Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 14
46 SKÓLABLAÐIÐ lögleiða það. Ef þingið sér sér fært að eyða tíma til að athuga frumvarpið, má búast við, að það geri nákvæman kostnaðar-samanburð, og mun verða nógu fróðlegt að sjá hann. Ekki er heldur ástæða til að fara hér nánar út í einstakar greinar frumvarpsins. Það sem kann að felast í'þvf.af ákvæð- um til bóta á fræðslutögunum, er innan handár að setja inn í þau lög með breytingum á þeim án þess að hagga grundvelli þeirra. Til bóta má telja ákvæðið um sektir fyrir vanrækslu fræðslunefnda og skólanefnda, svo og kenslu í leikfimi, > ef þá er kominn tími til að heimta kenslu í þeirri grein með lögum. í athugasemdum stjórnarinnar er talað um íþróttlegar líkams- æfingar og sönglist sem skyldunám barna fyrii 12 ára aldur En í lögunum sjálfum (1-gr.) stendur ekkert um það. í athuga- semdum stjórnarinnar er og gert ráð fyrir að kaup farkennara sé að einhverju leiti goldið ur landsjóði; en í frumvarpinu sjálfu er alls ekki gert ráð fyrir því, heldur þvert á móti, öllum kostn- aði við kenslu barna til 12 ára, öllum kostnaði við skyldunámið, dengt á aðstandendur barnanna (6. gr.). Svo lauslega er þetta alt hugsað og samið. Heppileeast mun að gefa þjóðinni frið til að átía sig á fræðslulögunum frá 1Q07 enn uni nokkurt árabil og reyna þau í framkvæmd. Væru þau numin úr gildi nú, og önnur lög sett í staðinn, sem bygð væru á öðrum grundvelli, þá væri óviturlega gripið inn í gang lýðfræðslunnar. Mikið ög fyrír- hafnarsamt starf væri evðilagt, og fyrrsjáanlegt að mikill glund- roði mundi komast á hugi manna og framkvæmdir í málinu; en vanséð hve óhappasæl eftirköstin yrðu. Ráðherra beldur fyrirlestra um barnakenslu. Hinn 9. þ. m.' hélt Björn Jónsson ráðherra fjfyriríestur urn »nýja barnafrœtlsluaðferð<>, fyrir miklu fjölmenni, er hann bauð sérstalifega til fyrirlestrarins; o; annan 11. þ. m. líks efnis fyrir sömu áheyrendum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.