Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 2
58 ÖÐINN Auk Búnaðarritsins hefur Hermann skrifað í Tímarit bókmentafjelagsins og Andvara. Enn fremur allmikið í ýms blöð bæði með nafni og nafnlaust, eða með dulnefnum. Vorið 1888 kvongvaðist Hermann Guðrúnu Jónsdóttur bónda á Hrafnkelsstöðum Sigurðssonar; þau búa nú lijer í Reykjavík. n. í Reykjarfirði við ísafjörð. Það ber eflaust vott um framfarir og breyttan hugsunarhátt hjá oss, að einstöku bændur eru farnir að kosta til " steinbygginga á jörð- um sínum. Enda þólt að álitamál geti verið, bvort vjer skiflum til bóta vel bygðu torfveggjunum okkar fyrir timburveggina, þá er jeg í engum vafa um, að vel bygð stein- bús eru framtíðar- byggingar vorar. Jeg hef átt kost á að sjá 2 steinliús á Vesturlandi, sem kom- ið hafa í staðinn fyrir gömlu bæina, annað í Saurbæ á Rauðasandi, hjá óðalsbónda Olafi O. Thorlacius, mikið hús og vandað (sjá »Óðinn« apríl 1909), enhitthjá Ólafi Jónssyni, óðalsbónda í Reykjarfirði við ísafjörð. Jeg hafði þá ánægju að heimsækja Ólaf i Reykjarfirði rjett fyrir sláttinn í fyrra sumar og skoða eignarjörð hans og byggingar. Sjest það á öllu, að maðurinn er dugnaðar og búsj'slumaður mikill. Fyrir 20 árum flulti Ólafur búferlum að Reykjar- firði frá Lágadal á Langadalsströnd, þá efnalítill, en fyrir ráðdeild og dugnað sinn græddist honum svo fje, að hann hefur nú komið upp stóru búi, keypt mestalla ábýlisjörð sína, komið upp flestöll- um peningshúsum, gert iniklar sljettur í túninu og aukið það út, bygt vörslugarða, grafið skurði og nú að síðustu reist þelta inikla hús, sem stendur á sljeltum og fögrum stað í túninu, á klöpp skamt frá sjónum. Olafur Jónsson. Steinlnisið i Reykjaríirði. Húsið er 1(V/2 al. að lengd og 12^/a al. á breidd, undirveggir 12 og yfirveggir 10 þml. þykkir, með 6 þml. þykkum steypu-skilrúmsveggjum í kjallara og upp í gegnum 1. lyfti. I liúsið fóru um 80 tn. sements og 2 tn. af kalki. Það mun uppkomið hafa kostað alt að 10 þús. kr. Jeg mun lengi minnast þess, live fögur og til- breytingarík útsjónin var kvöldið sem jeg kom þar og var að fara niður hjallana fyrir ofan túnið. Fólkið var að liætta vinnu og halda heim. Hús- bóndinn var úti við að líta eftir og taka til, það sem honum liefur þótt þörf á, og má ske að leggja niður fyrir sjer, livað taka skyldi fyrir daginn eftir. Aftanfegurðin og miðsumarsgróðurinn gerðu líka sitt til að auka á litbreytinguna. Alt sýndist reif- að gróðri, neðan frá sjó og upp á hálsbrún. Fjörð- urinn lá eins og spegill frain undan túninu og úl eftir. Hið fagra Reykjanes hins vegar, þar sem æð- arvarpið er sýnilega að byrja og ungu mennirnir úr sýslunni lieyja sundæfingar sínar. ísafjörðurinn, Langadalsströndin og fjöllin bak við hana gerðu tilbreytinguna enn áhrifameiri. Fjarst við sjón- deildarhringinn námu hjarnbungur Drangajökuls við himinn. Yfir þessa fögru útsýn varpaði svo kvöldsólin geislaflóði sínu inn yfir Djúpið og gylli leiti og lautir, víkur og voga með töfrandi lit- skrúði. Sam. Eggertsson. ■30® Leiðrjettintr. í siðasta tbl. voru i nokkrum eint. þessar prent- villur: 1. bls. 2. dlk. C. 1.: 1885 fyrir 1895; 7. bls, 1. dlk. 14. 1.: mín- um fyrir sínum ; 8. bls. 2. dlk. 24. 1.: lilægja fyrir hlæja og í 29. I.: synja fyrir syngja.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.