Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 4

Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 4
184 FRÆKORN Sælir eru hreinhjartaðir. Vjer þurfum að skilja hvílíkur kraftur liggur í hreinu hugar- fari. Rað er nauðsynlegt fyrir alla að hugsa rétt. Eins og mannsins hugsanir eru, þannig er sjálfur hann. Hæfilegleikinn til að stjórna sjálfum sér styrkist við æfinguna. Pað sem veitist ervitt til að byrja með verður smám sam- an létt, þartil hreinar hugsanir og göfug verk verða að vana. Ef vér viljum, getum vér snúið oss burt frá því sem er óhreint og Ijótt, hafið oss upp yfir það, og notið hylli manna, og velþókn- ar guðs. Það er óskiljanlegt. Ungur braminaprestur spurði trúboða nokkurn einu sinni: • Haldið þér að trúaða fólkið á Englandí álíti það verulega gott fyrir menn á Indlandi að þeir yrðu kristnir? »Já, vissu- lega«, svaraði trúboðinn. »Eg mei:ia«, hélt bramíninn áfram, »skyldu þeir inst í hjarta sínu trúa því að Hindúar yrðu betri og hamingjusamari ef þeir yrðu kristnir?« »Já, það er ekkert efamál. »Rá er mér óskiljanlegt hvernig þeir beia sig að, þeir senda svo fáa tii að kenna þessi trúarbrögð sín. Regar einhver önnurstaða er laus þá eru margir fyrir einn sem bjóða sig fram, þegar um hernað er að tala þá fást liðsforingjar til svo hundruð- um skiftir, og til verslunarstarfa fást fleiri en þörf er á. En það er öðru máli að gegna meðtrú- arbrögðin. Hér er aðeins einn trúboði með konu sína, og 150 mílum lengra burtu er annar, 100 mílur lengra í annarri átt er einn til. Hvernig geta þeir kristnu vonast eftir að snúa þjóðinni frá vantrú hennar með svo lítilli fyr- irhöfn ? Litli drengurinn. Valdensániir búa í Alpadölunnm í Norður-Italíu. Rótt þeir á allar hliðar væru umkringdir af páfatrúar- mönnum þá héldu þeir samt fast við fagnaðarei indi Krists. Nú njóta þeir verndar laganna, en því var ekki þannig varið fyr á tímum. Peir hafa oft orðið að líða fyrir Krists nafns sakir, af þvi þeir vildu ekki sleppa biblíunni sinni. Ferðamenn :em gista smáþorpin í Valdensa- dölunum, heyra oft um miðnætur- skeið að næturvörðurinn hrópar: »Miðnætti! Friður guðs sé yfir oss! Blessuð veri minning Péturs Banner- manns!« Petta hefir hljómáð frá einni kynslóð til annarrar. Spyrji ferðamaðurinn hver þessi Pétur Bann- ermann sé, getur hvert barn svarað þeirri spurningu, því það er eitt með því fyrsta, sem foreldrarnir segja börnum sínum. Það er saga sem þau gjarna vilja heyra aftur og aftur. Pað var á ofsókna tímanuin, Valdensum var þröngvað á allar hlið- ar. Þeir urðu að þoka sér norð- ur á bóginn, fet fyrir fet, frá dal til dals. Loks höfðu þar tekið sér bólfestu í Camounix-dalnum. Gætu þeir ekki fengið að vera í friði, þá var ekki annars kostur fyrir þá en að fara yfir Alpafjöllin yfir í Sviss eða þá að láta líf sitt. Alt var und- irbúið fyrir slíka ferð eí svo skyldi fara að óvinirnir kærnu. Þeir komu. Einn góðann veðurdag kom fjöldi hermanna niður í dalinn, nú þóttust þeir loksins eiga herfangið víst, nú gætu Valdensarnir ekki lengur um- flúið þá. Valdensarnir létu sem þeir gæfu eftir. Um hvöldið gengu þeir til hvíldar eins og venjulega, og innan skams hvíldi dauðakyrð yfír öllu, nema hvað við og við heyrð- ist söngur og blístur frá kirkjunni og skólanum, þar sátu hermennirnir við glösin. En þegar myrkrið var fallið á læddust Valdensar hver eftir annan út af húsum sínum og söfnuð- ust saman í helli einum uppífjalls- hlíðinni, þar féllu allir á kné, og presturinn ákallaði drottinn og bað hann vera með þeim á ferðinni eins og hann í fyrri daga hafði verið með Israels börnum. Síðan hófu þeir ferð sína, prest- urinn gekk á undan, því næst kon- ur og börn, mennirnir fylgdu eftir reiðubúnir til að verja líf sitt óg ást- vina sinna éf þeim skyldi verðaveitt eftirför. Fleiri en eitt ungbarn var jarðað í snjónum, hvert skifti sem þeir gjörðu viðdvöl, og fleiri gamalmenni og lasburða fólk varð að skilja eft- ir á leiðinni, og þá var ávalt skilinn eftir einn vopnfær maður þeim til varnar, ef þeir ekki hefðu kraft til að komast lengra. Þegar lýsti af degi efst á fjalla- tindunum, sáu hermennirnir sér til mestu undrunar, að fangarnir sem þeir töldu sér vísa, voru gengnir úr greipum þeim og sáust aðeins í fjarska hátt upp í fjallsbrúninni, þar sem tæplega virtist fær vegur fyrir stein- geiturnar. í þessum litla söfnuði var ekkja sem hét Meta Bannermann. Maður hennar liafði verið einn af hraustustu og bestu sonum þjóðar sinnar, hann féll í fyrsta stríðinu, og lét eftir sig konu og 2 börn, sem trúbræður hans ólu önn fyrir, annað barnið var kor.iungt en hitt varöáragam- alldrengur, en hann var kryplingur.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.