Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 10
ÁRIN 1924 og 1925 sat hann á grjóti og hjó grjót dag eftir dag, viku eftir viku og mán- uð eftir mánuð. Hann settist í sæti sitt á grjóthrúgunni alla daga á sömu mínútunni og hvarf nákvæmlega á tiltek- inni stundu. Hann hjó og hjó, klauf grjótið, raðaði því vand- lega í borgir, nostraði við grjóthöggið og hjó alltaf eins, reiddi alltaf jafn hált til höggs, lagði ekki mikið afl í sleggjufallið, hélt um fleininn vinstri hendi og reiddi sleggj una með þeirri hægri. Ég horfði oft á hann út um lítinn glugg á litlu timbur- húsi, fannst lítið ganga dag hver, en þó breyttust björgin í vel höggnar steinflísar og sleinborgirnar kringum hann stækkuðu. Svo gerðist hann innheimtu maður; hjá Alþýðublaðinu. — Það var árið 1926 — og síðan hefur hann gengið hvern dag, gengið og gengið, arkað götur Reykjavíkur teinréttur, hæg látur en ýtinn og afftaf lokið dagsverkinu, aldrei slakað til fyrr en lokið var, aldrei þreytt ur, aldrei misdægurt, maður með enska húfu á höfði í slitn um rykfrakka, með litla skjalatösku undir hendinni, alltaf eins mánuð eftir mán- uð, áratug eftir áratug. Hann hefur þegar gengið vegalengd margsinnis kringum jörðina og hann kennir einskis meins í fótum fremur en annars staðar í líkama og sál, áttræð ur á morgun, sannkallað jóla barn. Hann heitir Kristján Helgi, seinna nafnið af því að hann fæddist á jólanóttina. Það var árið 1881 vestur á Kvíanesi i Súgandafirði. Kristján H. Bjarnason á heima að Nökkvavogi 60. — Ég heimsótti hann eitt kvöld- ið af tilefni áttræðisafmælis hans. Hann sat við bókalest- ur, en spil lágu útbreidd á litlu borði. Hann hafði verið að leggja kapal. Ég vissi fyrir fram, að það yrði enginn hægð arleikur að fá að rabba við hann til þess að setja það í blað, því að Kristján er nokk- uð sérsinna og hneppir ekki sömu hnöppum og samferða- mennirnir. Hann skrifaði nokkrum sinnum greinar í A1 þýðublaðið á fyrri tíð og ég þekkti það, að ekki dugði við hann neinn leikaraskapur.Það mundi ekki þýða neitt fyrir m:g að leiða hann út í viðlal svo að ég gekk beint til verks. Hann þagði góða stund — og sagði svo um leið og hann leit beint í augun á mér: — Þú færð mig ekki út í neitt karlagrobb. — Hann var snöggur upp á Iagið. Ég kann aðist við tóninn. — Hefurðu af nokkru að grobba? — Nei. Til hvers er þá að skrifa? — Það er ekki eintómt grobb í afmælisviðtölum. — Ég sé ekki betur. Annað hvort eru þeir sterkari en all- ir aðrir hafa bjargað öðrum úr lífsháska, eða þeir hafa upp götvað lífsins sannindi, sem enginn annar hefur komið auga á. Ég er ekki sterkari en aðrir, heldur þvert á móti. Ég hef engum bjargað, en bara baslað fyrir sjálfum mér — og ég hef ekki uppgötvað nein ný sannindi. — Þú hefur þó alténd kunn að að lifa lífinu þannig að þú ert ánægður og samferða- mennirnir eru ánægðir með þig. — Nú ýkir þú. Mér er illa við ýkjur. — 'Voruð þið mörg systkin- in? ,Við vorum ellefu. Foreldr ar mínir, Helga Njálsdóttir og Bjarn' Ólafsson, bæði Ön- firðingar, bjuggu að Kvíanesi í Súgandafirði. Þau eignuðust e’lefu börn, en sex dóu úr barnaveiki og öðrum krank- konar verkamannavinnu. Ég vann til dæmis við Reykjavík urhöfn meðan verið var að gera hana, eða réttara sagt fyrsta áfangann, því að segja má að höfnin sé alltaf að byggjast. Ég byrjaði að vinna í höfninni 1913 og hélt áfram til 1919 að lokið var. Annars var vinnan á eyrinni eintóm- ar snapir og þótti því gott að fá fasta vinnu. Ég var vitan- lega í Dagsbrún og í Jafnaðar mannafélagmu, hef verið í A1 þýðuflokknum svo að segja frá fyrstu tíð. Það var hugsjón okkar að byggja Alþýðuhúsið á lóðinni við Hverfisgötu. 'Við keyptum lóðina og svo beið hún lengi ósnortin því að engir peningar voru til. Flokk urinn og félögin slörfuðu í JÓTHÚGGS- OG NGU-MADUR, sem fæddist á jólanótt izt um sjálfan mig á tiltölu lega litlum bletti — og stigið inn í allar skrifstofurnar og hitt alla gjaldkerana. Nú er allt öðru máli að gegna, nú geng ég og geng daginn út og daginn inn, svo tugum og jafn vel hundruð km. skiptir á hverjum degi. Það er alveg makalaust hvað ég er búinn að ganga um æfina. En ég kenni mér einskis meins, — hvorki í fótunum né annars staðar. Ég keypti mér gler- augu fyrir mörgum árum, en svo var það eitt kvöld, að ég var á heimleið í fárviðri og sá telpu sem var í vandræð- um. Ég fór að hjálpa henni en missti þá gleraugun. Ég keypti ekki aftur nein gler- augu, lét við þetta sitja. Ég les allt gleraugnalaust. Eg hef frá fyrstu tíð greitt gjöld í sjúkrasamlögin, en ég man varla eftir því, að ég hafi nokkru sinni þurft að láta það borga nokkuð fyrir mig — og sem betur fer“. — Voru menn skuldseigir í gamla daga? Hefur það breyzt? — Þetta er alveg eins Það eru alltaf menn, sem vilja helzt ekki borga og svo eru aðrir sem alltaf borga eins og þeim ber. Þetta breytist ekki svo mikið — og skiptir litlu máli hvort verðbólga er eða ekki. le:ka. Þegar ég var á tiunda ári missti ég föður minn og heimilð sundraðst, við börnin fórum á ýmsa bæi. Ég varð svo heppinn að fara til séra Janusar Jónssonar í Holti í Önundarfirði og þar leið mér vel. Séra Janus var kostamað ur og konan var eins en stjórn samari og vinnuharðari. Ef eitthvað brá út af, reyndi séra Janus að bæta úr því bak við tjöld:n. Þarna var ég vinnu- piltur og fékk gott kaup. Eitt sinn bað séra Janus mig að segja engum frá því hvað hátt lcaup hann borgaði mér, því að hann hafði orðið fyrir aðkasti út af kaupi mínu. Bændum var ekki vel við það, að vinnu mannskaupið væri sprengt upp. Ég var á prestssetrinu í (' J i V.S.V. ræðir |j ij v/ð Kristján ii i; Bjarnason ellefu eða tólf ár, en fór þá alla leið austur á Mjóafjörð í hvalinn hjá Ellefssen, Ég vann þar í tvö ár. Við íslend- ingamir fengum 50 krónur á mánuði en Norðmennirnir, sem unnu sömu störf og við, aðsins um 30 krónur. Magnús heitinn Gíslason hefur sagt skilmerkiiega frá hva’num og lífinu þar. Ég ílutt'st. svo til Reykja’víkur og vann alls litla t:mburhúsinu þar sem nú er Gamla-bíó. Loks var ráðizt í að grafa fyrir grunn inum, en það var lítið hægt að grafa, því að grunnt var niður á blágrýtisklöpp. Svo var farið að sprengja. Við söfnuðum dagsverkum og ég lagði mitt fram ekki síður en aðrir, en svo hélt ég áfram að höggva grjótið í smátt, og þarna sat ég í grjóthrúgunni mánuð eftir mánuð, oftast einn, og hjó og hjó. Það féll aldrei dagur úr hjá mér,mætti allt af hvernig sem veðrið var. Þetta voru alls ekki allt gjafadagsverk, ég fékk líka kaup. En svo réðist ég inn- heimtumaður hjá Alþýðu blaðinu og byrjaði að vinna 6. febrúar 1926 — og hef víst bráðum starfað að þessu í 36 ár. — Ég kvæntist 9. nóvem- ber 1911 Mörtu Finnsdóttur frá Meðalfelli í Kjós. Við eignuðumst einn son, Finn rafvirkjameistara. Konan hans heitir Svanhildur Thor- lacíus — og ég á fimm bama börn. Ég er hér — og uni mér vel ... Konu mína missti ég 1949. — Og tekur þín ellilaun eins og aðrir. — Ellilaun? Ég? Nei. Hvað á ég að gera við ellilaun? Ég vinn fyrir mér“. — Það skiptir engu máli. Þú átt rétt á elHlaunum. — Það skiptir ekki nokkru máli, ég þarf ekki ellilaun, ég vnn fyrir mér“. — En svona eru lögin. Margir auðugir menn taka sín ellilaun. — Mig varðar ekkert um slík lög, og heldur ekki um það, sem þeir gera. Ég vil ekki standa við hliðina á þess um auðugu mönnum og taka við ellilaunum með þeim. Ég er ekki svo smár í mér að ég held ... Mér finnst Kristján hafi reiðst þessum umræðum um ellilaun. — Borgin hefur stækkað? — Það má nú segja. Þegar ég kom til Reykjavíkur voru takmörk hennar við Bráð- ræði að vestanverðu og við Ráðleysu (Laugavegur 40) að austan. Það nafn fékk bærinn af því, að það var talin hin mesta ráðleysa að byggja svo langt fyrir innan bæ. Þegar ég byrjaði að rukka þá má segja, að ég hefði getað snú- —: Og hvenær ællarðu að setjast í helgan stein? — Það geri ég aldrei. Eg held áfram meðan heilsan leyfir, þó að ég verði hundr- að ára, og ég finn ekki betur en að ég geti haldið áfram að labba þetta um göturnar í tuttugu ár enn. En ef til vill kemur kallið einhvern dag- inn, og sá sem öllu ræður seg ir: — „Hættu nú þessu labbi, Kristján“. Og þá hlýði ég. — Og jólabarnið að vestan fer þá heim til sín“. — Já, ætli það ekki. Ég get svo sem farið heim til mín hvenær sem er. Mér er ekkert að vanbúnaði. VSV. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR Blönduhlíð 11. Sigurjón Eiríksson Una Pálsdóttir Eirík Sigurjónsson Helgi Sigurjónsson £0 i-2|4. de§. 1S61 ,-r- Alþýðuþlaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.