Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 63

Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 63
215 stað hrófatildra þeirra, sem fyrir eru, og lítill sómi er að. Eflaust mundi það borga sig, er stundir líða, því að útlendir og innlendir ferða- menn mundu streyma til f’ingvalla sumarmánuðina, og dvelja þar við óspilta fegurð náttúrunnar svo vikum skifti. í’að hefur sýnt sig á seinni árum, að ferðafólk, einkum úr Reykjavík, dvelur þar all-lengi á sumr- um, og mundu þær sumarferðir stórum aukast, ef f’ingvellir yrðu gerðir að friðlýstum þjóðgarði, og menn ættu þar að mæta meiri og betri þægindum yfirleitt, en nú er kostur á. Yafalaust mun ferðamannastraumur frá útlöndum aukast að stór- um mun hingað til lands, þegar fram líða stundir. Útlendir ferðamenn koma aðallega í því skyni, að skoða náttúru landsins, og annað getum vér heldur ekki sýnt þeim. Náttúran er hið eina á landi hér, sem vert er að sjá, og sem mönnum þykir tilvinnandi að gjöra sér langar ferðir til að skoða. í flestum löndum, þar sem nokkur náttúrufegurð er til muna, gjöra þjóðirnar sér far um að laða sem mest að sér ferðamenn. Þær vita sem er, að með því vinna þær að sjálfs síns heill, afla sér fjár og frama. Verði ísland í framtíðinni ferðamannaland, eitt hið helzta í Evrópu, sem margir spá, hljóta menn að sjá gestum þess fyrir sæmi- legri gisting. Og enginn staður er því hentugri fyrir myndarlegt gesta- hæli, en sá, sem einkennilegastur og fegurstur er á landinu, og sem allir útlendir ferðamenn nema staðar á og skoða framar öllum öðrum; ekki sízt ef þangað er safnað öllu því lifandi, er íslenzk náttúra getur alið í skauti sínu og hana má prýða. VI. Sagt er, að árið 930 hafi I’ingvöllur verið valinn sem alþingisstað- ur íslendinga. Og að 17 árum liðnum (1930) verður þá 1000 ára afmæli hans. Ástæða væri til að minnast hans þá sem hins merkasta og frægasta sögustaðar á landi hér — og jafnvel á Norðurlöndum —. Væri þá vel til fallið, að minnast stofnunar alþingis, og halda minn- ingarhátíðina á Þingvöllum sjálfum. Sæti nú alt í sama horfinu, hér eftir sem hingað til, mundi mönnum gefast á að líta, er menn rendu augum yfir alþingisstaðinn forna á 1000 ára afmæli hans. Búðartóft- irnar — einu fornmenjarnar — mundu þá óvíða eða hvergi sjást, því að þær mundu flestar gjörsamlega jafnaðar við jörðu. Það yrði einu sinni ekki hægt að segja, eins og skáldið forðum: »Nú er hún Snorra- búð stekkur,« því að búðin sú yrði þá orðin sem grjótflekkur einn, og þar ekki standa steinn yfir steini, fremur en annarstaðar, en hraunið bert og blásið undir. Nú blánar ekki lengur »lyngið á Lögbergi helga« af berjum, því það er að kalla algerlega upprætt; og hvað mun þá verða að 17 árum liðnum, ef gróðrinum fer jafnhnignandi hér eftir sem hingað til. Sæmra hefði þá verið, að Þingvellir hefðu algerlega fallið 1 gleymsku, en að þurfa að sýna þá á afmælishátíð þeirra niður- nídda og afskræmda. En yrði búið að gera f’ingvelli á afmæli þeirra að friðlýstum þjóð- garði íslands, þyrfti enginn að bera kinnroða fyrir meðferðina á þeim. Þá mundi það sannast, að minning þeirra fornmanna, sem gjörðu Þingvelli sögufræga, væri metin að verðleikum, og þeim að nokkru launaður

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.