Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ 41 fræðsluna (til 12 ára) upp á heimilin. Samkvæmt 6. gr. eiga fátækir foreldrar ekki völ á öðru en annaðhvort koma börnuni sínurn fyrir af bæ, og greiða þar fé fyrir viðurværi þeirra og kenslu, eða þá taka heimiliskennara, sem barnafræðslunefndin ræður handa heimilinu, og borga honum kost og kaup, — ef þeir geta ekki annast kenslu barna sinna sjálfir. Fræðslulögin segja: berið hver annars byrðar. Stjórnarfrumvarpið segir: passi hver sig og sín börn. Hér er enn um stórkostlega afturför að ræða frá því sem nú er, og kemur harðast niður þar sem síst skyldi, á mörgum efni- leguni börnum fátæklinga. Það sem hér hefði þurft að breyta voru fátækralögin: að heimila greiðslu úr hreppssjóði á meðlagi með börnum fátæklinga um skyldunámstímann — ánþess að það yrði talinn þeginn sveitar- styrkur, líkt og nú má veita þeim ókeypis kenslu og námsáhöld. Þá var íull trygging fengin fyrir því, að ekkert barn þyrfti að verða út undan fyrir fátæktar sakir. En í stað þess gengur stjórnarfrumvarpið svo frá þessum hnútum, að annaðhvort fer fjöldi manna á sveitina, eða fjöldi barna fer á mis við alla aðra fræðslu en þá, sem heimilin kunna að geta veitt, en hún er of víða sama sem engin; og auðvitað líka á mis við öll uppeldis- áhrif sérmentaðra kennara, því að ganga má að því vísu, að enginn sérmentaður kennari fáist til að vera kennari á þeim heimilum, sem helst þurfa kensluaðstoðar, þar sem ekki er að búast við neinni borgun fyrir þá kenslu. Enn er ótalin sú breyting, sem frumvarp þetta gjörir frá núgildandi fræðslulögum, að burt eru numin öll ákvæði um laun og ráðningu og mentun barnakennara. Og mundi það eitt út af fyrir sig nægilegt til þess, að truinvai'p þetta ætti ekki að ná samþykki þingsins. Með fræðslulögunum, sem vér búum við, er lágmark launa ákveðið, og nokkrar skorður settar ráðningu barnakennara og nokkurs krafist um undirbúningsmentun þeirra. Hví mun það hafa verið gjört? Auðvitað til þess að tryggja barná- og ung- lingakenslunni menn, er færir væru um að gegna því vandastarfi að kenna börnum námsgreinarnar og manna þau andlega. Að vísu er fyrir litlu að gangast, þar sem lágmark launanna er svo

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.