Skólablaðið - 01.07.1919, Side 6

Skólablaðið - 01.07.1919, Side 6
102 SKÓLABLAÐIÐ í>egar frumvarp þetta kom fram í fyrra í neöri deild, var óöara lireyft þeim mótmælum, a'ö alt útlit væri til þess, aö kensla fjelli niöur næsta vetur, aö fleiri breytingar þyrfti að gera á fræöslulögunum, og var helst til nefnd hjeraðaskift- ingin, sem fræðslumálastjóri sjálfur teldi óheppilega, — og loks var gamli draugurinn: kostnaðurinn. Málið var annars lítið rætt, en sett í mentamálanefnd — „ok kom hvártki upp síðan“. Hvað er um þessar mótbárur nú? Ekki eru líkindi til þess, að hægt verði að loka skólunum vegna stríðsins; sú ástæða er úr sögunni. En kostnaðargrýlan verður geigvænlegri með ári hverju, og nú munu barnakennararnir vera eina stjettin, sem Alþingi kynni að geta fært sem fórn á altari þeirrar ófreskju. En mundi flagðið ekki verða litlu nær? Verður það stórvægilegur fjár- sparnaður, að setja kennarana eina hjá, eða rjettara sagt að ganga af stjettinni dauðri? Það væri nú að vísu fráleitt, að ala einhverja stjett í gustuka skyni, ef hún annars mætti missa sig. En þingið mun vera eindregið á því, og það er meginat- riðið, að betra sje að hafa kennara en án að vera, og sem allra besta kennara. Hver einasti skóli er eins og kennarar hans eru til; hátimbr* aðar byggingar, bjartir salir, viturlegar kenslubækur og úrval áhalda, alt eru þetta góðir hlutir og í rauninni ómissandi. En alt verður þetta sem hjegómi, ef góða kennara vantar til að fylla skólann lífi og anda. Og þar sem skólahaldið er af van efnum gert, þar má þó síst af öllu spara til kennarans; með þvi getur öllu verið á glæ kastað. Fræðslumál hverrar þjóðar fara mest af öllu eftir kennurum hennar, en kennararnir fara óhjá- kvæmilega, til frambúðar, eftir lífskjörunum,sem þeimeruætluð. Þetta verður mönnum æ ljósara um allan mentaðan heim. Hjer er og í rauninni um tvent að ræða fyrir íslensku þjóðina: ann- aðhvort að vinda bráðan bug að því, að eignast góða kennara,

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.