Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Side 62

Eimreiðin - 01.09.1913, Side 62
214 fuglum og öðrum villidýrum, er þar tækist að hafa, gæti slíkt að ein- hverju leyti stutt að því, að ala upp þann hugsunarhátt, að saklausir fuglar og egg þeirra eigi líka rétt á sér. Í’ví svo friðhelgur skyldi þjóðgarðurinn vera, að háar sektir lægju við, ef drepið væri þar nokk- urt dýr, tekin fuglsegg, skemd jurt, eða yfirleitt nokkru því misþyrmt, dauðu eða lifandi, sem garðurinn á að vernda. IV. Engin vissa er enn fengin fyrir því, hve miklum eða skjótum þroska innlendar og útlendar trjátegundir geta náð hér á landi á ber- svæði, því að enginn blettur hefur hingað til verið friðaður í skógum um langan tíma, í því skyni, að sýna fram á, hve miklum þroska skógtré eða annar gróður gætu tekið óáreitt af mönnum og skepnum. Með því að stofna þjóðgarð, þar sem griðastaður yrði öllum jurtagróðri um aldur og æfi, fengist vissa fyrir þessu. Þar sem um svo hijóstrugt land er að ræða, sem f’ingvellir, og víða gróðursnautt, yrði þeir sem þjóðgarður jafnframt að vera skóg- ræktarland; enda mun óvíða hér á landi hentugri staður til skógrækt- ar á bersvæði en einmitt Þingvallahraun, og er margt, sem því veld- ur. f’ingvellir eru langt frá sjó, en liggja þó eigi hátt yfir sjávarmál, aðeins 60—70 m., og eru luktir fjöllum og heiðum á alla vegu. Saltar og svalar hafstrokur ná eigi þangað, en þær valda kyrkingi skógarins. Hiti er þar að líkindum meiri á sumrum, en við sjávarsíðuna, en aftur á móti kaldara á vetrum. Loftslagið á þyí vel við skóggróður og er ýmsum útlendum tijátegundum að mörgu leyti hentugt. Um jarðveginn er það að segja, að hann er að mörgu leyti hent- ugri til skógræktar, en víðast hvar annarstaðar. Hann er þur og heit- ur á sumrum, og veldur hraunið því; það gleypir vatnið, sem sígur gegnum jarðveginn, svo hvergi myndast pollar eða mýrardrög í lægð- um. Skjól er einnig mikið og gott í hrauninu, því hraunhólamir taka úr öllum vindum, á hvaðan sem hann er. Þegar árin lfða og skógurinn þroskast og vex, sáir hann sér ört út. þar sem ijóður er; mun þá mega taka feiknin öll af nýgræðingi, þar sem hann vex þétt og of þröngbýlt verður fyrir hann, og rækta á öðrum svæðum innan garðs, eða selja mönnum, sem rækta vildu skóg víðsvegar um landið. Gæti þetta orðið allmikil tekjugrein fyrir garð- inn, er stundir liðu. V. fó að f’ingvellir yrðu gerðir að þjóðgarði, ætti engin fyrirstaða að vera á þvf, að þar yrði áfram samkomustaður þjóðfunda og annarra funda, þegar þess gerðist þörf. Yrði ánægjulegra og skemtilegra að koma þangað, er menn hefðu þar fyrir augum upprennandi gróður landsins og þroskavænlegan, í stað þeirrar hnignunar, sem nú er þar að líta. A f’ingvöllum þyrfti að sjálfsögðu að koma upp veglegu gesta- hæli, er að öllu leyti væri sniðið eftir kröfum tímans, og boðlegt hveij- um manni, innlendum sem útlendum, er á f’ingvöllum vildi dvelja um leDgri eða skemri tíma. Nægileg væri að reisa eitt gistihús veglegt, í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.