Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 8
40 SKÓLABLAÐIÐ Frumvarp stjórnarinnar stefnir aftur á móti, að því að íslensk börn komist aldrei alment undir handleiðslu og áhrif sérment- aðra kennara, og kollvarpar þannig því besta og verulegasta, sem fræðslulögin frá 1907 höfði bygt upp. Það er stærra stigið aftur á bak. Góðu 'neimilin ala börn sín vel upp, og geta venjulega kent þeim það sem lögskipað er; það hafa menn lengi vitað, og það vita menn vel enn. En góðu heimilin eru svo raunalega fá í samanburði við hin, sem ekki geta þetta, þrátt fyrir besta vilja; þau vantar þekkingu til að rétta fróðleiksmolana að börn- unum, og þau kunna oft lítið til þess að hafa áhrif á sálargáf- urnar. Þó að stjórnarfrumvarpið heimti ekki mikinn fróðleik, eða kunnáttu af 12 ára börnum, þá má hver maður vita, sem eitthvað þekkir til, að það er of mikið til þess, að heimilin getí alment veitt þenna fróðleik og þá kunnáttu. Þau verða því mörg, heimilin sem þurfa hjálp. Þar segir 6 gr. frumvarpsins að barnafræðslunefndimar eigí að bæta um »með því að útvega kennara á þessi heimili, eða koma börnunum fyrir til lögmæltrar tilsagnar, á kostnað þeirra, er að þeim standa, og má svara kostnaðinum í bili úr sveitar- sjóði eða bæjar, og taka hann síðan lögtaki*. Lög um fræðsla barna frá 1907 gera ráð fyrir, að öll fræðsla nema í lestri og skrift, fari fram á kostnað hreppsins. Heimilunum trúað til þess að kenna »nokkurnveginn« lestur og skrift, og annað ekki, án hjálpar. Þetta ákvæði að kenslan í öðrum námsgreinum sé ókeypis, á hreppskostnað, er nauðsynlegt til að tryggja það, að öll börn öðlist lögskipaða kenslu. Það er fögur hugsun — og að vísu sjálfsögð — að fátækt og utu- komuleysi foreldranna verði ekki völd að því, að börnin þeirra fari á mis við sæmilegt andlegt uppddi. Reynslan hefur nú samt sem áður sýnt það, að einstaka heimili hefur átt mjög erf- itt með að hagnýta sér kenslu hreppsins, þó að ókeypis hafi verið fyrir hvert barn, af því að foreldrarnir hafa ekki treyst sér til að gefa með börnum sínum ineðan þau þurftu að vera heim- an við nám í farskólunum. — En ekki bætrr frumvarp stjórnarinnar hér úr skák, heldur þvert á móti, — þar sem það slengir öllum kostnaði við barna-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.