Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.11.1910, Blaðsíða 8
64 ÓÐINN nje bælist, eins og á sjer stað með gömlu hreins- unaraðferðinni. Eitthvað hefur Magnús hugsað um heyskapar- verkfæri, en það hefur ekki borið verulegan á- rangur enn þá. Ýmislegt er enn ótalið, er Magnús liefur búið til og brotið lieilann um. Til dæmis má nefna vjel til að beygja kambavír, sterkt og ásjálegt verk- færi. Eitt sinn mun hann hafa látið sjá bjá sjer sýnishorn af flugvjel. Hann liefur loks brotið heilann um síhreyfivjelina (perpetuum molbile), en mun nú ráða flestum frá, að þreyta sig við þá hugmynd. Hjer er þá gefið sýnishorn af því, að Magnús er heilabrotamaður, og má og kallast uppfyndinga- maður. Hann er óskólagenginn, en sjálfmentaður, sem kallað er. En það var óheppilegt, að hann átti ekki kost á því í æsku, að afla sjer fullkom- innar þekkingar í náttúrufræði, og kost á því, að skoða og fræðast um listasöfn mestu menningar- þjóðanna. Það hefði komið í veg fyrir það, að hann bryti heilann um þau efni, er aðrir á undan honum voru búnir til fulls að brjóta heilann um. Þá er og líklegt að spunnist hefði enn meira nýti- legt úr hæfdeikum hans. Magnús kvongvaðist árið 1891 Guðrúnu Bjarn- bjeðinsdóttur, systur Bríetar og þeirra systkina, en misti hana á sóttarsæng eftir 8 ára samvistar- tíma. Tvær dætur eignaðist hann með lienni, sem báðar eru á æskualdri. Magnús er lágur maður vexti, en svarar sjer vel og er sterkur. Hann fylgist vel með tímanum og er áhugasamur um landsmál og framfarir. — H. P. 7 tp 'i-A' Snjótitlingar. Von er að snauðan snjótitling snjór og froslið hrelli. Hjerna’ um daginn hjeldu þing hundruð út á svelli. Samkvæmt venjum settu fund; svellið fult var orðið. Mæltist þá á þessa lund þeim, sem veittist »orðið«: útlit fyrir eymd og hor, engu’ í gogg að stynga. Byljir hafa liöggvið skarð í liópa okkar tíðum, þegar ekkert autt var barð eða skjól í hlíðum. Góðir hálsar! Hjer í kveld hnígum kannske, greyin; munum við þó engan eld óttast hinu megin. Annars lífs ef á jeg kost, og ef þá ei rofa norðanhríð og hörkufrost, heldur vil jeg sofa. Reynum nú að verjast vel vetri, — hann er skæður. I’angað til við hittum liel höldum saman, bræður. Finni einhver okkar strá, — að eins fáa bita, lengi því ei leyni sá, láti hina vita. Flýjum ei af Fróni enn frosta undan vetri. Hyggjum ekki eins og menn Ameríku hetri. I’egar sjáum við í vor verða græna liaga, kveykir inndæl ættjörð vor ótal sólskins daga. Þá við hefjum kátan klið kystir sólar-vörum, munum engar verur við vilja skifta kjörum«. Fannar gusa fundi sleit, fljótt var svellið hroðið. — Var þeim þá í sólskins sveit seinna lífsins boðið.? Jakob Thorarensen. »Nú mun frosthörð framtíð vor frónskra snjótitlinga; Rrentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.