Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Side 1

Eimreiðin - 01.09.1913, Side 1
Á kríuskerið að leggjast í eyði? Alþýðuerindi eftir GUÐMUND FRlÐJÓNSSON. Síðast liðið sutnar komu margir landar vorir vestan um haf, í kynnisför til ættjarðar sinnar og til þess að sjá frændur sína og vini. Mikil gleði er að sjá þessa menn og kynnast þeim, þó að eigi sé nema um stundarsakir, því flestir fara þeir fljótt yfir og hverfa skjótt sjónum vorum. Gleðin stafar af þeirri vitneskju og vissu, að þessir menn eru bræður vorir og systur í hjartarótum sínum og hugskoti, þótt þeir séu seztir að atvinnuvegum »slétt- unnar ómælilegu, endalausu«. Okkur verður svo vel við að sjá þessa frændur vora, sem heimtir væru þeir úr Helju og komnir til vor yfir landamærin, sem Hermóður Ás fór yfir, þegar hann »reið djúpa dali« og átti að heimta Baldur úr valdi gömlu kon- unnar bláu — þann sem Höður skaut, blindur maður, á þingi. — Petta er þó ekki svo að skilja, að vér hérna, heimamenn- irnir í fásinninu, skoðum Vesturheim í huga vorum líkan landinu handan við Helgrindur. Pví fer fjarri. Hitt er heldur, að okkur svimar svo við vegalengdina, sem er milli Islendinga, héðan frá og vestur þangað, að okkur þykir ólíklegb að vér sjáumst, og trúum því naumast fyr en vér þreifum á. Vér vitum það, að okk- ur, sem heima sitjum, er ókleif til skemtiferðar sú hin mikla bunga hálfrar jarðarinnar, sem á milli liggur, og óræð sú mikla vík, sem liggur millum frændanna. Og þess vegna gleðjumst vér svo mjög, þegar þeir komast það, sem vér komumst ekki. Og þó flestir þessir farmenn séu flestum okkur óskyldir að frænd- semi, fögnum vér samt komu þeirra, eins og komu farfuglanna á vorin; því þeir vita hvorirtveggju á sól og sumar, hvorir á sinn hátt. Meðal þeirra manna, sem heimsóttu ættjörðina síðastliðið sumar, var ungur mentamaður, fæddur í Vesturheimi. Pegar hann hafði dvalið hér um stund, mælti hann þessum orðum, við heima- menn Fjallkonunnar, um Island: I

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.