Lögberg-Heimskringla - 06.06.1968, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 06.06.1968, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1968 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadottirin Skáldsaga Jónatan tók eftir illgirnis- legum augnagotum, sem Borgakonan sendi þeirri, sem byrjað hafði þessar umræður. „Það er þá líklega annar- hvor sonurinn hennar Laugu“, sagði Inga og skelli- hló. „Þeim fer nú að verða mál að ná sér í eitthvað höf- uð. Simbi er nú áreiðanlega búinn að skilja það á mér, að hann þurfi ekki að vonast eftir öðru en hryggbroti á hryggbrot ofan úr þeirri átt“. „Hann er nú alveg hættur að líta í þá átt hafi hann nokkurn tíma gert það“, sagði konan frá Grafarkoti með svo mikilli lítilsvirðingu í rómnum, að blóðið þaut fram í kinnarnar á Ingu. „Það er sjálfsagt einhver annar en Simbi“, sagði kon- an frá Borgum, „en það verð ég nú samt að segja, að ólíkt er þó að mægjast við Heiðar- garðahjónin eða hann Gísla gamla frá Sviðningi, þennan andstyggðar lygalaup“. „Nei, það er þó ólíkt skárra“, sagði Inga þvert á móti sannfæringu sinni, en bara til að vera á öðru máli en þessar andstyggðar nöðr- ur, sem gáfu það í skyn með augunum, þó að þær létu það ótalað, að Simbi í Gröf hefði verið fullboðlegur h a n d a henni. Svo bætti hún við: „Og Sigga skinnið er bara þó nokkuð myndarleg, ó 1 í k t skárri en Heiðargarðastelp- urnar, sem ekkert eru annað en tilgerðin og montið“. Konurnar litu í annað sinn hvor til annarrar og brostu háðslega — enginn tók eftir því nema Jónatan. Hann var líka skynsamastur af heimil- isfólkinu. Honum fór ekki að standa á sama. Hvað var nú um að vera fyrir þeim, þess- um fréttaskjóðum? „Mér finnst þær svo mynd- arlegar, systurnar frá Heiðar- görðum“, sagði konan á Borg- um. „Það er líka eðlilegt — hún er svo myndarleg kona, hún móðir þeirra. Sigga skinn ið hefur ekki getað fengið svoleiðis í arf, en hitt er nátt- úrlega ákjósanlegt, - að þér skuli falla hún svona vel í geð“. Oddný kom nú inn með kaffi handa gestum sínum og samtalið snérist um allt ann- að. Skömmu þar á eftir fóru konurnar. Inga hafði ekki lát- ið þær kveðja sig, svo gröm var hún við þær. • „Hvað voru þær eiginlega að dylgja með?“ spurði Jóna- tan mæðgurnar nokkru seinna. „Hvað ætli það hafi verið nema þvættingur um slátur- suðuna á Hraunhömrum“, sagði Inga. Gremjan var ekki búin að yfirgefa hana ennþá. „Það verður sjálfsagt ekki ó- lag á henni hjá öllum kerl- ingaskaranum“. „Þú tekur ekki eftir neinu fyrir skvaldrinu“, sagði hann fálega. „Ég skildi vel, að Hólmfríð- ur ætlaði að fara að stríða mér með því að Sigga væri að finna Simba, þegar dimmt væri orðið. Hún má það á- reiðanlega — ég skal ekki öf- unda hana af honum“, sagði Inga. „Nú, kannske það hafi ver- ið það“, sagði Jónatan. Hon- um varð léttara um andann. Hann átti son, sem oft þurfti fram að Hraunhömrum og var oft seint á ferðinni. VONBRIGÐI Hún var búin að hugsa sér það, konan í Heiðargörðum, að hægt yrði að flytja mann hennar heim aftur, þegar hún væri búin að koma slátur- verkunum frá. Vonarneistinn í brjósti hennar hafði glæðzt talsvert við það, að hann þótt- ist þess fullviss, að hann væri að fá þrótt í fæturnar. Sér væri áreiðanlega að batna. Það yrði tíminn, sem lækn- aði sig. Kannske hann ætti eftir að komast til heilsu aft- ur og koma börnunum upp með henni? Það var ekki svo langt þangað til það yngsta yrði fermt. Eftir það var víst engu að kvíða. Þau gætu víst haft það rólegt hjá krökkun- um. Nú hafði hún ekki haft tíma til að fara út eftir í þrjár vikur. Feðgarnir höfðu komið með kveðju frá honum um göngurnar. Þorgeir hafði sagt henni, að hún skyldi vera áhyggjulaus — honum yrði hjúkrað vel, meðan hún væri í haustgöngunum. — — — Svo syrti allt í einu að, þegar Rúna litla reið í hlaðið með bréf frá Ástu, þar sem hún skrifaði, að föður sínum liði ialsvert verr en áður, og þrátt fyrir að nógu margar stúlkur væru til að hugsa um hann, langaði hann ósegjanlega mik ið til að hún kæmi út eftir. Hún gæti útvegað stúlku til að hugsa um heimilið og krakkana. En unga húsmóð- urefnið sagðist líklega geta íugsað um krakkana, fyrst hún væri búin að koma haust- matnum fyrir. — Kristín fór út eftir strax um kvöldið. Sízt af öllu ætti hún að hika við að vera nálæg honum síð- asta áfangann af samfylgd- inni. Svona hlaut það að fara. Hún hefði getað sagt sér það sjálf, að annað voru falsvonir. Hún kom út eftir í þreifandi myrkri. Rúna reið á undan á heimaöldum hesti, sem rat- aði göturnar eins vel og dag- ur væri á lofti. Henni var tek- ið svo vel, að hún hresstist mikið. Jafnvel hennar kald- lynai tengdasonur var með hlýlegast^ móti. „Nú kemurðu inn í eldhús- ið og færð þér hressingu, mamma mín“, sagði Á s t a . „Pabbi sefur nú þessa stund- ina — hann hlakkar mikið til að sjá þig“. „Ég var búin að gera mér gyllivonir um, að hann yrði fluttur heim fyrir veturnæt- urnar“, sagði Kristín dapur- lega. „Það fer nú heldur betur um ykkur hérna. Þ o r g e i r flutti sig úr herberginu, svo að þú getir verið ein hjá hon- um á nóttunum. Það verður rólegra fyrir hann hér en í Heiðargarðabaðstofunni inn- an um krakkana“, sagði Ásta. Kristín fann, að það var ó- líkt þægilegra að vera svona út af fyrir sig, en samt kom það fyrir, að hún óskaði þess í huganum, að hún væri horf- in heim í þröngu baðstofuna sína, en sá þó samstundis, hvað það var heimskulegt. Hér var allt gert til þess að honum liði sem bezt. Hann var rólegur sjúklingur. Það eina, sem gerði hann áhyggju fullan, var, hvernig konu hans myndi ganga búskapur- inn, því að enn voru fjögur börnin ófermd. „Vertu ekki að hafa áhyggj- ur af því“, sagði hún oft til að gera hana rólegri, þó að það væru reyndar einnig hennar eigin hugsanir og dag- legur kvíði, sem hann lét í ljós. „Þau komast einhvern veginn upp, þessi þrjú, sem heima eru. Rúna litla fer sjálfsagt ekki héðan aftur fyrr en hún er orðan fær um að vinna fyrir sér“. Þ o r g e i r bar hann alltaf milli rúma og las oft fyrir hann, þegar hann hafði tíma til þess. Halldór var fjarska hlýtt til hans og trúði honum einu sinni fyrir þessum á- hyggjum sínum. „Ég hefði viljað lifa það, að yngsta barnið yrði fermt, en nú er útséð um að það verði“, sagði hann. „Hún er svoddan hetja, þín kona, að hún hefur það af. Mér finndist það bezt fyrir hana að fara hingað með börnin, ef hún er ekki vel án- ægð með hana, þessa tengda- dóttur sína. En hvort sem hún gerir það eða ekki, skal ég líta til með henni, ef þér er einhver hugarhægð í því“, sagði Þorgeir. H a 11 d ó r þakkaði honum þessi góðu ummæli eins og allt annað gott í sinn garð. Næst þegar hjónin voru tvö ein, sagði Halldór konu sinni frá samtali þeirra. „Það er vel sagt af honum“, sagði hún, „en ég er búin að útbúa vetrarforða fyrir mig og krakkana heima og verð ?ar því þennan vetur, hvað sem þá tekur við. Hún er orð- in býsna stór, þakkarskuldin, sem ég er komin í við þetta iieimili. Guð má vita, hvort ég get nokkurn tíma grynnt á henni, hvað þá heldur greitt Ihana að fullu“. Kristín fór vanalega heim um hverja helgi til að vitja um krakkana. Þorgeir setti alltaf undir hana hest, því að hann hafði alltaf hest á járn- um. Oft lagði hún þá spurn- ingu fyrir sjálfa sig, hvort tengdasonurinn hefði 1 á t i ð sig fara gangandi alla þessa leið, ef faðir hans hefði ekki verið svona greiðvikinn. Samt fann hún, að það var ómynd- arlegt að vera óánægð við hann, svo góður var hann við dóttur hennar og oft sat hann inni hjá Halldóri og talaði við hann eða las í bók fyrir hann, ef hann langaði til þess. Hann var bara svona fátal- aður við alla. Það var helzt Sigga, sem gat haft hann til að skrafa og hlæja. Það var viku fyrir jól í svarta skammdeginu, að Kristín fylgdi manni sínum til grafarinnar. Daginn eftir fylgdi Ásta henni heim að Heiðargörðum. Hún hlakkaði til að geta verið hjá krökk- unum um jólin, þó að mikill skuggi hvíldi yfir þeirri jóla- gleði, þar sem Halldór var nú horfinn. Hún var óviss um, hvort heimilið var henni kærara. KRISTÍN ÁKVEÐUR AÐ FLYTJA AÐ HRAUNHÖMRUM Þorgeir flutti að sjálfsögðu inn í herbergið sitt aftur, þeg- ar Kristín var farin, en nú fannst honum einveran hálfu átakanlegri e n á ð u r . Það hafði þó verið hægt að skrafa við Gvend og Bjössa sér til afþreyingar, en hér var eng- inn lengur. Hann saknaði Halldórs, hann var vel greind- ur maður og hafði fagnað því að sjá hann koma inn úr dyr- unum. Hann svaf óvært og draumlaust fyrstu næturnar. Gunnhildur var alveg hætt að bera fyrir hann draumi — kærði sig sjálfsagt lítið um að snúast kringum hann í þessu nýja húsi. Mikill mun- ur eða meðan hann var í gamla bænum — þar var hún sífellt nálægt honum. En þess meir fann hann til einstæð- ingsskapar síns, þegar hann vaknaði. En það kom oft fyr- ir, að hann sá Möggu í draumi þennan vetur, ekki þó eins og hún hafði alltaf verið í minningum hans, heldur eins og hún leit út við Staðar- kirkju sumarið áður. Honum hafði oft dottið það í hug næstu daga eftir síðasta fund þeirra, hvernig henni myndi takast að ganga um fellið fyr- ir ofan bæinn á hælaháu skónum. Svo gerði svefninn þessa hugmynd hans að veru- Ieika og henni tókst ágætlega að bera sig yfir, þó að honum lefði fundizt það ólíklegt. Hann var fyrir löngu hættur að trúa á drauma. Þeir voru ekki annað en það, sem mað- ur var að hugsa um áður en lagzt var til svefns. En helzt vildi hann vera laus við svona draumarugl. Magga stigi á- reiðanlega aldrei fæti sínum í Hraunhamra landareign. Hún hafði aldrei verið neitt sérstakt búkonuefni í sveit, gat hann ímyndað sér. Þau höfðu bæði komizt á rétta hillu í lífinu, en starfssvið þeirra var ólíkt. En alltaf fannst honum samt bjartast yfir þeim stutta kafla ævinn- ar, þegar þau voru saman. Það var líka á hádegi hennar. Nú var það önnur kona, sem fyllti huga hans. Hann sagði við tengdadóttur sína einn morguninn yfir kaffibollan- um: „Ég get bara sagt þér það, Ásta mín, að mér hreint og beint leiðist síðan hún mamma þín fór í burtu. Það var svo ánægjulegt að hafa hana hérna. Mér finnst sjálf- sagt fyrir hana að selja bú- slóðina í vor og flytja hingað til þín“. „Ekkert væri eins ánægju- legt“, sagði Ásta, „en ég veit ekki, hvort hún kann við sig annars staðar en í Heiðar- görðum. Hún er búin að vera þar svo lengi og svo langar hana til að hafa krakkana hjá sér, þangað til að þau eru fermd“. „Hún gæti sjálfsagt haft þau hérna líka. Nú fer okkur að vanta krakka — Rúna litla fer að verða þó nokkuð göm- ul“, sagði hann. „Ég held, að hún hugsi sér að reyna að búa þarna áfram“, sagði Ásta. „Við verð- um að reyna að hjálpa henni til þess, systkinin“. „Það verður nú kannske ekki vel þægilegt, kotið er svo afskekkt“, sagði hann. Svo var ekki rætt um það meira og dagar og vikur liðu án þess að Kristín kæmi að Hraunhömrum —- og lítið f r é 11 i s t frá Heiðarbýlinu, enda stirð tíð, þangað til í góubyrjun. Þá var það einn daginn, að hreppstjórinn reið í hlaðið í Heiðargörðum og hitti ungu konuna úti. Hann spurði eftir Krstínu, hvort hún hefði verið lasin, það hefði lítið frá henni frétzt nú í seinni tíð. „Það er eins og maður sé margar álnir undir jarðskorp- unni“, sagði konan allt ann- að en ánægjulegra, „hér sést varla maður viku eftir viku, nema ef það kemur úr Kot- inu“. Svo fór hún inn til að segja tengdamóður sinni gestakomuna. Kristín kom fljótlega fram og fagnaði gestinum vel. „Það er nú loksins komið sæmilegt veður og færi til að ríða út“, sagði hann. „Ég var að halda fund á Stað og brá mér þennan krók til að vita, hvernig þér liði. Við höfum ekkert frétt af þér í margar vikur“. Hún bauð honum til bað- stofu, en sagðist skyldi hýsa hestinn rétt strax.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.