Skólablaðið - 01.07.1919, Side 11

Skólablaðið - 01.07.1919, Side 11
SKÓLABLAÐIÐ 107 Sjerþekking. í frumvarpi stjórnarinnar um laun kennara er ákvæði um J?að, að kennarapróf skuli vera skilyrði fyrir kennarastöðu. Svo kynlega ber nú við, að þetta skilyrði hefir orðið sumum að hneykslunarhellu, og hefir verið gert að blaðamáli. Jeg get ekki bundist }?ess, að láta }?á skoðun mína í ljósi, að J?etta ákvæði sje eitt af }?ví besta og sjálfsagðasta í frumvarpinu. Er skoðun mín í J?essu efni fyllilega í samræmi við nýjustu hug- myndir sjerfræðinga í uppeldismálum, sömuleiðis í samræmi við heilbrigða skynsemi og stefnu nútímans á öllum sviðum. Stefna tímans er sem sje: meiri vinnuskifting, sjerþekking á fleiri og fleiri sviðum. J7að J?arf sjerfræði til J?ess að ala upp hest, hvað J?á til J?ess að ala upp mann. Sá, sem á góðan reiðhest, er vandur að tamningarmanninum. Hann leitar ekki meðal háskólamanna, skipstjóra nje handverksmanna, hann leitar að hestamanni, manni, sem J?ekkir og skilur eðli hestsins og kann með hann að fara. Við stöndum nú á sama stigi í uppeldismálum og við stóðum fyrir nokkrum árum í heilbrigðismálum, J?egar skottulæknar gengu ljósum logum um landið og byrluðu mönnum lyf. Trúði alj?ýða manna }?eim oft betur fyrir lífi sínu en lærðum læknum. Hefir löggjafarvaldið ekki sjeð sjer annað fært en að tryggja J?að, að ábyrgðarstörf, sem varða heill einstaklinga og alj?jóðar, lendi ekki í höndum fúskara. Til dæmis geta J?eir nú einir orðið skip- stjórar, sem numið hafa sjómannafræði, og lokið ákveðnu prófi. Mundi }?að nú ekki vel farið, að löggjafarvaldið trygði J?að, að J?eir einir verði leiðtogar æskunnar, sem nokkra sjermentun hafa hlotið á uppeldissviðinu. Nú er farið að heimta undirbún- ing, J?ekkingu á grundvallaratriðum starfs og leikni í J?ví, }?ar sem um vandaminna verk er að ræða en kenslu. Eða til hvers hefir kennaraskólinn verið stofnaður? pað er illa farið, ef vitmenn og leiðtogar J?jóðarinnar lítils- virða eitt af J?ýðingarmestu og vandasömustu störfum hennar.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.