Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 1
OÐINN H. BLAÐ ! nóv i:mi!]:ií ioio. i VI. ÁR Hermann Jónasson. Hermann Jónasson er fæddur í Víðikeri í Bárðardal 22. okt. 1858. Foreldrar hans voru Jónas trjesmiður Hallgrímsson og Sigríður Jóns- dótlir frá Lundarbrekku, dóttir Jóns Sigurðssonar óðalsbónda þar. Hermann ólst upp bjá foreldrum sínum til þess hann var 3l/a árs. Þá var það, að hið svo nefnda »Brasilíu-uppþot« gaus upp, og var Jónas faðir lians kosinn af »Brasilíufjelaginu« til þess að fara ári fyr en ráðgert var að leggja upp til fararinnar, til þess að velja stað í Brasilíu og gefa allar nauðsynlegar leið- beiningar til fararinnar. Hann dó þar 13/a 1870 úr gulusýki, en af fríflutning til Brasilíu varð eigi fyr en 13 árum síðar en J. H. sigldi. Hermann fluttist þá að Mýri í Bárðardal til Jóns Ingjalds- sonar dbrm. Jónssonar og konu hans Aðalbjargar Jónsdóttur móðursystur sinnar. Þar ólst hann upp til þess hann var 15^/2 árs. Frá þeim tíma og til vors- ins 1882 var hann ýmist í vinnu- mensku eða lausamensku og stundaði sitt á hvað, landvinnu eða sjósókn. En þá fór Her- mann á búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal, og útskrifaðist þaðan vorið 1884. Þá um sumarið — 5. sept. — sigldi hann til Danmerkur og geklc á landbúnaðarháskólann og hlýddi þar á fyrirlestra í 6 mánuði. En þar sem hann fjekk alls engan styrk að heiman, og þá auðvitað eigi frá Dan- mörku, svo að ekki var við annað að styðjast en atlafje hans, er nú var mjög að þrotum komið, þá varð hann að liætta þar námi. Fór Hermann þá til Jótlands, undir tilsjón landbúnaðarfjelagsins danska, og var þar við verklegt nám þriggja tnánaða tíma, og fór svo heim til íslands. Þá um sumarið og næsla sumar eftir var hann í daglauna- vinnu við jarðyrkjustörf og heyvinnu. En þá í 2 vetur var hann i Reykjavík við ýms störf og bjó sig jafnframt undir útgáfu Búnaðarritsins, er hann lijelt úti í 13 ár, eða þar til Búnaðarfjel. ísl. var stofnað og Hermann afhenti því þá Búnaðarritið, sökum þess, hve erfitt var að halda því úti og vera búsettur uppi í sveit og þar að auki yfirhlað- inn af störfum. Árin 1894 og 1895 var Sæmundur sál. Eyjólfsson cand. theol. og búfræðingur með- útgefandi Hermanns að Búnaðar- ritinu. En þá kallaði dauðinn hann í burtu, sem var ómetan- legt tjón fyrir búfræði íslands. Sumarið 1887 ferðaðist Her- rnann um Barðastrandasýslu, og næsla vetur var hann 1. kennari við alþýðuskólann í Hljeskógum í Þingeyjarsýslu. Vorið 1888 varð hann skólastjóri og bústjóri við búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal. Við það starf var hann í 8 ár, eða til 1896. En þá um vorið keypti hann jörð- ina Þingeyri í Húnavatnssýslu og fluttist þangað. Þar bjó Her- mann í 9 ár, en árið 1905 varð hann ráðsmaður við holdsveikra- spítalan í Laugarnesi og var við það starf til vorsins 1910. Hermann sat á alþingi sem 1. þingmaður Húnvetninga árin 1901, 1903, 1905, 1907 og á aukaþinginu 1902. Haustið 1903 sendi Búnaðarfjel. ísl. Hermann til útlanda til að kynna sjer meðferð og markað á saltkjöti. Erlendis dvaldi liann veturinn 1903—’04. Má svo að orði kveða, að þá þegar gjörbreyttist slátrunaraðferð og meðferð á saltkjöti, og kjöt liækkaði mjög í verði erlendis. Frá þinginu 1903—1905 sat Hermann í milli- þinganefnd í landbúnaðarmálum ásamt núverandi biskupi Þórh. Bjarnarsyni og Pjetri umboðsm. Jónssyni á Gautlöndum, Hermann Jónasson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.