Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 6
62 ÓÐINN Magnús ^órarinsson á Halldórsstöðum í Laxárdal, sonur Þórarins Magn- ússonar, lireppstjóra í gamla Helgastaðahreppi, bónda á Halldórs- stöðum, og konu . hans Guðrúnar . Jónsdóttur frá Hóli . í Blönduhlíð, er . fæddur 22. mars 1847 á Bessastöð- um í Blönduhlíð í Skagafirði, og flutt- ist með foreldrum sínum, tveggja ára að aldri, að Hall- dórsstöðum og hef- ur dvalið þar síðan, nema einn vetur, er liann dvaldi í Kaupmannahöfn. . Iðnaðarsaga . okkar lands er ekki yfirgripsmikil, sem ekki er að vænta. En ullar- verkstæðin lijer á landi eiga þó sína sögu, því þau hafa ekki orðið til fyrirhafnarlaust. Árið 1880 ritaði Magnús Þórarinsson sýslu- nefnd Suður-Þingeyjarsýslu og fór fram á, að fá styrk til þess að fara úr landi og fræðast um á- höld og verkvjelar þær, sem notaðar eru við ullar- vinnu og dúkagerð. Sýslunefndin veitti honum þá í þessu skyni 200 kr. og landsstjórnin 250 kr. Hann sigldi þegar til Danmerkur og dvaldi þar frostaveturinn 1880—1881. Tryggvi Gunnarsson dvaldi þá í Kaupmannahöfn. Hann útvegaði Magn- úsi dvalarstað á ullarverksmiðju einni þar, sem kend var við Larsen. Magnús var glöggur á sam- setningu verkvjelanna og náði á þessum vetri ljósri yfirgripsþekkingu á því vjelakerfi, er heyrir til dúkagerð, og hvarf heim aftur um vorið, án þess þó að hafa aflað sjer allrar þeirrar fræðslu, er að þessu lýtur. En námið varð honum all-kostnað- arsamt, því hann eyddi þennan vetur nokkuð á annað þús. kr. Þeir Þórður Guðjohnsen verslun- arstjóri á Húsavík og Tryggvi Gunnarsson styrktu liann þá með lánveitingum. í skýrslu til sýslunefndarinnar 1882 gerði Magnús grein fyrir því, hvernig notkun ullarvinnu- vjela gæti orðið gagnleg fyjrir íslendinga. Áleit hann, að fyrsta stig þess máls gæti verið það, að koma upp í liverri sýslu þvi vjelakerfi, er þarf til að vinna ull í band. Og í öðru lagi að stofna eina fullkomna ullarverksmiðju í landinu, sem gæti aðskilið ull og unnið dúka af allri vanalegri gerð, en jafnframt verið iðnaðarskóli. Þessu næst ábyrgðist Suður-Þingeyjarsýsla lán, er Magnús fjekk til þess, að koma upp ullarvinnu* vjelum, er kemba, spinna og tvinna. Þeir, sem best studdu málið til framkvæmda í sýslunefnd- inni, voru: síra Benedikl Kristjánsson i Múla, Bene- dikt Sveinsson sýslum., Jón Sigurðsson á Gautlönd- um og Einar Ásmundsson í Nesi. Magnús setti vjelarnar upp á Halldórsstöðum ái ið 1883, og þar hafa þær staðið síðan og gengið fyrir vatnsafli. I tilefni af þessu verkstæði innleiddi Magnús allviða í sýslunni smáar spunavjelar, er taka við að spinna þá ull, er kembd er á Halldórsstöðum. Þetla ull- arvinnuverkstæði er hið fyrsta lijer á landi, eftir að verksmiðjurnar í Reykjavík voru lagðar niður, þær, er Skúli landfógeti var við riðinn. Lillu seinna voru seltar upp aðrar ullarvinnu- vjelar á Rauðumýri í ísafjarðarsýslu af Ilalldóri Jónssyni. Þeir kynlust í Höfn, Magnús og Hall- dór, og pantaði Magnús þær vjelar og kendi manni að vestan að vinna á þær, Þær eyðilögðust í bruna eftir nokkur ár. Magnús útvegaði frá Englandi — með aðstoð Eiríks Magnússonar í Cambridge — verðskrár og uppdrætti af ullarvinnuvjelum og sjerstaklega þeirri vjel, er höfð er til að aðskilja tvenskonar ull — tog og þel — og nefndist Noblesvjel. Benedikt Sveinsson sýslumaður lagði klæðaverksmiðju- málið fyrir alþingi 1889, með áætlun Magn- úsar um stofnun fullkominnar ullarverksmiðju í landinu, og nam áætlun vjelaverðsins 120 þús. kr. Alþingi sá sjer ekki fært að koma upp slíkri verksmiðju á koslnað landsins, en veitti lán milli þinga í þessu skyni. Þá vaktist almenn hugsun um málið, og voru þar á eftir settar upp ullar- vinnuvjelar á Álafossi, Akureyri og víðar. Nú er klæðaverksmiðjan Iðunn í Reykjavik fullkomnasta ullarverksmiðjan, en enn þá mun hana þó vanta þessa Noblesvjel, eða aðra samskonar, er þarf til þess, að aðskilja tog og þel, vinna kamgarnsdúka og fína þeldúka. Ullarvinnan á Halldórsstöðum liefur besta orð á sjer, bæði lopakembingin og bandið, og nú í 25 ár liafa flest heimili í Suður-Þingeyjarsýslu látið vinna ull sína í vjelunum að meira eða minna leyti. Jafnhliða rekstri vjelanna hefur Magnús lagt Magníís Póratinsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.