Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 24
176 langt í burtu. Hún var að færa mér nestisbita. Hún var send, af því vinnufólkið var önnum kafið við vínuppskeruna, og hún var fjórtán ára, eins og ég sjálfur. Sólin var farin að lækka á lofti og litaði heiðaflæmin purpurarauð, og þarna kom hún hoppandi þúfu af þúfu, á bláum kjól og með rauða húfu aftur á hnakka. Vinir mínir! — hafið þið dvalið vikum saman aleinir uppi á reginheiði? Að síðustu gleymist manni, að nokkur lifandi sál sé til, sólin verður að óvini manns, af því hún steikir, regnið, af því það væt- ir, og myrkrið kemur eins og einhver voða ófreskja, sem legst á mann eins og farg og ógnar með allskonar kynjahljóðum. Og alt í einu kemur svo lifandi maður — og það ungmær á bláum kjól og með rauða húfu. Hún brosir í fjarska og flýtir sér eins og skipreika maður, sem hefur komið auga á bát. Hún sezt á þúfu við hlið þér, opnar nestispokann og segir þér fréttirnar úr bygð- inni; hún er hláturmild og horfir á þig með augunum ungu. Pú sérð, að hún hefur stækkað, að hún er kafrjóð í framan, og að- barmurinn er orðinn ávalur og hugþekkur. Og hún verður að flýta sér af stað aftur, áður en þú getur sagt nokkuð af öllu því, sem þig langar til að segja. Hún kinkar kolli að skilnaði og smáhverf- ur eins og depill í fjarska, en langt í burtu snýr hún sér við og hóar í þig; það er síðasta kveðjan hennar, svo hverfur hún sýn- um — og heiðin, sauðirnir, holtin og hæðirnar, himininn hár og þú sjálfur eruð alein sem áður. Hversvegna skyldi þessi dagur hafa orðið svo hýr og ljúfur, að ég ætíð síðan hefi minst hans sem hátíðisdags? Eg sat á þúfunni og starði eftir henni, lengi eftir að hún var horfin; rödd hennar hljómaði enn í eyrum mínum, og hvert sem ég leit, þá mætti ég augum hennar. Og mér fanst endilega, að hún mundi koma aftur næsta dag; en hvernig átti ég að geta beðið svo lengi! Loksins stóð ég upp, og sá þá að ég var bæði óhreinn og rifinn — og þetta hafði hún séð! Eg stökk í hendingskasti t næsta lækinn, reif af mér garmana og baðaði mig í fyrsta sinni; og til þess að vera nú svikalaust hreinn, þegar hún kæmi á morgun, tók ég handfylli af sandi og skúraði hárið með, en þar á eftir sat ég lengi með nál og spotta og leitaðist við rifa saman verstu gloppurnar á fötunum mínum. Og sólin rann og myrkrið geystist óðfluga yfir heiðaflæmin, og alt í einu fyltist ég angistar og ótta fyrir því, að Lúkrezía mundi ekki rata heim til sín. Já, ég man eftir því, að ég féll á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.