Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 12
44 SKOLABLAÐIÐ að koma fræðslulögunutn frá 22/u 1907 i framkvæmd? Eftir atvikum mjög vel. Lögunum hefir verið tekið svo vel af alþýðu manna, sem frekast varð við búist, þar sem þau hlutu að auka mörgum fátækum manni afarmikinri, kostnað í samanburði við efnin, og hreppsjóðum byrðar, sem ávalt er óvinsælt. En það sem hér hefur hjálpað, er hinn góði og alménni vilji almennings, að manna börn sfn. Hann hefur mátt sín meira en úrtölur ein- stakra manna og æsingar móti þessu laganýmæli. Til sönnunar því, að landsmenn hafi tekið fræðslögunum vel, og að framkvæmd þeirra hafi gengið jafnvel greiðlegar en vænta mátti, skal bent á það, að nú um áramótin hafa 74 hreppar fengið staðfesta fræðslusamþykt og reglugjörð fyrir kensluna; í öllum þessum hreppum eru farskólar samkvænit fræðslulögunum, nema einum tveimur eða þremur, sem kusu »eftirlit með heimafræðslu«. En auk þess eru 17 hreppaskólar utan kaupstada fastaskólar, er allir hafa fengið staðfesta reglu- gjörð samkvæmt fræðslulögunum; — m. ö. o. liðlega 100 hreppar, þar sem lögin eru nú þegar framkvæmd, — fyrir utan alla kauptúna og kaupstaðaskóla. Ennfremur nokkrir hreppar- sem í fyrravetur og í vetur reka kenslu nokkurnveginn eftir lög, unuin, en hafa þó enn ekki kært sig um að fá staðfesta fræðslu- samþykt, eða ekki getað komið á lögmætum fundi til þess. Síðan 1908 hafa verið reist 30 skólahús að nýju meðstyrk af landsjóðsfé; meira en helmingur þeirra til sveita, eða utan kauptúna og kaupstaða. Kensluáhöld voru mjög af skornum skamti við barnaskól- ana, við suma svo gott sem engin; hér um bil~engin kensluá- höld voru notuð við farkenslu áður en fræðslulögin gengu í gildi. En síðan hefur verið keypt nijög mikið af þeim; síðast- liðið ár fyrir c. 3500 kr. Áður en fræðslulögin voru gefin út nutu einhverrar opin- berrar kenslu 3—4000 börn alls á landinu; þar af 2000 aðeins 1—2 mánuði af árinu. Síðastliðinn vetur nutu kenslu alls 6509 börn flest 2 niánuð' og þar yfir. Vorpróf tóku síðastliðið ár 4450 börn í farskólu/n, (þar af rúm 900 fullnaðarpróf samkvæmt fræðslulögum), og í fösturn barnaskólum 2800 börn; samtals vorpróf á öllu landinu 7250

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.