Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 6

Frækorn - 22.11.1909, Blaðsíða 6
186 FRÆKÖRN Alt í einu hrökk hann upp. Alt var kyrt og hljótt. En hvað var þetta? Rarna hjá klettinum sá hann svartan blett sem stækkaði. F*að var ekki til að villast á, þetta var mannfjöldi sem hægt og hávaðalaust kom niðtir fjallshlíðina. Það hlutu að vera óvinirnir. Hann sá greini- lega hvernig þeir komu nær ognær. Hanu ætlaði að kalla en gat það ekki. Strax greip hann eldfærin, sem lágu við hliðina á viðarhlaðan- um og kveikti eld. Loganum skaut í loft upp frá viðarhlaðanum. Drengurinn skundaði af stað heim- leiðis, hann gleymdi að hann var kryplingur. Hann sá að kveikt var í hverjum hlaðanum eftir annan. Óvinirnii höfðu líka orðið hans varir, þeir æptu af gremju yfir því að menn höfðu fengið njósn um för þeirra. Drengurinn var má staddurá bakkanum ábreiðri sprungu, hvernig átti hann að komast yfir. Hann varð að komast yfir og að- vara þorpsbúa, þeir voru allir í svefni; óvinirnir voru skamt í burtu. Hann kastaði sér yfir í dauðans of- boði, í sama bili fékk hann skot í síðuna, hann skundaði áfram, það var eins ög hann hefði fengið yfir- náttúrlega krafta. Bæarbúar urðu aðvaraðir í tíma, og alt komst á ferð og flug, en drengurinn hné niður við dyr móð- ur sinnar. Óvinunum brugðust vonir, þeir bjuggust við að koma yfir bæar- búa sofandi, en mættu nú fjölda vopnaðra manna. Orustan var stutt og snörp. Óvinirnir féllu svo hundruðum skifti, og sumir hröpuðu niður í sprungurnar. Þegar sigurinn var unninn, vildu allir fara og heimsækja ekkju Ban- nermanns. Allir sem gátu söfn- uðust utan um drenginn hennar hann var að kominn dauða, en augu hans ljómuðu af gleði, hann greip hönd móður sinnar ogsagði: Nú geta þeir aldrei framarsagt: »Hann er ónýtur til alls eins og Pétur Bannermann« ! Geta þeir sagt það mamma?« Hvernig hann hafði komist upp fjallið og niður aftur, því gat hann ekki skýrt frá. En eitt vissi hann og það var, að hann hafði beðið og fengið bænheyrslu. En honum hafði blætt svo mikið að öll von var úti með hann. Gamli presturinn beygði sig niður að honum, og tárin runnu niður kinnar hans: Drengur minn! Vér skulum annast móðnr þína, hana skal ekkert bresta, en er ekkert ann- að sem þú vilt biðja okkur um?« Drengurinn brosti og svaraði: »Lát- ið Valdensa aldrei gleyma því að guð notaði krypling, sem var ó- nýtur til alls, þeim til frelsunar!« i hann dó með þessi orð á vörunum. Valdensar hafa heldur ekki gleymt honum. Pegar mæðurnar sitja í rökkrinu og segja börnurn sínum sögurnar um hina trúuðu forfeður og reynslu þeirra, þá gleyma þær ekki drengnum sem frelsaði fólkið sitt. Og margir litlir drengir og stúlk- ur í Valdensadölunum óska þá: »Ó að eg gæti gjört eins mikið til gagns, eins og Pétur Banner- mann!« Meilsufræði. Loft og sól. Þegar hús eru bygð, hvort sem það eru íbúðarhús eða þau eru ætluð fyrir almennar sam- komur og fundi, þá þarf að sjá svo um að nóg loft geti streymt inn og að salirnir eóa herberg- in njóti vel sólarljóssins. Skól- ar og samkomuhús eru oft ó- fullkomin í þessu éfni. Skottur á hreinu lofti, er oft orsökin í þeim svefni og sljóleika, sem eyðileggur áhrifin af góðri pré- dikun og gjörir starf kennarans ervitt og árangurslaust. Menn þurfa að byggja húsin á háum þurrum grundvelli, á þann hátt verður komist hjá mikilli sjúk- dómahættu sem orsakast af sí- feldum raka. Petta nauðsynlega atriði er alt ot lítið tekið til greina. Langvintheilsuleysi, þung- ir sjúkdómar og dauði orsakast oft af raka og óhollu lofti í húsunum. F*að er mjög áríðandi þegar hús eru bygð, að öll herbergi séu svo útbúin, að þau geti notið sólarljóssins og hreint loft streymt inn, einkum er þetta lífs- skilyrði með svefnherbergin, þau þyrftu líka helst að vera þannig útbúin að hægt væri að hita þau upp þegar kalt er veður eða saggasamt. Pað er óholt að sofa í her- bergi sem aldrei nýtur sólar, eða við rúmföt sem eru rök, og ekki eru viðruð. Viljum vér að heimili vort sé bústaður heilbrigði og hamingju, þá mega húsin ekki standa lágt eða á votlendum grundvelli, held- ur þar sem loft og Ijós hefir ríkulegan aðgang. Hafið ekki þessi þykku gluggatjöld. Tak- ið slárnar frá gluggunum, og látið hvorki tré né blóm hversu fögur sem þau eru standa þama- ig að þau útibyrgi sólarljósið. Sólargelslarnir geta máske upp- litað gluggatjöldin og skemt svo- lítið myndaramma, en þeir styðja líka að því að börnin verði hraust ogblómleg, og það er meira vert.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.