Skólablaðið - 01.07.1919, Síða 9

Skólablaðið - 01.07.1919, Síða 9
SKÓLABLAÐIÐ 105 er að vísu ekki lokið, en eftir svörum þeim að dæma, sem borist hafa fræðslumálastjóra, frá þeim, sem fræðslu hafa með höndum, og eru henni kunnugastir úti um land, virðast varla líkur til, að breyting á skólaskyldunni fái alment fylgi. Bjarni Jónsson: Jeg ætlaði að svara þvi, að þá væri gamla kerfið búið að heimska íslendinga sjer i hag, ef almenningur er mótfallinn endurbótum á gömlu sleifarlagi......í þessari deild munu þeir margir, sem ákveðið hafa að láta ekki lengur drepa gáfur íslendinga með heimskulegu fræðslukerfi, heldur fá endurbætur á því .... Þórarinn Jónsson: Hæstv. forsætisráðherra hefir tekið svo í þetta mál, sem jeg muni hafa verið á móti þingsályktuninni frá síðasta þingi. En það var ekki, enda þóttist jeg ekki taka svo í málið, að ástæða væri til að ætla, að jeg sje á móti því í sjálfu sjer. En hinu hjelt jeg fram, að það væri óheppilegt, að það gengi fram nema samhliða öðrum endurbótum, sem þingsályktunin fór fram á.......... Mjer virðist það í sjálfu sjer ekki gera mikinn mun, eins og nú stendur, þótt þessar breyt- ingar allar sjeu látnar bíða næsta þings, og finst miklu eðlilegra, að svo sje gert, og set jeg það sjerstaklega í samband við breytingu á takmörk- um fræðsluhjeraða .... Forsœtisráðherra: Jeg heyrði ekki hv. 1. þm. Húnv. (Þór. J.) neita því, að hann hefði borið fram tillögu um, að stjórnin undirbúi og leggi fyrir næsta reglulegt Alþingi frv. til laga um bætur á kjörum kennara. En ef hann neitar því ekki, er hann nú beint á móti sjálfum sjer....... Jeg býst við, að stjórnin haldi áfram rannsókn þessa máls. En jeg verð að benda hv. deild á, að ef hún ætlast til þess, að mál sem þetta sje rannsakað til hlítar, má hún ekki neita um fje....... Gísli Sveinsson: .... Ýms atriði þingsályktunarinnar eru svo mikils- verð, að nauðsyn ber til að rannsaka þau til hlítar. Fræðsluástandið hjá oss er komið í það horf, að það á ekki afturkvæmt á rjettar stöðvar nema ráð sje tekið í tíma....... Jeg er ekki fús á, að svona lög sje samþykt um eitt einstakt atriði, meðan ekki er gerð gangskör að þvx að komast að fastri niðurstöðu um alt málið í heild........ Sigurður Stefánsson: Jeg verð að líta svo á, að hæstv. stjórn hafi í þessu máli orðið á rjettan hátt við tilmælum Atþingis í fyrra.......... En nú verð jeg að taka undir það með hv. 1. þm. Húnv. (Þór. J.). að það er mikið álitamál, hvort þingið á n ú að ráða þessu máli 'til full- kominna lykta með lögum. Eins og hv. 1. þm. Húnv. (Þór, J,). tók fram, stendur þetta launamál í mjög nánu sambandi við skipun á takmörkum fræðsluhjeraða .... Hjer virðist því byrjað á öf-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.