Alþýðublaðið - 24.12.1961, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Síða 4
 ';-5'Í0S- 1.' ylöá; 1^0? : •>» S . i fLjÓSPRÝDDAE jólagreinar og jólaklukkur sveiflast í vindinum yfir höfðum fólks ins, sem spanar úr einni verzl uninni í aðra og eyðir pening 'um. Allir eru að kaupa jóla gjafir. Flestum ofbýður, hvað hverjar hundrað krónurnar •eru fljótar að fara, — en allir halda áfram að kaupa, hvað ■cem tautar og raular og hvað sem brúnin sígur vegna dýr tíðarinnar. Sumir ern orðnir sárir og gramir við jólin og segjast hlakka til þess eins, að þeim sé lokið. „Allt þetta timstang og gjafaflóð11, segir fólkið um leið og það vindur «ér í fússi inn í næstu búð. „Gefið konunni, unnust- •unni, móðurinni — ryksugu, lirærivél gólfteppi! — Jóla- kjólinn og jólakápuna á eigin lconuna fáið þér hjá okkur! <jefið manninum yðar raf- inagnsrakvél og innislopp í jólagjöf! Komið og verzlið lijá okkur, — hjá okkur er vrvalið mest!“ — Þannig aug- lýsa kaupmennirnir, — og eft ir auglýsingunum að dæma -eru ekki nein takmörk fyrir |)ví, hvað fóik gefur miklar jólagjafir. Og svo eru jólin lcölluð hátíð kaupmannanna, -og sumir gefast upp á að gefa nokkrar jólagjafir. Þeir treysta sér ekki út í slaginn í jólaösinni. En sömu dagana og loð- iklæddar auðmannafrúrnar mjaka sér út úr lúxusbílunum og inn í verzlanirnar, — sömu •dagana og hin venjulega hús- móðir reynir að komast áfram í mannþrönginni á hráblaut- om götunum, — sömu dagana Ibíða smælingjarnir eftir jóla- glaðningnum - nokkur hundr •oð krónum. Fréttamaður Alþýðublaðs- insins gekk um daginn á fund mæðrastyrksnefndar og ^purðist fyrir um starfsem- ina núna fyrir jólin: -----★------ Það eru 800 nöfn á skrá mæðrastyrksnefndarinnar. Það eru bæði einstæðar mæð- <ur og giftar konur, margar giftar drykkjumönnum eða sjúklingum. Það er næstum oins og það fylgist að — segja nefndarkonur í mæðrastyrks- nefnd, — að þar sem eymdin -er mest, — eru börnin flest. Á skránni eru 50 konur með “7—12 börn á sínu framfæri. — Þekkið þið þessi heimili? — Já, við erum farnar að þekkja flestar þessar konur. Þær koma hingað ár eftir ár. Við viljum taka það fram, að aldrei hafa fötin, sem mæðrahjálpinni hafa verið gefin fyrir jólin verið eins vel frá gengin og snyrtileg og nú. En það er þó'oft eins og fólk, sem annars segist vera skínandi fátækt vill ekki sjá föt.ef þau eru ekki splúnku ný. En þar sem húsmóðirin er myndarieg í höndunum og hefur enn ekki gefizt upp fyrir erfiðleikunum, er alltaf von, þótt fátæktin sé mikil. ★ Flest það fólk, sem hingað kemur lítur út fyrir að hafa þörf fyrir jólaglaðning, — en á hverju ári erum við gabb aðar. En þá gætum við okkar betur næsta ár. — Sumir koma meira til að sníkja — en af þvi að þeir hafi þörf fyrir það, —- og í þeim hópi eru þeir, sem ekki vilja líta við nema spánnýjum fötum. — Það er mikið um frá- skildar konur á listanum okk ar. Þær búa margar hverjar í algjörlega óviðunandi hús- næði og eiga ekkert til að lifa af né framfleyta börnunum með. Svo koma hingað giftar konur, sem segja slæmt á- sland hjá sér, — en flestar forðast eins og heitan eldinn að nefna óreglu. Og svo eru hinar, sem ekkert vilja þiggja, — þótt okkur hafi ver- ið bent á fátæktina hjá þeim, — og þær þurfi hjálpar við. Sumir eru þannig, að það er ómögulegt að hjálpa þeim. Þeir nota ekki það sem þeim er fengið og reyna ekkert tii að hjálpa sér sjálfir, — en það er skemmtilegast að hjálpa þeim, sem vilja hjálpa sér sjálfir. Margt er þetta fólk of sinnu laust til þess. En fjölmargir hinna geta einfaldlega ekki látið mánaðarlaun fyrirvinn- unnar hrökkva fyrir lífnauð synjum. Hvernig á verka- maður með 4000 krónur í mánaðarlaun að framfleyta stórri — kannski 10—12 manna, fjölskyldu? Hann fær að vísu fjölskyldubætur, en það er eins og fólkið, sem hingað kemur, vilji sem minnst tala um það. Því finnst kannski, að það muni draga úr hjálp okkar hérna, — og stundum segist það aldrei hafa fengið áður frá mæðra styrksnefnd, — þólt það hafi kannski fengið hér fyrir hver jól í mörg ár. En þessi skreytni hefur lítið að segja, því að við skráum öll útlát hér og höfum nöfnin á spjald- skrá. Þannig er þetta. Það er oft erfitt að komast til botns í því, hvernig heimilisástæður eru í raun og veru, — og hve mikla þörf fólkið hefur fyrir hjálp. En þótt það slæðist inn an um einn og einn, sem á hingað lítið erindi, eru of margir, sem þurfa raunveru- lega á hjálp að halda, — til þess eins að geta lifað. Framhald á 13. síðu. MYNDIRNAR hér á síðunni eru báðar tekn ar á sama degi, skömmu fyrir jól. 4 24. des. 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.