Lögberg-Heimskringla - 06.06.1968, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 06.06.1968, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1968 5 Eldhússettið" ## Fyrir nokkrum árum síðan, rétt eftir lok seinna stór- stríðsins þá var maður nú ekki umkringdur af eins mik- illi veraldar gersemi og góssi eins og nú tíðkast. M a ð u r varð að gera sig ánægðan með það, sem hamingjan leyfði og unglingar, þá, varla dirfðust að heimta með neinni frekju meir en þeim var útbýtt, því ekki var nú sérlega mikið um auka aura til þess að eyða í óþarfa. Krakkarnir mínir, sem þá voru ungir og á skóla, höfðu það til siðs að senda enda- laust eftir prufum af smyrsl- um, áburðum, og ilmvatni, og ókeypis bæklingum með upp- lýsingum um allt frá sauða- rækt í Ástralíu til fiskiveiða á Finnlandi og óteljandi upp- lýsinga bæklingum frá öllum löndum þar á milli. Einnig réðu þau úr öllum gátum og getraunum, sem þau fundu í blöðum og tímaritum í þeirri von að vinna fé og frægð og feikna prísa. En aldrei varð nú neitt úr því. Þetta drasl lá í kássum í hverju horni og ekki mátti hreyfa við því án þess að komast í jnestu skömm. Þó að ég hefði getað þá pappírað heilan vegg ef ekki tvo með öllum þeim frímerkjum, sem ég var búin að leggja til, til þess að senda eftir þessu drasli, þá lét ég það allt gött heita, því betra var þó að þau væru að grúska í þessum bæklingum eða smyrja sig með þessum áburðum heldur en þau væru að flángsast nið- ur á strætishorni í sollinum þar og ég þyrfti að vera að hóa og hrópa á þau og smala þeim heim eins og sauðum þegar dimriia tæki. Svo eitt kvöld þegar þau voru að leita í blöðum eftir einhverju fleira, þá ráku þau augun í nýja gátu frá sugvéla (vacuum) félagi með stór prísum: rafmagns áhöldum, þægindastólum útvarpstækj- um, sugvélum, eldhús settum o. s. frv. og var ábyrgst að all- ir sem réðu rétt úr gátunni myndu hljóta einn af þessum stór prísum. Þessa gátu hugð- ist ég ætla að ráða framúr sjálf og senda mitt eigið nafn því ekkert hefðu krakkarnir að gera með svona merkis hluti. öllum kom nú saman um það, að ég hefði ráðið rétt fram úr gátunni og krakkarn- ir báðu mig, ef ég mætti nú kjósa þegar að því kæmi, þá skyldi ég biðja um eldhús- settið, því að okkar eldhús- sett — borð og stólar, væru ljótt og gamaldags. Allt herra fólk og allir sem nokkrir væru hefðu “chrome set“ með arborite toppi og uppstopp- aða stóla í eldhúsum sínum. Ég reyndi nú að sýna þeim fram á, að það tæki nú kannske meira en borð meí! gljáandi topp að komast á herramanna hilluna en smelti nú samt gulu máli með græn- um röndum á gamla borðið og hvað það vera full gott fyrir a 111 þ a ð „herrafólk“, sem hér héldi til og eins fyrir hvaða gesti sem k a n n s k e mundi að garði bera. Svo leið og beið, þar til fór að nálgast þeim tíma, sem átti að tilkynna þeim sem hefðu hlotið prísana. Ekki vissum við hvort það myndi verða með símahringingu eða bréfi, svo að í hvert sinn sem að síminn hringdi þá þutu þau öll þrjú á stað með ofsa ágangi og rifust hástöfum um það hver ætti að anza. Allir vildu nú verða fyrstir að heyra gleðitíðindin. Það er ég viss um, að hver einn sem hringdi í mig á þeim tíma, var viss um að þarna væri húsfyllir af vitfirringum því öll hrópuðu „hello“ í einu og æptu svo á mig, þegar ekki var það „prískallið“. Ekki svo að ég væri mikið betri sjálf, ég gat varla setið á mér þangað til að póstur- inn kom, og tók upp á því að mæta póstmanninum út á frampallinum á hverjum degi í þeirri von að nú kæmi gátu- bréfið í dag! Nágrannakon- urnar voru víst farnar að pískra um það að ég væri orð- in dauðskotin í póstmann- inum. En það var nú síður en svo! Ég hafði víst nóg að sýsla um þó ég færi ekki að elta hann, enda var hann ekki svo kómpánlegur — rétt eins og skrattinn upp úr súru og umsnúinn þegar að ég var að spyrja hann hvert hann væri nú viss um að þetta væri allt sem kæmi til mín með póst- inum í dag. Það er ég viss um að hann var farinn að óska að þessari skessu í græna hús- inu yrði fótaskortur og hún bryti á sér fæturnar, svo hún hætti að þenja sig á móti honum á hverjum degi til þess að hrifsa þessa auglýsinga- snepla og skuldabréf sem hún fengi út úr höndunum á hon- um áður en hann var búinn að lesa úr þeim! Líka var ég farin að taka eftir því að sumar nágranna kellur voru á gægjum þegar ís- brauð- og mjólkurmenn- irnir stönzuðu hér við. En þeim varð nú engum kápan úr því klæðinu því engum mætti ég nú á palli né ann- arsstaðar, með bros á vör, nema póstmanninum, eins og hann var nú blíður í við- móti eða hitt þó heldur! Eftir því sem á leið, hætti ég nú þessari vitleysu og sætti mig við það, að eitthvað hefði nú farið út um þúfur í þessu fyrirtæki. Svo einn morgun er ég sat við gula borðið, sem oftar að stagla í sokkagarma og bæta buxnaræskni, þá hringdi sím- inn, ég var ekki í neinum flýtir að ansa — líklegast eins og vant var væri það einhver að reyna að selja mér ein- hvern óþarfa eða spyrja hvort ég væri að hlusta á útvarpið. Nú var spurt hvort ég væri húsfreyjan og svaraði ég þurrlega að svo væri. Þá var mér sagt að þetta væri frá sugvéla félaginu og nú hefði það heldur en ekki góðar fréttir — ég hefði reyndar u n n i ð eldhússett í prís og hvenær mætti sölumaður af- henda mér það og einnig sýna mér nýmóðis s u g v é 1 ? Það mýktist nú heldur en ekki málrómur minn við þessar fréttir og sagði ég að hann gæti komið strax, í dag, því ég yrði heima. E n h a n n kvaðst vera svo önnum kaf- inn að sýna og selja þessar undravélar í dag, en sagðist skyldi reyna sitt bezta að koma klukkan þrjú á morg- un, og hvað ég það vera á- gætt. Ég gat nú varla beðið þang- að til krakkarnir kæmu heim að segja þeim tíðindin! Strák- ar vildu helzt rífa gamla borð ið út á hlað strax, og brjóta það sundur í smælki. Sögðu það yrði fyrirtaks uppkveikju efni — því viðurinn væri svo þurr, gamall og ormétinn. Ég sagði það yrði nú nógur tími að gera það á morgun þegar nýja settið væri nú loksins komið inn fyrir dyr. Dóttir mín hoppaði af gleði og sagðist ætla að biðja kenn- arann sinn að lofa sér heim klukkan hálf þrjú svo hún myndi nú ekki missa af af- hendingunni. Ég fór á fætur í bíti næsta morgun, dreif allt skran úr öllum hornum ofan í kjallara, sópaði póleraði, og þreif til allsstaðar, dýfði mér í bað, makaði á mig smyrslum og Mennen’s talcum power og sneri upp á hárenda með krullutöng. Ég vildi nú líta vel út því kannske yrði nú tekin af mér mynd og sett í Free Press eða máske af því ég var nú af íslenzku bergi brotin, í Lögberg eða Heims- kringlu — með grein í stóru letri „Elmwood húsfreyja ræður úr gátu og vinnur sér dýrindis eldhússett“! Þegar allt var nú loksins komið í nokkurskonar stand, þá settist ég nú niður að blása af mér mæðinni og bíða ó- þolimóð eftir að klukkan yrði þrjú. Það yrði sjálfsagt kom- ið með settið á stærðar rauð- um „truck“ og svo kæmi nú sölumaðurinn líkast til á stór- um, löngum s v ö r t u m bíl. Heldurðu að það yrði nú upp- lit á kellum, þegar þær sæu þennan minjagrip borinn inn í hús mitt. Lofa þeim að ráða fram úr þeirri gátu! Nú hefðu þær eitthvað til að pískra saman um. í hvert skipti sem að stór bíll fór framhjá þá þaut ég út í glugga, og svo fimm mín- útur eftir þrjú sé ég hvar upplitaður bílsgarmur stanz- ar fyrir framan, og einhver náungi með sugvél í annari hendi og smákassa í hinni, stígur út og stefnir beint á mínar dyr. „Nú hvað er 3etta“ hugsa ég. „Hann sagði mér áreiðanlega a ð h a n n myndi afhenda mér prísinn í dag.“ Kannske „truckinn“ íafi nú ekki farið eins hart og bíllinn — hefði farið varlega svo að settið myndi nú ekki skekkjast eða rispast. Nú lemur hann á dyr og áður en ég gat opnað munn- inn til þess að spyrja um prísinn þá otar hann að mér þessum smákassa og segir að hér sé prísinn og hvort mér lítist ekki nógu vel á hann, segir að hann muni endast um heila ævi! Ja, nú datt opinn á mér munnurinn og gapti svo að heill kattfiskur hefði getað synt þar inn. En alveg orðlaus varð ég þegar ég sá settið — gaffall, skeið, hnífur og spaði úr blikki í einhverskonar virki til að hengja upp á vegg! Ég hafði nú séð álíka sett á sölu niður í fimmtán centa búðinni í vikunni sem leið fyrir $1.59. Náunginn hélt víst að ég væri orðlaus af gleði yfir þessu láni að hreppa þennan dýrgrip og rauk strax í það að reyna að sýna og selja mér sugvélina. En nú fékk ég málróminn til baka og sagði honum að hann gæti séð að ég þyrfti ekki vél til þess að j hafa allt þrifalegt. H a n n renndi henni yfir golidúkinn og mér blöskraði yfir því rusli sem hann sýndi mér í pokanum. Hann rausaði og tautaði og reyndi sitt bezta en ég stóð mig drengilega og fyrirgaf sjálfri mér þó ég teigði sannleikann svo lítið eins og mér fannst hann gera. Ég sagðist vera í stórskuld sem að það tæki mig tuttugu ár að borga og ætti ekki einn rauðan kopar til þess að leggja niður í borgun í neina nýtísku vél! Seinast varð úr því að hann rauk á dyr í fússi með vél sína en „eldhússettið“ liggur enn óbrúkað niður í kjallara ofan á því gamla gula og minnir mig á í hvert sinn er ég lít á það að aldrei verður maður of gamall að læra eitt- hvað nýtt! T. A. Slinson. Áheit q Strandarkirkju Framhald irá bls. 4. brekkunni, sem þau hafi setið í, þegar eg skildi við þau. Það hafi ekki verið vinnandi veg- ur að aka hestunum einu feti lengra. En undir eins og þeim hefði verið snúið við til Rvík., hefðu þeir runnið í einum spretti, svo að varla hafi ver- ið hægt að koma neinu tauti við þá. Þessir hestar voru kunnir í allri Reykjavík að vilja og gæðum. (Þ. Þ. skrásetti í janúar 1928 eftir frásögn Sigríðar Bjömsd.) Aðeins $ 1 10-20 með Loftleiðum Spyrjist fyrir. Þér munið komasl að því, að laegstu far- gjöldin eru enn hjá Loftleiðum — — flugfélaginu, sem hefir haft til boða lægstu flugfargjöldin í 24 ár. Og þér finnið hið islenzka andrúmsloft um leið og þér slígið um borð. Fargjaldið fram og aflur milli New York og íslands er venjulega $220.40, og aðeins $285, þegar ferðamanna- straumurinn er mestur. Ef þér ferðist með 15 mannahóp, er fargjaldið aðeins $200, og í því innifalið um $70 fyrir- greiðsla. Að ferðasl lil íslands er að ferðasi með Loftleið- um. Og ef þér ætlið til Evrópu hafa Loftleiðir einnig til boða lægri fargjöld en öll önnur flugfélög. * aðra leiðina á venjulegum árstíma. LÆGSTU FLUGFARGJÖLDIN TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR. NOREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS, HOLLANDS OG LUX- ENBOURG. ICELANDIC mruneT & BMFSWÍlllBlMl 610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE) NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585 New York Chicago San Francisco Féið upplýsinga bæklinga og ráðstafið ferðinni á ferða- skriístofu yðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.