Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Side 56

Eimreiðin - 01.09.1913, Side 56
208 föður sinn, með hinni snildarlegu prentun úr þýðingu hans af Friðþjófssögu með ágætustu myndum. I þessu erindi vil ég ekki bera saman eða meta alþýðukveð- skap og listaskáldskap hinna eiginlegu mentamanna. Pað d ekki og md ekki meta hvort með öðru, það eru ekki samnefndir hlutir. En benda má til þess, að hver skáldskapurinn fyrir sig megi, þegar öfgar eru nærri, gefa hinum ráð og leiðbeining. Al- þýðuskáldin eiga að vísu sinn afmarkaða bás, þann, að yrkja við alþýðu hæfi, enda fylgja köllun sinni, eins og þau hafa vit og kunnáttu til. En það er skylda þeirra jafnframt að taka tillit til alls hins bezta, sem aðrir yrkja, og þá ekki sízt »stórskáldin«, og taka vel eftir þeirra dómum um listir og kveðskap, einnig al- þýðuskáldanna, — alveg eins og fór, þegar Fjölnismenn fengu al- þýðuskáldin til að hætta við edduhnoðið, en taka upp sléttari og ljósari kveðskap. Nú mætti vel segja, að sum vor andríkustu lista- skáld mundu hafa gagn af að líta til sumra sinna »ólærðu« félaga, sem yrkja ólíku greiðara og sléttara en þeir sjálfir. Sá mikli íburður af andans ógn og skelfing, sú mikla mærð og braglistardýrkun, sem mörg hin yngstu stórkvæði ganga með — eins og kona með tví- og þríbura, — þær öfgar mega ekki lengur í öndvegi siíja. Það er ekki tiltökumál, þótt þessir meistarar, hverra skóþvengi ég em ekki verður að leysa, verði nærgöngulir hinni háleitu ljóða- dís; en hinu mega þeir ekki gleyma, að það er hin grata Mínerva, en ekki gravida, sem öll skáld eiga að dýrka með ljóðagerð og listum. Að endingu vildi ég taka það fram, að synd væri að segja, að ekki fylgi öfgar og illar afleiðingar skop- og skammakviðl- ingum. En því miður eru alþýðuskáldin þar ekki ein um sök. Pjóðskáldin hafa oftast verið meðsek, ef ekki fyrirmyndirnar. Hinsvegar hefur allur þesskonar kveðskapur hér á landi sér margt og mikið til málsbóta, og lengi hefur þjóð vor þolað skáldum, sem snillingar hafa verið, þótt töluvert grófkent og enda hóflaust og hálfvitlaust slæddist með (sbr. sumar vísur Páls Ólafssonar, eins og til dæmis að taka: »Heim er ég kominn og halla undir flatt«). Pað er eins og alþýða manna láti sér skiljast, að undir öfgum skáldanna dyljist töluvert af siðaspeki og öðrum vísdómi. Á síðustu árum hafa engin gamanljóðmæli hlotið meiri þjóðhylli, en Alþingisrímur Valdimars Ásmundssonar. Margt og mikið má yfirleitt telja alþýðuskveðskap vorum tiL

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.