Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 10
42 SKÓLABLAÐIÐ lágt. En í því ákvæði fræðslulaganna felst þó fyrst og fremst viðurkenning á því, að barnakensla sé launa verð, og svo þó trygging fyrir þessum litlu launum. Þetta hefur gefið mörgum góðum manni hug til að ganga í kennaraskólann, og um leið orðið til þess að afla landinu færari kennara. Kennaraskólinn er vitanlega aðal máttarstoðin undir fram- förum í kenslumálum og uppeldis. Þekking í uppeldisfræðum og kenslu fæst ekki annarstaðar en þar. Það er því lífsspurs- mál fyrir þjóðina að hann vinni vel, og verði sæmilega vel sótt- ur. Hann hefur verið vel sóttur þessi ár, sem hann hefur stað- ið, og landið er á leiðinni að eignast mentaða kennarastétt. En við hverju er að búast, ef þetta stjórnarfrumvarp næði samþykki þings og staðfestingu konungs? Við hverju öðru en því, að þessí þarfasta stofnun landsins standi tóm og mannlaus eftir 1 —2 ár! En þá er líka því marki náð, að girða fyrir það með öllu, að landið eignist mentaða alþýðu, andlega sjálfstæða, hugsandi alþýðumenn. Vera má, að þetta þyki óþarfar hrakspár. Reynslan mundi skera úr því, ef til kæmi. En hver skynsamleg ástæða getur verið til að ætla, að nokkur almenmiegur maður verji tíma og fé til þess að afla sér kennaramentunar í landi, sem engin lög- ákvæði hefur um laun kennarastéttarinnar. Kennarar þurfa að lifa eins og aðrir. En þess ber þar að auki vel að gæta, að oftnefnt stjórnarfrumvarp gerir alls ekki ráð fyrir að aðstoðar- kennarar heimilanna (farkennararnir) né kennarar hinna fyrirhug- uðu ungn ennaskóia hafi aflað sér nokkurrar sérmentunar sem kennarar. Það eru aðeins kennarar þeirra barnaskóla, »sein upp eru komnir,« sem eiga að hafa kennara, er leyst hafi af hendi kenn- arapróf, — ef þeir þá vilja vinna það til þess að fá landssjóðs- styrkinn. (Sbr. 7. gr.). Alveg er frágangssök að finna skynsam- lega ástæðu fyrir þessari heimtufrekju við éa/7z«skólana, úr því að ung/ingaskó\arn\r geta látið sér nægja sérmentunarlausa for- stöðumenn og kennara. En það er ekki víst, að þeir (barnaskól.) vilji vinna það fyrir landsjóðsstyrkinn að vera sér úti um kenn- ara með kennaraprófi. Laun slíkra kennara yrðu eflaust eins há og landsjóðsstyrkurinn, og þá borgar sig eins vel að taka einhvern próflausan matvinnung. Ekki er það frumvarpinu að þakka, þó

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.