Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Föstudagur 8. júní 1962. — 129. tbl. Orugg fjármálastjórn og mikil eignaukning 4 borgarstjórnarfundi í Reykjavíkurborgar fyrir s. gær voru reikningar 1. ár lagðir fram. Reikning- Frá fyrsta fundi hinnar nýju borgarstjómar. Talið frá vinstri, sólarsinnis umhverfis borðið, Einar Ágústsson, Kristján Bene- diktsson, Óskar Hallgrímsson, Birgir ísl. Gunnarsson, Þórir Kr. Þórðarson, Þór Sandholt, Úlfar Þórðarson, Sigurður Magn- ússon, Gísli Halldórsson, Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson og í ræðustólnum Gróa Pétursdóttir, aldursforseti borgar- stpómar. (Ljósm. Vísis I. M.) Ný borgarstjórn ó fyrsta fundi Fyrsti fundur nýkjörinnar borg- arstjórnar Reykjavíkur hófst klukk an fimm í gær. Var Geir Hali- grímsson kjörinn borgarstjóri til f jögurra ára og Auður Auðuns kjör in forseti borgarstjórnar til eins árs. Geir Hallgrímsson bauð i upp- hafi fundar fulltrúa veikomna og fól Gróu Pétursdóttur, aldursfor- seta borgarstjórnar, að stjórna fundi, þar til kjör forseta hefði farið fram. Las frú Gróa fyrst upp bréf yfirkjörstjórnar um hverjir væru réttkjörnir í borgarstjórn. Fór síðan fram kosning forseta, og hlaut frú Auður Auðuns 9 atkv. en sex seðlar voru auðir. Tók hún þá við stjórn fundarins og stjórn- aði fyrst kosningu varaforseta. Guðmundur Vigfússon og Einar Ágústsson. Höfðu Framsóknarmenn í þessum kosningum, sem og öðr- um á fundinum, fullkomna sam- Fyrri varaforseti var kjörinn Þórir ar Hallgrímsson. Á G-lista voru j Kr. Þórðarson og annar varaforseti Gísli Halldórsson, hvor með níu atkv. en sex seðlar voru auðir. Sem skrifarar borgarstjórnar urðu þeir Birgir Isleifur Gunnars- son og Alfreð Gíslason sjálfkjörn- ir, og einnig varaskrifarar, þau Þór Sandholt og Adda Bára Sigfúsdótt- ir. Þegar hér var komið sögu stóð Óskar Hallgrímsson upp og lýsti því yfir að hann myndi hafa sam- starf við Sjilfstæðismenn um kosn ingar í ráð og nefndir á fundinum. Að öðru leyti myndi afstaða hans til mála ákvarðast af málefnum á hverjum tíma. Við kosningu til borgarráðs komu fram tveir listar. Á D-lista voru Auður Auðuns, Gísli Halldórs son, Birgir ísl. Gunnarsson og Ósk- vinnu við Kommúnista, og' hlaut því D-listinn tíu atkvæði, en G- listinn fimm. Hlutkesti varð því að ráða milli Framh. á bls. 5 ar sýna glöggt að afkoma borgarinnar hefur verið mjög góð á s. 1. ári undir traustri fjármálastjórn Sjálfstæðismanna. — Þeir sýna einnig hinar víðtæku og miklu framkvæmdir á öllum sviðum borgarmál- anna. Upphaflega höfðu rekstrarútgjöld borgarinnar verið áætluð um 244,7 milljónir króna og eru þá ekki tekn- ar með eignabreytingar. En þegar kauphækkanir urðu eftir verkföllin á árinu var samþykkt að hækka á- ætlunina um 11,4 millj. kr. svo þau voru áætluð 256 millj. króna. En reikningarnir nú sýna að útgjöldin urðu 248,7 millj. kr. eða rúmlega 7 milljónum króna undir áætluninni. Um tekjuhliðina er það að segja, að þær voru áætlaðar 300,5 millj. króna en urðu 312,2 millj. eða nærri 12 millj. króna umfram áætl- un. Þó ber þess að geta að útsvör urðu t. d. 270 þús. krónum lægri en áætlað hafði verið. Gjaldaliðirnir sýna glöggt hina styrku stjórn borgarfélagsins. T. d. varð kostnaður við stjórn borgar- innar 912 þús. kr. Iægri en áætlað hafði verið. Á efnahagsreikningi kemur það fram, að eignaaukning borgarinnar hafi orðið 115 millj. krónur, Þar af hafði eignaaukning Rafmagns- veitunnar orðið 16,7 millj. kr. Hita- veituunnar 13,5 millj. kr. og Hafn- arinnar 5,5 millj. kr. ínn óvíst am síld- veiðikjörin SEINASTI fundur sáttasemjara með fulltrúum aðila í deilunni um kaup og kjör á síldveiðunum í sum ar var haldinn í fyrradag, og hafði ekki verið boðaður nýr fundur, er Vísir talaði við LÍÚ árdegis. Blað ið átti einnig tal við tollstjóra og kvaðst hann ekki geta sagt eins og sakir stæðu hvenær fundur yrði boðaður. Eins og vanalega á þessum tíma er unnið að þvi að hafa bátana til, af öllum þeim ,sem ákveðið hafa að gera út á síldveiðar, tak- ist samningar. Eins er unnið að undirbúningi í öllum síldarver- stöðvum norðanlands og austan og má fullyrða, að allt verði til taks, þegar samningar takast. Þrátt fyrir það, að margt bendi til, að síldin sé óvenju- lega snemma á ferðinni í ár, hafa menn fram að þessu ver- ið furðu rólegir, en nú seinustu daga er meira spurt en áður ■ hvað samningum líði, enda öll- um ljós knýjandi nauðsyn, að skriður fari að komast á sam- komulagsumleitanir. Eins og getið var í Vísi í gær, , munu engir bátar fara á síldveið- : ar fyrr en samningar hafa tekist. Síldveiðarnar byrja vanalega um miðjan júní eða upp úr miðjum júní. Stýrisvélin „rétti sig ekki af" Nokkru fyrir hádegið I dag lenti stór vörubíll út af vegin- um og niður í skurð á mótum Miklubrautar og Réttarholtsveg- ar. Bíllinn var með háfermi af tunnum og bar af leiðandi all- nokkur yfirvigt. Bflstjórinn slapp ómeiddur með öllu og bíllinn dældaðist eitthvað en mun ekki vera stór- skemmdur. Bflstjórinn kvaðst ekki geta gert sér neina grein fyrir því hvernig óhapp þetta vildi til, að öðru leyti en þvi að hann kvaðst vera nýbúinn að skipta um stýrisvél í bílnum og hún hefði ekki „rétt sig af“ eins og hann hafi búizt við þegar hann tók beygjuna þarna á gatnamótum Miklubrautar og Réttarholtsvegar. Og því fór sem fór.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.