Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 5

Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 5
FRÆKORN 185 Móðirinnreifaði vandlega litlabarn- ið sitt og vafði það sofandi uppað brjósti sínu. Kuldinn var mjög bitur. Tímum saman varð fólkið að vaða snjóinn, jafnvel þeir hraust- usti voru mjög þreyttir. Hvert skifti, sem fólkið hvíldi sig, sá Meta Bann ermann að lík smábarnanna voru tekin helfrosinn frá mæðrunum og lögð niðurí snjóinn. Eii hún þrýsti barninu sínu því fastara upp að brjósli sér. l.itla byrðin sem hún hélt á í fanginu varð smá saman þyngri og þyngri, hún hafði nær því rekið upp hljóð þegar hún sá orsökina til þess, en ennþá hélt hún litla líkamanum þétt að brjósti sér, hún gat ekki skilið sig við hann, gat ekki látið samfylgdarfólkið vita að barnið var dáið. Hún gat ekki skilið það eftir í snjónum, vildi heldur bera það yfir fjallið þar til þau næðu griða- staðnum, þar vildi hún leggja það til hvíldar í »guðsakrfnum« við kirkjuhliðina þá gæti hún daglega farið og séð litlu gröfina. Pétur litli sonur hennar, sá sorgina, sem hvíldi yfir andliti móður sinnar, hann hjelt hún væri þreytt og sagði: »Heyrðu mamrna, get eg ekki borið Dóru litlu stundarkorn, svo þú getir hvílst dálítið á meðan.« s^Þey, þey barn,« hvíslaði móðir- in óg vafði að sér litla líkið. Loks var ferðafólkið komið hæst upp á fjallið, og fór nú að klifrast niður eftir fjallshlíðinni, en það var miklu hættulegra heldur en að kom- ast upp. Reir komu í lægð milli klettanna, þar var dálítið skýli fyrir vindinum, þar hvíldu þeir um stund og þökkuðu guði fyrir að hann hafði leitt þá svo langt. Nú gat móðirin ekki lengur dulið missir sinn. Gamli presturinn tók barnið og lagði það til hvíldar í snjó- inn ásamt nokkrum fleiri börnum. Móðirin átti nú ekkert eftir nema veika drenginn sinn, hjarta hennar var því tengt honum með enn þá fastari böndum. Þeir komust alla leið niður í Sviss og fengu þar beztu viðtökur, fæði og húsaskjól, en því fór svo fjarri að þeir væru úr allri hættu. Allir karlmenn ungir og bæði gamlir urðu að halda vörð bæði nótt og dag á fjallvegunnm og bak við klettana, svo þeir gætu hrakið óvinina ef þeir veittu þeim eftirför. Jafnvel litlir drengir gátu hjálpað til, þeir fóru upp þangað sem hinir fullorðnu kom- ust ekki til að standa á verði og senda boð á milli fylkinganna. Allir gátu gjört eitthvað til gagns, nema litli Pétur Bannermann. Hann gat hvorki klifrast upp klettana eða rent yfir svellin, hann varð að sitja heima, Móðir hans hughreysti hann eftir því sem hún gat; I ún sagði að hann gæti samí hjálpað til, hann gæti beðið fyrir þeim, sem væru þar uppi og að það væri ekki svo líti . Og Pétur litli bað — en hversu hann þó óskaði að geta gjört meira. Tíminn leið. Það var komið fram að jólum. Ekkjan hafði ekkert að gefa drengnum sínum í jólagjöf. Jólakvöldið fékk hún þó nokkra aura og gaf honum þá til að kaupa fyrir hvað sem hann vildi. Drengurinn hljóp af stað með aurana sína. Hér og hvar leit hann gegn um gluggana og sá fólkið sem inni var glatt og hamingjusamt. En þegar hann sá börnin hraust og glöð hlaupa yfir gólfið þá gat hann ekki tára bundist, hversvegna var hann þessi aumingi? Hjá bæ- arfógetanum var sérstaklega uppljóm- | að og Ijósum prýtt, honum fanst I hann yrði að gægjast þar inn. Þar inni stóð fjöldi barna kring um stórt borð, og léku sér að tinher- mönnum, einn þnirra var brotinn. Þegar ein af litlu stúlkunum tók hann upp, sagði eitt af börnunum — svo hátt hann heyrði það greini- lega. — »Kastaðu honum burtu! hann er ónýtur til alls, eins og Pétur Bannermann!« u, hversu þetta orð skar hjarta hans. Gleði hans var horfin. Hann varð að fara heim, hann varð að segja móður sitini frá því, sem hann hafði heyrt. Sífelt hljómuðu þessi orð fyrir eyrum hans: »Hann er ónýttur til alls — eins og Pétur Bannermann!« Hann dreymdi um það á nóttunni, svo var þa& einu sinni kalda stjörnu bjarta nótt, að hann gat ekki legið í rúminu — hann varð að fara upp til hinna drengjanna, Hann fór af stað, klifraðist ktett af kletti. Rað leit ekki út fyrir að hann væri krypplingur lengur, en svo komu torfærurnar, og hinn sorglegi veru- legleiki, að hann var kryplingur. Sprungurnar, sem aðrir gátu hæg- lega stokkið yfir varð hann að krækja fyrir. hann komst þó hærra og hærra. Þarna sá hann eldiviðar- hlaða, hann vissi til hvers hann var ætlaður. Hann hafði heyrt að slíkir hlaðar væru hér og þar á fjallinu, eu það var undarlegt að hér var enginn á verði, en hjá öllu hinum viðarhlöðunum var varðmaður. Sá fyrsti sem sæi til óvi tanna átti að kveikja í viðarhlaða sínum, og svo sá næsti o. s. frv. til þess að kalla menn til varnar, Hann komst ekki lengra. Hann hné niður dauðþreyttur og hallaði höfði, upp að viðarhlaðanum og | sofnaði. Hann drepmdi að viðar- | hlaðinn stóð í ljósum loga, og að j einhver hrópaði: »Hann er ónýtur | til alls, eins og Pétur BannermannN

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.