Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 4
60 ÓÐINN 1. Ilöfnin í Sandgerði, botni; dýptin er um stórstraumsfjöru frá 6—10 fet. Innarlega við víkina að austanverðu, út frá Sandgerðistúninu, liggur liólmi, umflæddur með smástraumsflóði, og er kallaður Hamar; á þessum liólma liggur fisk- og salthúsið og steinbryggja fyrir framan um 10 fet á liæð. Steinbryggjan og fiskihúsið sjest á annari myndinni. Steinbryggjan er 75 álna löng og er tengd við land með 70 álna langri ramlegri trjebryggju, sem sjest á 3ju myndinni, og gengur eftir henni spor- braut alla leið frá aðalhúsinu og niður eftir til enda bryggjunnar. Fyrirframan fiskihúsið stendur Ivfti- vinda, sem tekur upp alt að 2000 pd. þunga, og má snúa henni þannig, að bún taki út úr dyrum hússins og leggi oían í skip eða liins vegar, eftir því sem þarfnast. Fisk- og salthúsið er 35 álnir á lengd, 16 áln. á breidd og 5 áln. á hæð. Grunnurinn er 2 áln. á hæð, steyptur, og steypu- gólf í öllu liúsinu. Ból- verkið eða fiskaðgerðar- svæðið er 10 áln. á breidd og 50 áln. á lengd, fyrir framan húsið, og er alt steypt. Geyinsluhúsið, sem sjest á 3. myndinni, er eiginlega tvö liús bygð saman, íbúð- arliús fyrir verkafólk, skrif- stofur og eldhús, og er það húsið, sem snýr liliðinni að gafli stóra hússins, en aflur á móti er afþiljuð stór búð í geymsluhúsinu, og er inngangur vír skrif- stofu í hana. Á 4. myndinni sjást allar byggingarnar, sem reislar hafa verið, að und- anteknu fisk- og salthúsi, og er það íbúðarliús og geymsluhús og búð ásamt ís- og frystihúsi; skúrinn, sem er með 2 gluggum, ytst til hægri handar, var íverustaður danskra fiskimanna, sem fiskuðu á tveimur opnum mótorbátum, og skyggir hann á íshúsið. Eftir höfninni liggur keðja, strengd frá enda til enda á höfninni, sem skip og bátar geta fest sig við, og er það örugt og gott í hverju, sem viðrar. Allar þessar byggingar og bólverkið var bygt eftir fyrirsögn Matthíasar og undir hans umsjón og voru að mestu fullgerðar á 5 mánuðum. Lauritsen konsúli hætti, og þar með hefur vísl áhugi Dana minkað á því, að ráðast í útgerðar- brask hjer við land, en stöðin, sem bygð var, og mannvirkin standa lengur og geta orðið til ómet- 2. Steinbryggja og fiskihús.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.