Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 7
ÓÐINN 63 stund á búskap og smíðavinnu, sem hvorttveggja hefur orðið til að draga úr starfsemi þeirra og arði af þeim. Enda hefur honum ekki safnast auður, og ber ýmislegt til þess. Hann hefur orðið fyrir miklum átroðningi, sem óhjákvæmilega hefur leitt af rekstri vjelanna, enda er hann gestrisinn. Fyrstu 15 árin var skortur á nægu vatni til að reka vjel- arnar með fullum krafti og dró það mjög úr starf- semi þeirra ýmsa tíma árs. Þá var rætt um að taka vjelarnar upp og flytja þær til Húsavíkur; sýslunefndin ræddi ítrekað um það atriði, en treyst- ist að lokum ekki til, að ábyrgjast svo mikið lán, sem Magnús áleit að hann yrði að taka, ef til flutn- ings kæmi, og varð því ekki af þeim flutningi. En bót rjeðst á vatnsskortinum á þann hátt, að 1897 fjekk Magnús hallamælingam. Pál Jóakims- son til þess, að mæla fyrir vatnsleiðsluskurði og grafa liann úr svo nefndri Pverá, er rennur úr Laxárdalsheiði ofan hjá Þverárbænum. Páli lán- aðist að lciða valnið heim í Halldórsstaði, í mörg- um krókum, eftir þessum skurði, sem er yfir 1200 faðma langur. í fyrstu kunnu engir að vinna með vjelunum, nema Magnús, og eins og flestar ný- ungar, þurftu þær alllangan tíma til að vinna sjer tiltrú. Þessir dræltir lirökkva vitaskuld skamt í sögu ullarverksmiðjumálsins, enda ekki ætlunin að rita liana hjer. Hitt sjest, að Magnús hefur, með að- stoð ýmsra góðra manna, lagt hornsteininn í fram- kvæmd og sögu þessa máls. Smíðisgáfa Magnúsar er annað mál. Það kom þegar snemma í ljós, að honum var mjög vel sýnt um smíðar og að setja fram nýgervingshug- myndir sínar í verulegri mgnd. Um tvítugsaldur smíðaði hann einkennilegan linif með 12 blöðum og silfursmeltu beinskafti. Það er mælt, að Jón heit. Jóakimsson á þverá hafi, þegar liann sá liníf þennan, skoðað hann lengi og talið hann mjög vel gerðan; það þótti góður vitnissburður, því Jón var þektur stakur glöggskygnismaður og dæmdi jafnan liispurslaust um slíka hluti. Magnús gaf hnifinn Siglúsi syni síra Magnúsar á Grenjaðarstað, áður en hann fór til Ameríku. Þá má nefna y>skrána hans Magnúsar«, sem margir kannast við; þeir, sem hana hafa sjeð og trúa má til að dæma um hana, telja hana völ- undarsmíði. Hjer er ekki ætlunin, að lýsa skrá þessarri ítarlega; hins skal getið, að hún er allstór, og virðist eiga vel við í bankahurð eða aðra pen- ingahirslu. Hún er vafalaust frumleg að gerð, enda sjerstaklega vönduð og margháttuð gerðin. Engin hefur getað opnað hana með hennar eigin lyklum, nema einir 2 menn, sem lært hafa til þess hjá Magnúsi. Á iðnsýningunni í Reykjavík 1883 fjekk Magnús lieiðurspening úr silfri fyrir skrána. Þangað sendi hann og sýnishorn af yfirfallshjóli, er hann mun hafa smíðað og notað fyrstur manna hjer á landi. Skráin átti að fara um aldamótin á iðnsýninguna í París, en komst þó ekki lengra en til Reykjavíkur, af einhverjum misföllum. Það er margra mál, að í grundvallarhugmynd þeirri, er skráin er gerð eftir, felist allmikið verðmæti. En hún hefur aldrei komist á miðpunkt heimsmenn- ingarinnar til álits og uppboðs, heldur liggur hún lieima á Halldórsstöðum. Þá hefur Magnús þreytt sig töluvert við það, að hugsa upp og búa til dúnhreinsunarvjel, og kostað til þess miklum tíma og fjármunum, því nokkur frumsmíði hefur hann gert af henni. Fyrir 1890 fjekk hann hvatningu frá Sigurjóni á Laxa- mýri um, að smíða dúnhreinsunarvjei, en liann lagði fram 100 kr. um leið. Magnús smíðaði þá stóra vjel, er skyldi ganga fyrir vatnsafli; en þegar liún var reynd á Laxamýri, vantaði eitthvað á, að Sigurjóni líkaði vjelin, og vildi liann ekki kaupa liana, og varð Magnús að hverfa heim með liana við svo búið. Hann nefnir þessa vjel »Sívalning«, og hefur hann brotið heilann mikið um hana, enda þykist nú vera búinn að hugsa upp það, sem á vantar að hún sje fullkomin, en ýmsar ástæður hafa enn aflrað honum frá, að fullgera hana í nýrri mynd. Hún virðist geta orðið afkastamikil, enda miðuð við það, að hreinsa dún í stórum stíl. Svo var það, að Egill Sigurjónsson á Laxa- mýri sá hjá Magnúsi, 1906, frumgerð af minni og öðruvísi dúnvjel. Hann hvatti Magnús til að full- gera þá vjel og bauðst til að kaupa hana. Þetta komst í framkvæmd, og sú vjel var sett upp á Laxamýri vorið 1908, og endurbætt næsta sumar á eftir. Hún gengur fyrir vatnsafli. Hann liefur og stníðað aðra vjel samskonar, og sett upp á Sauðanesi hjá síra Jóni Halldórssyni. Loks var ráðið, að hann siníðaði eina slíka vjel fyrir Höfða- bræður, Þórð og Baldvin Gunnarssyni. Magnús hefur fengið konunglegan einkarjett til þess, að láta gera þessa vjel. Hún hreinsar 6—7 S af dún á dag, og skilar honum úr sjer sjerstak- lega góðum og fallegum; rifnar hann ekki sundur

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.