Skólablaðið - 01.07.1919, Page 14

Skólablaðið - 01.07.1919, Page 14
IIO SKÓLABLAÐIÐ skylda kennarana til að ganga í sumarskóla á þriggja til fimm ára fresti. Hefi jeg ritað nokkuð um þetta í grein, sem heitir: ,,Stjórnarbylting á skólasviðinu." Læt jeg mjer nægja, að sinni, að vísa til hennar. Steingrímur Arason. Samtök með kennurum. Almennur kennarafundur. Mánudaginn 30. f. m. var haldinn almennur kennarafundur í barnaskólahúsinu í Reykjavík. Fyrir fundinum gengust nokkrir kennarar utan af landi, sem staddir voru í bænum (Björn H Jónsson úr Vestmannaeyjum, Snorri Sigfússon á Flateyri o. fl.). Morten Hansen skólastjóri stýrði fundi, en ritari var kjörinn Helgi Hjörvar. Fundurinn var boðaður með fárra stunda fyrir- vara og komu þó saman um 40 kennarar, um helmingur þeirra úr Reykjavík, en hinir víðs vegar af landinu, staddir í bænum í ýmsum erindum. í fundarbyrjun flutti Steingrímur Arason, sem þá var nýkom- inn úr Vesturheimsför sinni, erindi um nýjustu stefnu Banda- ríkjamanna um starfsaðferð og stjórn í barnaskólum. petta var daginn fyrir þingsetningu. Fundarmönnum var það Ijóst, að frumvarp stjórnarinnar um kjör kennara skifti nú mestu máli að sinni, og sneri fundurinn sjer einkum að því. Var í því máli samþykt einum rómi ávarp það til Alþingis, sem birt er fremst í þessu blaði. pá var kjörin nefnd þriggja manna, til þess að vinna þegar að almennum samtökum með kennurum, sjerstaklega um einhver úrræði, ef þingið skyldi enn engu sinna kröfum þeirra eða setja þá eina hjá um launabætur. Kosnir voru Björn H. Jónsson, skólastjóri úr Vestmannaeyjum, Hallgrímur Jónsson og Stein- grtmur Arason. Nefndin hefir þegar náð sambandi við allan fjölda kennara úti um land, enda höfðu margir þeirra að fyrra bragði snúið sjer til kennara hjer í Reykjavík um þessi hin sömu

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.