Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ 45 börn. Til prófs hafa því komið 750 börn fleiri en nutu opin- berrar fræðslu. þegar litið er til barnafjöldans, sem fræðslu nýtur, kenslu- greinarnar sem kendar eru og námstíma hvers einstaks barns, virðist það einsætt að barnakenslan er þessi ár á góðum fram- faravegi; ennfremur húsakynni batnað áórum, og kennsluáhöld að komast í viðunanlegt lag þar sem fræðslulögin eru komin í framkvæmd. Kenslukraftarnir auðvitað að verða betri en áður þar sem sérmentuðum kennurum fjölgar óðum. Við hvað eiga þá ummæli stjórnarinnar að styðjast, þau er áður vora nefnd? Þegar þess er nú að lokum gætt, að enginn hreppur á landinu þurfti, fremur en hann vildi, að semja fræðslusamþykt samkvæmt. fyrirmælum fræðslulaganna fyrri enn á þessu ári, eða fyrir nýjár 1912 (sbr. 4. gr. 1. um breyting á 1. um fræðslu barna 22. nóv. 1907, útg. 30. júlí 1909) þá virðast þau ummæli enn óskiljanlegri, nema svo sé, að stjórninni sé ókunnugt um, hvað framkvæmd fræðslulaganna líður. En að því er snertir mótspyrnu, er fræðslulögin hafa sætt, þá er því ekki að neita, að hún var nokkur fyrst í stað, og kom hún einkum fram í einu blaði hér í Reykjavík, sem auð- sælega tók sér það fyrir hendur að gera lögin svo tortryggileg í augum landsmanna, og gera svo mikla grýlu úr kostnaðinum við framkvæmd þeirra, að allir, sem ekki rannsökuðu það mál sjálfir, yrðu lögunum algerlega fráhverfir. Æsingagreinar þessa blaðs unnu það á, að andróðurs móti lögunum gætti allvíða fyrst í stað. En mótspyrnan hefur minkað eftir því sem lögin hafa skýrst betur fyrir mönnum, og það er áreiðanlegt, að hún er minst þar sem mest hefur verið hugsað um þau. Hitt er eðlilegt að eitthvað lifi enn af óhug til laganna hjá þeim mönn- um, sem ekki hafa lesið þau sjálf, og vita ekki annað um þau en það, sem villandi blaðagreinar hafa frætt þá um. Samanburði á kostnaði við framkvæmd þessa stjórnarfrum- varps og fræðslulaganna frá 1907 er engin ástæða til að fara hér út í, nieð því að stjórnin hefur alls ekki gert neina grein fyrir því, hve mikið muni kosta framkvæmd þessa frumvarps, heldur aðeins látið í veðri vaka, að fé niuni sparast með því að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.