Skólablaðið - 01.07.1919, Side 13

Skólablaðið - 01.07.1919, Side 13
SKÓLABLAÐIÐ 109 Er það sannarlega að byrja á öfugum enda, að rjetta þessi niðurstöðuatriði að barninu, án þess að það þurfi neitt fyrir að hafa. Sannindi þessi eru, þótt góð sjeu, óskyld lífi barnsins, Barnið er með því hrifið burtu úr æskuheimi sínum, fullum feg- urðar, undra og æfintýra, leiks og lífs. Einn dýrgripurinn eftir annan er reyttur af því, uns heimurinn er orðinn því að táradal. Jeg þekti einu sinni kenslukonu. Hún stritaðist við það með alúð og atorku, að koma sem mestum fróðleik í börnin. Hún sat með þeim 8 klukkustundir á dag, með litlum frístundum, og hjelt að þeim þurrum fræðum og köldum. Margt tárið feldu þau yfir reikningsdæmunum sínum. Og döpur voru þau orðin og föl, þegar kenslutími var á enda. pessari kenslukonu kyntist jeg nokkru seinna, og hafði hún þá lokið kennaraprófi. Var þá sú breyting á orðin, að hún kunni að tilreiða og bera á borð andlegu fæðuna. Var nú börn- unum ljúft starfið. Varð árangurinn margfaldur, því að nú var líf og áhugi í starfi barnanna. Nú fengu þau nægan tíma til hvíldar og leikja, og voru því lífsglöð og heilbrigð. pað skal tekið fram að endingu, að mismunur sá, sem hjer hefir verið lýst, er ekki algild regla. Kennari án kennaraprófs getur verið sá afburðamaður að upplagi að hann leysi starf sitt mætavel af hendi, en hann myndi gera það enn betur, ef hann hefði notið kennaramentunar. Eins myndu þeir, sem liðljettingar eru, þrátt fyrir kennaraprófið, hafa reynst sýnu ver án þess. Hver miðlungsmaður, sem vill stunda kenslu, og hefir áhuga á henni, getur orðið dugandi kennari, en til þess þarf hann að hafa hjálp þeirra manna, sem hafa reynslu kynslóðanna að bakhjarli, og eru á verði eftir nýjungum á sviði uppeldisstarfs- íns. pessi hjálp er nauðsynleg áður en kenslustarfið er hafið, en hún fæst ekki nema í góðum kennaraskóla. En kennaranum er einnig þörf á hjálp eftir að hann hefir byrjað starf sitt, því þá koma ný vandkvæði í ljós. pessi hugmynd um hjálp,' eftir að kennarinn tekur við starfi, er ný hjer á landi. En í öðrum löndum, t. d. Bandaríkjunum, þykir hún sjálfsögð. Hafa sjer- staklega verið farnar tvær leiðir, að koma á námsstjórn, og að

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.