Lögberg-Heimskringla - 06.06.1968, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 06.06.1968, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1968 Úr borg og byggð The Icelandic Socieiy of Nor- ihern California celebrates the National Day of Iceland at a picnic at Marin Town and Country Club, Fairfax, California, on Sunday, June 16, 1968. Time: 10:00 a.m. and through the afternoon. For f u r t h e r information call (415) 524-4565. Inga Black Publicity Chairman * * * The Jón Sigurdson Chapier, I.O.D.E. will hold a meeting Tuesday evening June 11, at the home of Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.,Co-Hosiess will be Mrs. Ena Anderson. * * * GJAFIR í SKÓGRÆKTARSJÓÐ ÍSLANDS Þjóðræknisdeildin „Brúin“, Selkirk, Man...... $10.00 Með innilegri þökk. I nafni milliþinganefndar Þjóðrækn- isfélagsins í skógræktarmál- inu. Richard Beck, formaður * * * CHAPTER "FRON" SOCIAL EVENING 8 p.m. — June 7, 1968 SCANDINAVIAN CENTRE 360 Young Street Admission $1.50 includes Coffee, Sandwiches, Dancing and Entertainment (O t h e r Refreshments Available). A visitor from I c e 1 a n d , Kristján B. Sigurðsson, deli- vers a short address. — For information p 1 e a s e tele- phone Baldur H. Sigurdson 582-5556 or Alex Jonasson 772-6320. * * * Bregðist ekki blaðinu okkar Lögbergi-Heimskringlu. Send ið ársgjöldin tímalega; það mun vel þegið. * * * Krisljan B. Sigurðsson sölu- stjóri f y r i r Bókaúfgáfuna Þjóðsögu og frú Brynhildur kona hans komu vestan frá Regina á sunnudaginnn og letu þau vel af ferðinni þang- að. Verða þau gestir á sam- komu Fróns á föstudagskvöld ið og flytur Kristján þar stutt ávarp. Þau dvelja á St. Regis hótelinu og er Kristján þar til viðtals alla daga frá kl. 2 til 6 e. h. * * * íslendingar í Chicago og ná- grenni: Munið eftir hátíða- haldi íslendingafélagsins í C h i c a g o , 15 júní að 624 Wrightwood Ave. Fjölbreytt skemmtun. Fréf'f’ir frá íslandi PRESTLEYSI ÁTJÁN prestaköll eru nú prestslaus í landinu, að því er biskupsskrifstofan t j á ð i Morgunblaðinu nýlega. Öll- um þessum prestaköllum er þjónað af nágrannaprestum og í tveimur til viðbótar eru settir prestar til bráðabirgða. HÓTELHERBERGI UPPTEKIN í sumar verður geysimikið um ráðstefnur og ýmskonar fundi í Reykjavík. Fulltrúar, sem sækja þessar stóru ráð- stefnur taka upp mikið af hótelherbergjum, sem til boða eru meðan á fundunum stend- ur. Svo er t. d. meðan hin mikla Natóráðstefna stendur, þegar öll hótelherbergi borg- arinnar duga ekki til, eins d a g a læknaráðstefnunnar, n o r r æ n a byggingadagsins, norræna sumarskólans o. fl. Vegna vandræða, sem skap- ast af þessum sökum, er ferðamenn vilja fá hótelher- bergi, er fólk sem hefur her- bergi, er það vill leigja út í sumar, beðið um að hafa sam- band við Ferðaskrifstofu rík- isins hið fyrsta. Mgbl. 18. maí * * * GULLFOSS LEGGUR í SKEMMTIFERÐ 1 dag klukkan 3 leggur Gull- foss frá landi í fyrstu ferð sumarsins. Er þetta 20 daga ferð og verður haldið til London, Amsterdam, Ham- borgar, Kaupmannahafnar og Leith. í hverri höfn verður umhverfi s k o ð a ð eins og venja er í skemmtiferðum. Farþegar munu verða með skipinu alla ferðina og verð- ur ýmislegt gert til að gera gestum dvölina um borð án- ægjulega og eftirminnilega. Kvikmyndir verða sýndar og einnig verður sungið, spilað og dansað og fleira gert til dægrastyttingar. Mikil þátttaka hefur jafn- an verið í skemmtiferðum Gullfoss. Mgbl. 18. maí NATÓFUNDUR Á ÍSLANDI Undirbúningur fyrir fund utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins í Reykjavík í júní er nú í fullum gangi. Ekki er endanlega v i 1 a ð hversu margir mæta iil fund- arins, en siarfslið Nato og sendinefndar aðillar ríkjanna munu verða um 300 manns. Auk þess er búizt við u.þ.b. 100 blaðamönnum. Atlants- hafsbandalagið hefur 1 e i g t Gullfaxa, þotu F.Í., iil að flylja hlula af starfsliði bandalagsins beint frá Bruss- el og aftur til baka. Meðal þeirra, sem koma með Gullfaxa, verður Manlio Brosio, frkv.stj. Nato og ýms- ir fastafulltrúar hjá banda- laginu. Sumir utanríkisráð- herrarnir munu koma með einkaflugvélum. Manlio Brosio sagði: „Það er okkur mikið án- ægjuefni, að fara til utanrík- isráðherrafundarins í Reykja- vík og við hlökkum mjög til þess. Við gerum okkur grein fyr- ir, að Reykjavík er ekki stór- borg, þótt hún sé falleg, og að skortur er á gistirými. En íslenzka ríkisstjórnin hefur verið mjög hjálpleg og sam- MESSUBOÐ Fyrsta lúierska kirkja Prestar: Séra V. J. Eylands, D. D., Séra J. V. Arvidson, B. A., Sr. Laufey Olson, Djákna- systir. En'skar guðþjónustur á hverjum sunnudegi kl. 9:45 og kl. 11.00 árdegis. Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h. Guðþjónustur á íslenzku, á sunnudagskvöldum, sam- kvæmt tilkynningum í viku- blaði safnaðarins. vinnulipur, og við erum mjög ánægðir með allar þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa ver- ið. Ég get ekki skýrt frá því, hvaða máli verða tekin fyrir á fundinum, þar sem það hef- ur ekki verið endanlega á- kveðið, en á vorfundunum fialla ráðherrarnir ávallt um stöðu bandalagsins til ástands ins í alþjóðamálum. Fyrir fund þeirra verða einnig lagð- ar niðurstöður þeirra athug- ana, sem fylgt hafa í kjölfar samþykktar Harmelskýrsl- unnar. Þetta verður í fyrsta skipti sem utanríkisráðherrafundur- inn er haldinn í Reykjavík. Eins og ég gat um fyrr bíðum við hans með eftirvæntingu“. Þess má geta, að ísland er eina aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins, þar sem ráð- herrafundurinn hefur ekki verið haldinn. I sambandi við fundinn nú mun Nato gefa út sérstakt blað um Island á ýmsum tungumálum m.a. á íslenzku. Dánarfregnir Mrs. Margrét Stephensen, Winnipeg Man., lézt 15. maí 1968, 89 ára að aldri. Hún var ekkja Ólafs Stephensens læknis í Winnipeg. Hún átti heima í Winnipeg alla ævi; tók mikinn þátt í safnaðarlífi Fyrstu lútersku kirkju, kven- félaginu, Bandalagi lúteskra kvenna og fl. Hana lifa tveir synir, Magnús í Los Angeles og Franklin í Winnipeg; þrjár dætur Mrs. V. J. Percy (Ann), Mrs. G. P. Kennedy (Elma) og Mrs. Robert Black (Emily); 11 barnabörn og 11 barna- börn. Dr. V. J. Eylands jarð- söng hana. * * * Mrs. Sigríður Björnsson and- aðist 30. maí 1968 að Betel, Gimli, 82 ára að aldri. Hún fluttist með foreldrum sínum til Nýja Islands, ung að aldri og átti lengst af heima að Geysir og Riverton. H ú n missti Guðmund mann sinn árið 1938 og flutti þá til Winnipeg. Hún lætur eftir sig tvo bræður, Dr. Jóhannes Pálsson í Victoria, B.C. og Jón Pálsson á Gimli. Hún var jarðsungin af séra Philip M. Péturssyni. * * * Mrs. Unnur Sigurlaug (Lauga) Josepson lézt 1. júní 1968, 62 ára að aldri. Hún læt- ur eftir sig mann sinn Hjört J. Josephson, 907 Merriam Blvd., Winnipeg. Hún var fædd í Markland héraðinu. Þau hjónin áttu heima í Ottó og nokkur ár að Lundar en fluttu til Winnipeg 1947. Þau misstu Ethel dóttur sína — Mrs. S. Ólafson 1964 og mað- ur hennar, Stoney Ólafsson dó nokkrum dögum á undan tengdamóður sinni. A u k manns síns lætur hún eftir sig tvo syni, Howard heima og Dorland á íslandi; tvær dætur, Mrs. E. Arksey (Hel- en) í Winnipeg og Mrs. K. Litton (Yvonne) í Rathwell Man. Barnabörnin eru átta. Dr. V. J. Eylands f 1 u 11 i kveðjuorð hjá Bardals. Hún var lögð til hvíldar í Lundar grafreit. * * * Sleinn Conrad Ólafson, 907 Merriam Blvd., Fort Garry lézt í maí 1968 45 ára að aldri. Hann var í þjónustu G. Mc- Lean Wholesale Grocers í 16 ár. Hann lifa tvær dætur, Donna og Lorna og sonur hans Ronald; foreldrar hans Mr. og Mrs. O. G. Ólafson, Lundar Man., fjórar systur, Thelma — Mrs. K. Ólafson, Sidney, B.C., Helga — Mrs. B. J. Knox, Olive — Mrs. A. J. Willets og Lil — Mrs. H. V. Jeffers, allar í Eriks- dale og einn bróðir, Ernie í Winnipeg, Kveðjuathöfn hjá Bardals. Útförin að Lundar. ED. SCHREYER Ed. Schreyer, þingmaður fyr- ir Springfield kjördæmi á síðasta þingi í Ottawa sækir um kosningu í hinu nýja Sel- kirk kjördæmi í sambands- kosningunum 25. júní. Ef hann nær kosningu, lofast Mr. Schreyer að vera til tals við menn á svo sem sex vikna m i 11 i b i'l i í aðalbæjunum í kjördæminu. Bæir þeir, sem hann hefir tiltekið eru River- ton, Arborg, Selkirk, Kildon- an og Elmwood. Mun hann ætla að vera staddur í hverj- um bæ í hálfan dag á til- teknum tíma og stað. Var þetta vani hans sem þingmað- ur fyrir Springfield. Mr. Schreyer heldur fundi norður í Nýja íslandi á síð- ustu tveimur vikunum fyrir kosningarnar. Þessir fundir eru auglýstir á öðrum stað í blaðinu. Talar séra Philip M. Pétursson fylkisþingmaður með honum á Gimli og í Riv- erton. Þann 27 maí hafði Selkirk þingmannsefnið velsóttan fund í Árnesi og talaði Magn- ús Elíasson með Mr. Schreyer á þeim fundi. SKRÝTLA Tvílekning óþörf TVEIR kunningjar hittust, og annar sagði: „1 sumar ætla ég að eyða fríinu mínu í Baden Baden.“ „Þú þarft nú ekki að tví- taka nafnið á staðnum, því að ég heyri ágætlega," anzaði hinn. WANTED — Dictionaries — Icelandic to English & English to Icelandic — edition put out by Zoega preferred. Please confact Calvin Casselman, 986 Belmont Ave., N. Vancouver B.C. Kjósið Schreyer í Selkirk Útskrifaður í stjórnmála- fræði af St. John’s og Mani- toba Háskólunum. Var prófessor við St. Paul’s Há- skólann. Þingmaður síðast- liðin tíu ár. Á síðasta Sam- bandsþingi sem þingmaður fyrir Springfield kjördæmi. FUNDIR í NÝJA ÍSLANDI: Riverton Hall 11 j ú n í, Gimli Legion Hall 12 júni. Séra Philip M. Pélursson, M. L. A. aðstoðarræðumað- ur. Arborg Community Hall 17 júní. Sam Uskiw, M.L.A. aðstoðarraeðumaður. ALLIR FUNDIR KL 8 AÐ KVELDINU SCHREYER, Ed. | X StaSfest af Howard Pawlay, Agent.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.