Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 2
VISIR Föstudagur 8. júní 1962. ^ 1-11 11-1 ^ íf. r *~i b Tékkneskt U-landslið i Laugardal á mánudaginn Uwe Seeler frá Þýzkalandi er einn bezti leikmaður HM í Chile og hér sézt hann skora erfiðri stöðu en S.-amerískur andstæðingur stendur yfir honum. Hingað er væntanlegt á vegum knattspyrnudeildar Víkings tékk- neskt unglingalandslið, manna undir 23ja ára aldri. Ekki eru nema 5 ár síðan Víkingur tók á móti samskonar liði og ekki er að efa að áhugamei: um knattspyrnu muna það glæsilega lið, sem vann hér alla leiki með 18 mörkum gegn engu og mun eina erlenda liðið, sem hefur farið héðan án þess að fá mark. Unglingalandslið Tékka leikur hér 4 leiki. Sá fyrsti er á annan í hvítasunnu (11. júní) við Akur- eyringa, annar við Akranes mið- vikudaginn 13. júní, þann þriðja við íslandsmeistara KR föstudag- inn 15. júní og að lokum við SV- 9°/o auknfng Þrátt fyrir allar hömlur komm- únista í Berlín jókst framleiðsla Vestur-Berlínar um 9 af hundraði á síðasta ári. Eitt af því, sem kommúnistar gerðu með því að reisa vegginn milli Austur- og Vestur-Berlínar, var að svipta tugi þúsunda f Aust- ur-Berlín vinnu þeirri, sem þeir höfðu i vesturhverfum borgarinn- ar. Hefir þetta leitt tíl þess, að vinnufólksekla hefir verið mikil og vaxandi í vesturhverfunum síðari hluta ársins, og hefði framleiðslu- aukningin orðið mun meiri en raun varð á, ef ekki hefði skort vinnu- afl. Allt kapp mun verða lagt á það framvegis af yfirvöldum Vestur- Berlínar að fá aukið fjármagn til þess að koma á fót nýjum iðnf.yrir- tækjum, en um leið verður leitazt við að fá aukið vinnuafl, svo að Vestur-Berlín verði ein helzta framleiðslu- og kaupsýslumiðstöð meginlands Evrópu. Sex EvrópuHS og 2 S-Ameríkulið / undunúrslitum HM í Chile Leikimir í gærkvöldi í HM í knattspymu voru hinir rólegustu eins og í fyrrakvöld, og jafnvel hinir 20.000 áhorfendur, sem fóru að sjá hið ofsafengna skap ítal- anna fcngu aðcins að sjá áhuga- lausa, rólega og snaggaralega knatt spyrnumenn, sem aldrei æstu sig gcgn Svisslendingunum. Aðeins tveir leikjanna höfðu líka nokkra þýðingu fyrir áframhaldið en það voru leikirnir f Rancagua milli Englands og Búlgarfu þar sem 0:0 bjargaði .föðurlandi knattspyrnunn ar“ f „kvartfínalinn“, en liinn leik- urinn var í Arica þar sem OL- meistararnir frá Rómarleikjunum, Júgóslavfa vann Columbíu með „bursti“ og tryggði sig f undanúr- slitin. TVÖ MÖRK BJARGA ENSKUM í UNDANÚRSLIT Það var með herkjum að Eng- landi tókst að komast í hóp hinna 8 liða, sem halda áfram og ekki munaði mikla að þeir yrðu bókaðir sem farþegar heim, eða tveim mörk um, þar eð þeir hafa 1 mark í plús, en markatala Argentínu er neikvæð um eitt mark. Greinilegt var að a. m. k. 7 leikmgnna Englendinga léku upp á jafntefli, en nokkrir í fram- línunni, þ. e. Greaves, Peacock, Haynes og Charlton, hin stóru nöfn í enskri knattspyrnu þessa dagana voru ákveðnir og tókst að halda pressu á mark Búlgara, sem þó brotnaði nær alltaf á ótrúlega sterkri vörn við vítateiginn. Búlgar ar áttu þó nokkrar sóknir, en þá var sem Englendingar hörfuðu og reyndu að leika varnarleik. OL-MEISTARARNIR BURSTUÐU COLUMBÍU í Arica léku Júgóslavar stóran leik og sýndu geysilega yfirburði yfir Columbíumenn f stórkostlegu sumarveðri. Columbía byrjaði vel, •; en vörn Júgóslava stóðst allar árás j ir og brátt snerist taflið við og leik- > urinn breyttist í leik kattarins að ! músinni og í hálfleik var staðan j 2:0, en í síðari hálfleik bættu þeir j j við þremur mörkum með léttri og ! i skemmtilegri knattspyrnu, -g hefðu j j Júgóslavar lagt sig f lima við að skora og sýnt meiri hörku upp við mörkin hefði mátt tvöfalda marka- 1 tölu þeirra, en það gerðu þeir ekki enda lftil ástæða til þess. j ENGINN „HAZAR“ Peir 20.000 áhorfendur, sem komu á leik Itala og Sviss komu mest til að nota .'ðasta tækifærið til að sjá hið geysilega skap ítal- anna, en það brást, því bæði voru liðin fyrir leikinn útilokuð frá að komast áfram í keppninni. Nei, leik menn beggja höguðu sér eins og kurteisir og hjálpsamir skátar í útilegu og áhorfendur fengu ekkert ,,púður“ í sinn hlut. ítalir unnu leik Framh. á bls. 5. úrval, sem að þessu sinni verður örugglega ekki jafnsterkt landsliði, þar eð landsliðsnefnd hlýtur að hafa nokkra leikmenn frá Akureyri undir smásjánni. Leikurinn við úr- valið er sunnudaginn 18. júní, en utan fara Tékkarnir daginn eftir. Allir fara leikirnir fram á Laugar- dalsvellinum. Annars má geta þess að Tékkar hafa um þessar mundir mjög góð- um knattspyrnuliðum á að skipa- og nægir þar að benda á árangur þeirra í Chile (Brazilía 0:0 og Spánn 1:0) enda er liðið talið nokkuð öruggt í úrslit. Meðal leik- manna Tékka í Chile eru einmitt 7 leikmenn sem léku hér f Reykja- vík fyrir 1957, svo sjá má að liðið hefur haldið áfram að taka fram- förum eftir heimsóknina hingað: Hópurinn sem hingað kemur verður skipaður 20 mönnum, en ekki hefur móttökunefndin fengið lista með nöfnum leikmanna, enda kannske ekki mikið á honum að græða þar eð fæstir eru leikmenn-; irnir. enn orðnir þekktir utan síns heimalands. Móttökunefnd Víkings skipa: Haukur Óskarsson, formaður, Vil- berg Skarphéðinsson, Axel Einars- son, Gunnar Már Pétursson, Hallur Símonarson, Martin Petersen og Ólafur Erlendsson. wwvwwwwvwwwv «4 ‘"f \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.