öllum frágangi, og framan við hana ágæt heilsíðumynd af hinum kempu- lega fræðaþul áttræðum, og mynd af honum og tigulegum Eiríksjökli á kápu bókarinnar. Islendingar vestan hafs, ekki sízt Borgfirðingar og niðjar þeirra, ættu að sýna minningu Kristleifs Þorsteinssonar maklega virðingu og þakklæti með því að kaupa þetta merki- lega og efnismikla bréfasafn hans. Mér er að vísu ekki kunn- ugt um verð þess, en menn geta pantað það frá útgefandan- um: Prentsmiðjan Leiftur h. f., Höfðatúni 12, Reykjavík. Lýk ég þessari umsögn minni með eftirfarandi Ijóðkveðju, sem ég sendi Kristleifi níræðum: Þarfur varstu þjóð og byggð, þrungið hjartað ættartryggð. Fögur Ijómar fræðaglóð, fennir seint í þína slóð. Ég möglaði þá Ég möglaði þá er þeir þögðu hinir og þorðu ekki að segja neitt, er mannfrelsið lét í minni pokann og mætti var atkvæði greitt, er harðstjórinn ósvífin réði ríkjum og rétturinn gilti ekki neitt. Ég skildi þá ábyrgð til setta og tíða sem einstaklingurinn ber. Þó smá séu að vísu áhrif hins eina að einhvers er megnugur hver, að framtíðin hvað sem að framundan biði stóð fæti sínum á mér. Áheit á Strandarkirkju Framhald frá bls. 2. ferðafólki, gætu verið beggja handa járn. Þeim gekk allt að óskum til klukkan þrjú. Þá eru þau komin hátt upp í Mosfellsheiði. Þar nema hestarnir allt í einu staðar, og er með engu móti hægt að knýja þá úr sporunum, hvem ig sem við er leitazt. Þeir em barðir áfram, teymdir, leystir frá vagninum, farið á bak þeim, ýtt á eftir vögnunum, en allt kom fyrir ekki. Hest- unum varð ekki ekið lengra, hvaða brögðum sem beitt var. Við þetta voru þau að glíma nokkrar klukkustundir. Þá urðu þau að snúa aftur við svo búið til Reykjavíkur, og komu þangað laust fyrir klukkan tólf á miðnætti. (Þ. Þ. skrásetti í febrúar 1925 eftir Jóni Egilsen.) Frásögn Sigríðar Björnsd. Daginn, sem ferðafólkið úr Stykkishólmi lagði á stað til Þingvalla, kom ég á h j ó 1 i a u s t a n yfir Mosfellsheiði. Þegar fer að halla vestur af heiðinni, sé eg einhvers konar hrúgald á veginum all-langt fram undan mér. Eg gat fyrst ekki áttað mig á, hvað þetta var. En þegar eg kom nær, sé eg að það er tómur vagn með tveimur hestum fyrir. Tveir menn streittust við að tosa hestunum áfram, en einn rak á eftir. Hestarnir stóðu graf- kyrrir eins og klettur. Eg ætl- aði að hjóla fram hjá þessu. En þá sé eg, hvar fólk situr í brekkunni til vinstri handar við veginn. Einhver úr hópn- um kallar til mín. Eg stíg af hjólinu og sé þá, að þetta er reyndar allt fólk úr Stykkis- hólmi og þar á meðal Kristín Sveinsdóttir frændkona mín. Eg spyr, hvað um sé að vera. Mér er sagt, að hestarnir hafi allt í einu orðið svona staðir. Það sé sama, hvaða brögðum beitt sé. Þeim verði ekki mjakað úr sporunum, nema þeim sé snúið við í áttina til Reykjavíkur. Þá ætli þeir að rjúka út úr höndunum á þeim. Eg staldra þarna við um fjórðung stundar. Allan þann tíma var verið að reyna að koma hestunum áfram. En þeir þokuðust ekki eitt hænu- fet, hvernig sem að þeim var farið. Eg skildi síðan við fólk- ið þarna í brekkunni og mun hafa komið til Reykjavíkur um átta leytið. Þegar klukkan er að ganga tólf, er eg að lesa í rúmi mínu. Þá heyri ég skyndilega fótatak, líkt og verið sé að læðast á ganginum fyrir fram an dyrnar á svefnherberginu. Áður en mig varir, eru dyrn- ar opnaðar og inn kemur Kristín Sveinsdóttir og frök- en Lorange. Þær koma fyrst ekki upp orði fyrir hlátri. Eg spyr, hvað þetta sé og hvort þær hafi ekki komizt til Þing- valla. Þær segja, að þau hafi orðið að snúa við í heiðar- Framhald á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.