Alþýðublaðið - 24.12.1961, Side 8

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Side 8
a EINN fegursti jólasálmur- inn, sem sunginn er um jólin er án efa sálmurinn: Heims um ból. Texti sá, er við syngjum við lagið, er okkar einkaeign, en lagið er orðið eign allra þeirra þjóða, sem á annað borð telja jólin þess virði að þau séu hátíðleg hald- >n. Saga þessa fagra lags er jafn fögur og hrífandi og það sjálft og í stuttu máli er hún eitthvað á þessa leið: Á aðfangadagskvöldi ár- ið 1818 sat presturinn séra Joseph Mohr í húsi sínu í Hallein, sem er þorp í aust urrisku ölpunum. Hann sat í lesstofu sinni og las í bilíunni. Það var fagurt veður í fjalladalnum þetta kvöld og bömin voru glöð og eftirvæntingarfull,' því að þetta kvöld máttu þau vaka frameftir allt þar til miðnæturguðsþjónust- unni var lokið. A þessarri stundu voru þau á leið niður mjóan snæviþakinn stíginn til kirkjunnar hvert með sinn litla kyndil í hendinni. Þegar horft var upp eftir fjallinu frá þorp inu var eins og allur dal- urinn væri orðinn eitt geisistórt jólatré með hundruðum flöktandi ljósa ... En presturinn ungi leit aðeins stöku sinnum út yfir skrautlýstan dalinn. Hann sat með opna biblíuna við hlið sér við skrifborðið og samdi prédikun sína fyrir miðnæturguðsþjónustuna. Hann las enn einu sinni hina ævafornu frásögn um englana, sem opinberuðust hirðunum á Betlehemsvöll um og sögðu: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs ... Rétt í því að séra Mohr hafði lokið við að lesa þess ar línur var barið að dyr- um á prestssetrinu. Fyrir dyrum úti stóð bóndakona með gróft ullarsjal sveip- að um herðamar. Hún sagði honum, að fyrr um daginn hefði fæðst barn hjá fátækri fjölskyldu sem ætti heima í afskekktum kofa hátt uppi í fjallshlíð- inni. Hún kvaðst hafa lofað foreldrunum að fara til prestsins og biðja hann að koma og blessa barnið, svo að því yrði lengra lífs auðið. Eg: verð ekki í neinum vandræðum með jólagjafjrnar í ár. Séra Mohr var djúpt snortinn, þegar hann gekk inn í daúft lýstan kofann, sem kominn var að falli. Móðirin unga lá í fleti sínu og brosti þakkiátu brosi með sofandi barn sitt í fanginu. Sem snöggvast datf séra Mohr í hug önnur kona og annað barn, sem fæðst hafði fyrir mörgum öldum í Betlehem en um leið komu skyndilega í hug hans orðin, sem hann hafði verið að lesa í biblíunni sinni, þegar hann var kvaddur til þessa fátæka fólks. HonUm fannst sem þeim væri beint einmitt til sín. Þegar hann hafði kvatt að lokum og stóð aftur úti í myrkrinu, gat hann enn séð fólksfjöldann,- sem streymdi niður stiginn til kirkjunnar með kyndla sína, og frá þorpunum í kring heyrði hann fyrstu óma klukknanna sem köll uðu menn til tíða. Séra Mohr fann að innra með honúm hafði gerst eitt hvað stórkostlegt, þarna uppi í fátæklegu hreysinu hafði orðið jólaundur sem hann varð að gefa öðrum mönnum hlutdeild í. Þegar hann var aftur seztur í stofu sína að lok- inni guðsþjónustu, reyndi hann að gera sér grein fyr ir þeim áhrifum, sem hann hafði orð;ð aðnjótandi, og hánn tók að skrifa. Það kom eins og af sjálfu sér, að orðin runnu saman í vers, og þegar dagur rann var hann búinn að yrkja sálm. A jóladag fór hann í heimsókn til vinar síns — kirkjuorganleikarans, Franz Grubers, og bað hann að semja lag við sálm inn. Þegar börnin í þorpinu gengu fram hjá húsi prests ins þá um daginn heyrðu þau, að presturinn og org- anleikarinn sungu. Orgelið í kirkjunni hafði skemmzt áður, svo að þeir urðu að láta sér nægja það, sem þeir höfðu, raddir sínar og gítar Grubers. “Guð heyr- ir áreiðanlega til okkar, þó að við höfum ekki orgel“, sagði Gruber Þeir vinirnir vissu ekki, að þennan dag voru þeir að skapa jólasálm, sem átti eftir að verða þekktur og elskaður um allan hinn kristna heim, ekki vissu þeir heldur, að fjögur lítii börn mundu verða fyrst tiL að kynna hann úti i hinum stóra heimi. enn talað hreint, en sungið gat hún. „Þau syngja eins og næturgalar, bömin“, var viðkvæði fólksins. Og rétt eins og nætur galarnir héldu börnin fjög ur á hverju vori í norður- átt, alla leið til Leipzig, þar sem var haldinn stór markaður á hverju vori. Foreldrar þeirra bjuggu til hanzka og börnin voru duglegir sölumenn á mark aðstorginu. Þúsundir fólks streymdu á markaðinn í Leipzig og börnin úr fjalladalnum voru stundum hálfrugluð af öllum hávaðanum og ysnum í borginni. En þá fundu þau huggun í því að syngja saman eins og þau voru vön heima hjá sér. Og ekkert þótti þeim eins gaman að syngja eins og sálminn: Söngurinn frá himnum. inu: Söngurinn fr. um. Þau voru mörg börnin í Zillertal í Tyrol, sem sungu fallega en engin gátu þó sungið eins vel og systkinin Strasser; Carol- ine, Joseph, Andreas og Amalie litla, sem kölluð var Mali. Hún var ennþá. svo lítil, að hún «gát ekki Frægur orgelsmiður frá Zillertal hafði kennt börn- unum sálminn. Hann hafði eitt sinn verið kallaður til Hallein til að gera við or- gelið í kirkjunni. Þegar því var lokið, settist Gruber við það til að athuga, hvort það væri í góðu lagi, og án þess að vita af því lék hann lagið, sem hann hafði nýlega samið við sálm séra Mohrs. Orgelsmiðurinn var djúpt snortinn og baðst leyfis til að. ílytja lagið með sér til heimbyggðar sinnar. Þar. •jr Hann lítur út eins og Santa Klaus, en hann öskrar rétt eins og hann afi. Strasser systskin þess fljótlega vör hafði jafn mikil stórborgarbúana oj þöglu fjallabúa, stanzaði fólk hjá þe unni og hlýddi hi á lagið og dag i kom til þeirra fím maður og bauð hljómleika í návi< kóngsins og drot innar af Saxlandi. Börnin urðu u og rugluð af allr: dýrð sem mætti þeirra það kvöld, listin heillaði þau, urðu alvarlega hræ ar fíni maðurim hafði boðið þeim si að loknum tónleil sneri sér að fólki] fyllti sali og stú sagði: meðal áh okkar í dag eru böm með þær dá ustu raddir, sem heyrt árum samar vill vildu þau nú t góð að lofa okkur s eitthvað af fallej ólsku lögunum sír heiðurs konungi o< ingu Saxlands, sem stödd. Börnin stóðu ein< uð, en það var Mj sem bjargaði öllu stundum áður. „V lun bara loka augu hugsa okkur, að vi heima að syngja" sði hún að systkir um. Svo hófu þau sör fyrst af öllu sun ^öng Franz Gruber þau höfðu lokið s varð serrv snöggvas leg þögn áður en f ’ætin brutust út. Þegar þau höfð við að syngja allt, s kunnu, enduðu þai söngnum ,frá himm ar mestu fagnaf voru hljóðnuð kon maður frá kóngi og að koma til hans. Hann hrósaði þeirra, en vildi fo um sálminn fallega að þau höfðu li nurningum hans i runa hans, bauð ha num að koma og 24. des. 1961 — Alþýðublaðið B5v -

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.