Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 3

Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 3
FRÆKORN 183 einlægur. Sannleikurinn gjörir manninn frjálsan, hann er horn- steinn góðs innrætis. Kærlciki guðs til mannanna. Rað er hans unun að vera miskunsamur. Rettaervitnisburður spámanns- insum vornhimneskaföður. »Hver er slíkur guð sem þú, hver að fyrirgefur syndirnar ogfyrirlætur misgjörðirnar, þeim semeftireru af hans eiginlegri eign, semékki heldur sinni reiði æfinlega því það er hans unun að vera misk- unsamur«. Mika 7, 18. Harmþrungna sál reiddu þig á drottinn, því liann hefir unun af að vera miskunsamur. Ovinur- inn reynir að telja þér trú um að guð sé harður og hefndar- gjarn, að minsta kosti svo strang- lega réttlátur að hann geti ekki auðsýnt miskun. Hanntelurþér trú um að þú hafir syndgað svo mikið að öll von sé úti fyrir þig, og árangurslaust að biðja um náð. En guð er ekki líkur því seni óvinurinn útmálar hann, því það er hans unun að vera miskun- samur. Rér er gleði að gjöra það sem þú hefir löngun til. Rannig er því varið rneð guð, hann langar til að auðsýna misk- un, það er hans gleði. Drottinn er ríkur af miskunsemi. Rú segist vera syndari. Pess meiri þört' hefir þú á náð og miskunsemi. Minstu þess, sem drottinn segir: »Drotni þóknast þeir sem hann óttast, þeir sem setja von sína til hans miskunar. Salm 147, 11. Hvers vegna ertu svo vonlítill, þar hann segir enn aftur: »En dragi nokkur sig í hlé, mun sál mín enga geðþekni á þeitu hafa. Hebr. 10, 38. Hvers vegna viltu draga þig í hlé. Fyrst guð langartil að auð- sýna þér miskun og hefir þókn- un á þeim sem setja von sína til hans miskunar, viltu þá ekki taka á móti fyllingu náðar hans. »Pú hugsar máske: »Mun drottinn einnig vilja miskunasig yfir mig?« Rú, sem ert trúar- veikur og efasamur, hugsa um það sem drottinn segir: »Hinn óguðlegi láti af sinni breytni og illvirkinn af sinni hugsun og snúi sér til drottins, þá mun hann miskuna honum, og til vors guðs því hann er fús á að fyrirgefa*. Es. 55, 7. Drottinn auðsýnir miskun í þúsund liðu þeim sem hann elska og varð- veita hans boðorð. 2 Mós. 20, ö. Guð vill auðsýna þér misk- unn. Viltu þiggja hans frani- boðnu náð. Láttu ekki syndina fá yfirráð yfir hjarta þínu. Hugs- aðu um hin dýrmætu fyrirheit drottins og fyrirlít ekki náð hans. »Rví þú drottinn ert góður og fyrirgefur, og ert mjög miskun- samur þeim, sem þig ákalla.« Salm. 8ö, 5. E. Lít til Jesú. »Lít til Jesú þegar þú freist- ast, þegar þú ert hryggur, þegar þú átt að deyja«. Þessi orð stóðu á litlu blaði, blöðunum var býtt út meðal farþeganna á sporvagni í New-york. Einn af tarþegunum las blað- ið með mestu eftirtekt og stakk því svo í vasa sinn. Regarhann sté út af vagninum, sagði hann við manninn, sem fékk honum blaðið: »Herra minn, þegarþér fenguð mér blaðið var eg á leið til ferjustaðarins og ætlaði að drekkja mér. Eg hef mist kon- una mína og son minn, og hafði því enga löngun til að lifa; en orðin á þessu blaði hafa vakið hjá mér löngun til að byrja nýtt líf. Verið þér sælir. Guð blessi yður«. Uppáhaldslagið. Einu sinni var nafnfrægurhljóð- færaleikari spurður um, hvað væri uppáhaldslagið hans, hann svar- aði: »Alt, sem eg spila.« Þetta er orsökin til þess að hljóðfæraleikarinn getur lagt alt fram til að nema list sína, og starfsmaðurinn til að leysa vel af hendi verk sitt. Vér verðum að hafa ánægju af verkinu annars verður það ekki gjört svo vel sem unt er. Vel getur skeð oss geðjist ekki að þeirri vinnu sem vér nú höf- um, en setjum oss að leysa hana svo vel af hendi að engum sé unt að gjöra það betur, þá mun- um vér líka hafa ánægju af starf- inu. Sá sem vanrækir að æfa sig og hirðir ekki um að spila hin einfaldari lög, verður lítt fær til að halda lengra í þeirri list. En sá sem gengur að starfi sínu, hvert helst sem það er, með þeim ásetningi að gjöra það ó- viðjafnanlega vel, honum verður flest fært. Til þess að komast lengra á- fram og upp á við, er nauðsyn- legt að rækja með ánægju, áhuga og skyldurækni það sem vér þurfum að gjöra í dag. P. T.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.