Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 2

Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 2
182 ávextir trúar, kærleika og hóg- værðar þroskast oft best í myrk- viðri hörmutiganna. Ouð gefur oss á hinum síð- ustu dögum að geta litið hina tilkomandi dýrð. Hvað var það sem styrkti Jesúm nóttina sem hann var svikinn og leiddur fyr- ir dómstól óguðlegra manna? Hann festi sjón á eilífðinni, og sá þá gleði og hamingju er þeir mundu njóta, sem hann með dauðasínumafrekaðifyrirgefningu syndanna og eilíft líf. Hann var særður fyrir þeirra yfirtroðslur lemstraður fyrir þeirra misgjörð- ir, hegningin lá áhonumsvovér hefðum frið og fyrir hans benj- ar urðum vér heilbrigðir. Hann heyrði í anda sigursöng hinna frelsuðu, heyrði þá syngja söng Móse og söng lambsins. Vér þurfum í anda að sjá dýrð himinsins, standa eins ogviðdyr eilífðarinnar og heyra þá dýrð- legu kveðju sem þeir fá, er í þessu lífi hafa starfað með Kristi, og metið það heiður sinn að fá að líða hans vegna. Pegar þeir ásamt englunum varpa kórónum sínum fyrir fætur frelsarans og segja með hárri röddu: »Verðugt er það slátraða lambið að með- taka vald og ríkdóm, visku og kraft, heiður dýrð og þakkir.... þeim sem í hásætinu situr, og lambinu, séu þakkir og heiður, dýrð og kraftur um aldir alda.* W. f nálægð drottins. Háttstandandi embættismaður fór einu sinni til að hlusta á gamlan prest sem prédikaði í lítilli sveitakirkju. Ouðsþjónustan fórframávenju- FRÆKORN legan hátt, presturinn talaði skýrt og skorinort eins og hann gjörði ætíð. Eftir messuna söfnuðust margir kring um prestinn og sögðu: • Bróðir, einn tilheyrendanna í dag er nafnfrægur háttstandandi maður, en það leit ekki út fyrir að þú truflaðist hið minsta við nærveru hans«. Oamli presturinn svaraði: í 40 ár hef eg prédikað í áheyrn almáttugs guðs og þegar eg hef hann stöðugt fyrir tilheyranda, hvernig skyldi þá nokkur maður geta truflað mig með nálægð sinni«. Hann þekti guð það er fann stöðugt til nálægðar hans, vissi að alt sem hann talaði og gerði var frammi fyrir hans augliti, sá maður sem þannig lifir ínálægð guðs, trullast ekki né tapar sér þótt hann standi augliti til aug- litis við stórmenni heimsins. Neyðarópið. A finustu baðstöðvunum við Newport í Ameriku, eins og á öllum baðstöðvum þar, eru settir verðir, sem ekki hafa annað að gjöra heldur en að frelsa menn frá druknun. Einn af þessum björgunarmönnum var einu sinni spurður: »Hvernig getið þér vitað þegar einhver þarfnast hjálpar yðar, þar sem þúsundir manna eru að baða og alt geng- ur í hrópi og háreysti? Maðurinn svaraði: »Hvérsu mikill hávaði sem er, hefir enn þá aldrei komið fyrir, að eg heyri ekki neyðarópið gegn um allan hávaðan. Eg heyri það altaf«. Þannig er því einnig varið með guð. Rað bregst aldrei að hann heyri, þegar maður ákallar hann um hjálp í neyðinni, þegar bylgj- urnar ólga og stormar lífsins æða. Rað er ekki einungis á stríðs- tímum, eða þegar sérstök hætta er fyrir höndum að þú þarft á hugrekki að halda. Rúhefirein- mitt þörf á því i hinu tilbreyt- ingalausa hversdagslífi. Haf þú hug til aðborgaskuld þína þegar þú hefir peninga í vasanum. Haf hug til að neyta þjer um það sem þú þarft ekki. hversu sem augun freista þín til að kaupa það. Hafðu hugrekki tíl að láta í Ijósi ákveðna skoð- un þína þegar þess er krafist, en cinnig til að þegja þegar það á betur við. Hafðu hugrekki til að heilsa fátæikum tötralega búnum vini þínum, þótt þú sért í samfylgd með ríkum vinum. Ef þú ert fátækur þá hafðu hugrekki til að kannast við það. Sértu beðinn um peninga en viljir ekki lána þá, hafðu hugrekki til að segja mann- inum hina sönnu orsök hvers- vegna þú vilt ekki gjöra það. Hafðu hugrekki til að slíta vin- áttu, þó það væri við besta vin þinn ef þú finnur að hann er stefnulaus og þú getur ekki haft áhrif á hann til hins betra. Mað- ur á að sýna umburðarlyndi gagn- vart brestum vina sinna en ekki löstum þeirra. Hafðu hugrekki til að ganga í gömlu fötunum þínum þangað til þú hefir efni á að útvega þér önnur ný Hafðu hugrekki til að kannast við fá- visku þína, og gættu þín að tala ekki með fullvissu um það seni þú þekkir ekki. í öllum kring- umstæðum lífsins þarftu að hafa hugrekki til að vera sannur og

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.