Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. júní 1962. VISIR synir Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í gær. NÁMSKEIÐ fyrir síldarverkunar- menn og beykira hófst hér í gær að tilstuðlan síldarútvegsnefndar og á kostnað hennar. Forstöðumaður námsskeiðsins er Leo Jónsson, síldarmatsstjóri ríkisins en aðrir kennarar eru Jo- hannes Sigurðsson og Jón Þorkels son, báðir þaulvanir síldverkunar- menn, sem hafa starfað við síldar vinnslu í áratugi. 1 námskeiðinu taka þátt 32 menn víðsvegar að af a bjart- aflahorfur landinu, flestir þó af Austurlandi og frá Siglufirði. Gert er ráð fyrir, að námskeiðið standi i hálfan mán uð. Kennt verur ýmislegt um eðli og meðferð síldarinnar, síldarat- huganir, beykisstörf og verkstjórn, bæði bóklegt og verklegt. Þeir ,sem hafa tekið þátt í slíku námskeiði, ganga fyrir um störf við síldarvinnslu og síldarmat og hefir yfirleitt verið mikil eftir- spurn eftir slíkum mönnum. Flest ir, sem þátt taka í námskeiðinu, eru vanir margvíslegum störfum við síldarverkun og slík störf og hafa til að bera reynslu, sem kem- ur þeim að gagni við verkstjórn og eftirlitsstörf. Á Siglufirði er verið að ljúka við margvíslegan undirbúning síld arvertíðarinnar og eru menn yfir- leitt mjög bjartsýnir um gott síld- arsumar og bíða þess með eftir- væntingu að takast megi að semja um kjörin á síldveiðiflotanum nú þegar, því hver dagur getur orðið dýrmætur eftir að síldaræfintýrið hefst. — ÞRJ. OAS-leiðtogi ris gegn stefnu samtakanna , Útgöngubann var sett á ný í Algeirsborg og Oran í gær vegna hinna nýju hermdarverkasóknar OAS. OAS-menn kveiktu í gærkvöldi í háskólabyggingunum í Algeirs- borg og gereyðilagðist aðal-háskóla byggingin af eldi. í Oran var benzín bíll látinn renna á skóla, sem lög- reglan notaði ‘yrir vistarverur lög- reglumanna, og varð sprenging þeg ar bíllinn lenti á húsinu og kvikn- aði 1 því. Hófst þar næst skotbar- dagi sem stóð fulla klukkustund. Það vekur mikla athygli, að einn hinna yngri leiðtoga CAS £ Alsír hefur risið upp til andmæla gegn hryðjuverkastefnunni. Hefur hann opinberlega hvatt yfirstjórn OAS til þess að hætta andspyrnunni, hún sé vonlaus, og þeir hafi engan rétt til þess að „skilja eftir sviðna jörð“ og gera Alsír að nýju Kongó. En til þessa hafa aðalforsprakkar OAS nú látið allar aðvaranir, hót- anir og ráðleggingar sem vind um eyrun þjóta. Skrásetniag flokka Skrásetningu stjórnmálaflokka fyrir þjóðaratkvæðisgreiðsluna 1. júli lauk í gær. Er fresturinn var út runninn höfðu verið skrásettir 7 flokkar — þeirra meðal Komm- únistaflokkurinn, — en í tölu þess- ara flokka var enginn flokkur manna af Evrópustofni. Áður hafði einn af leiðtogum þjóðernissinna sagt, að ef fólk af Evrópustofni tæki ekki þátt £ kosn- ingunum, sýndi það með þvi samúð og stuðning við OAS og meðsekt þeim. Væri þetta sama og að eyði- leggja framtíð sina. í Rocher Noir aðsetursstað bráðabirgðarstjórn- arinnar var sagt £ gær, að tekin yrði harðari afstaða gagnvart OAS, þar sem hún hefði hafið hermdar- verkastarfsemi á ný. Ný mannvig Fjórir Múhameðstrúarmenn voru drepnir i Algeirsborg i gær, flestir í pósthúsum. í Bone var Evrópu- maður skotinn til bana. Christian Fouchet fulltrúi Frakklands £ Alsír kom til Parísar í gær og átti viðræður við De Gaulle forseta og Louis Joxe Alsírmálaráðherra. Fouchet er nú kominn aftur til Alsír. Langstaff og kona hans við komuna til Keflavíkur í nótt. Kynnir frægan Ijóðasöngvara í FYRRINÓTT er leið kom hingað til lands bandariski ljóðasöngvar- inn John Langstaff og er hann hér á vegum Tónlistarfélagsins og held ur hér þrjár söngskemmtanir. Var Hý borgarstjórn Magnús V. Magnússon. Hans G. Andersen Pétur Thorsteinsson Tilfærsfur í utan- ríkisbjónustunni ALLMIKLAR tilfærslur hafa nú verið ákveðnar í utanríkisþjón- ustunni, þannig að þrír sendiherr- ar skipta um stað. Magnús V. Magnússon hefur verið sendiherra í Stokkhólmi siðan 1956 og auk þess í Finnlandi, Iran, ísrael og Japan, flytur nú til Bonn í Vestur- Þýlkalandi. Hans G. Andersen, sem hefur verið í París síðan 1954 sem sendi hérra hjá NATO og OEEC og sendi herra í Frakklandi og Belgíu síðan í ársbyrjun 1961 verður nú sendi- herra í Stokkhólmi. Pétur Thorsteinsson sem verið hefur í Bonn síðan í ársbyrjun 1961 og auk þess sendiherra í Sviss, Grikklandi og Júgóslavíu, tekur við embættum Hans G. Andersens f París. » Utanríkisráðuneytið skýrði Vísi svo frá, að tilfærslur þessar stöf- uðu eingöngu af því að eðlilegt væri og altítt i utanríkisþjónust- um allra landa, að sendiherrar flyttust til, þegar þeir hefði. verið mörg ár sendiherrar á sama stað, en Magnús V. Magnússon hefur verið 6 ár í Stokkhólmi og Hans Andersen 8 ár £ París. Framh. af 1. síðu. Oskars Hallgrímssonar og Einars Ágústosonar. '''ar mikil spenna í salnum meðan það fór fram. Skrif- arar borgarstjórnar, Birgir ísl. Gunnarsson og Alfreð Gíslason, framkvæmdu ann og dró Birgir töluna átta, en Alfreð töluna einn og var þvi Óskar kjörinn í borgar- ráð. Eins og fyrr segir kusu Fram- sóknarmenn og Kommúnistar sam- an í allar nefndir og var því hlut- kesti að ráða milli fulltrúa þeirra og fulltrúa Alþýðuflokksins, þegar kosið var í þriggja eða fimm manna nefndir. Vakti það nokkra athygli hversu heppinn Birgir ísl. var að draga, en hann vann öll hlutkesti nema tvö. Varamenn í borgaráð voru sjálf- kjörnir þau Geir Hallgrímsson, Þór- ir Kr. Þórðason, Guðjón Sigurðs- son, Þór Sandholt og Adda Bára Sigfúsdóttir. Sjálfkjörnir voru í bygginga- nefnd, af D-lista, Gísli Haildórsson og Guðmi iur H. Guðmundsson og af G-Iista Sigvaldi Thordarson. Einnig var sjálfkjörið í heilbrigð isnefnd og voru kjörnir: 1 borgar- ráðsmaður, Birgir ísl. Gunnarsson, 2. Verkfræðingur í þjónustu borg- arinnar, Ingi U. Magnússon, 3. Ó- bundinni kosningu, Úlfar Þórðar- son. I hafna.stjórn voru kjörnir, sem aðalmenn úr borgarstjórn, af D- lista, Þór Sandholt og Guðjón Sig- urðsson og at G-lista Einar Ágústs- son. Aðalmenn utan borgarstjórnar voru kosnir, af D-lista, Hafsteinn Bergþórsson og Jón Sigurðsson. f fræðslunefnd voru kosin af D- lista Gróa Pétursdóttir, Guðrún Er- lendsdóttir og Gunnar Helgason. Af G-lista Sigurður Guðgeirsson og Björn Guðmundsson. Útgerðarráð verður skipað þess- um mönnum: Af D-lista, Kjartan Thors, Sveinn Benediktsson, Ingvar Vilhjálmsson og Björgvin Guð- mundsson, og af G-lista Guðmund- ur Vigfússon. Fimm menn voru kosnir í fræðsluráð til fjögurra ára. Hlutu kosningu af D-lista Auður Auðuns, Kristján Gunnarsson, Þórir Kr. Þórðarson og Páll Sigurðsson, og af G-lista Friðjón Benónísson. í stjórn Jjúkrasamlags Reykja- víkur voru kjörin af D-Iista, Gunn- laugur Pétursson, Guðjón Hansen og Soffía Ingvarsdóttir og af G- lista Brynjólfur Bjarnason. Kosin voru í áfengisvarnaráð af D-lista Sveinn Helgason, Jóhanna Eiríksdóttir, Eyjólfur Guðsteinsson, Ólöf Kristjánsdóttir og Björgvin Jónsson, og af G-lista hlutu kosn- ingu Finnl ogi Júlíusson, Sigríð- ur Björnsdóttir og Tryggvi Emils- son, I stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar voru kosnir af D-lista .Jigurður Magnússon, Þor- björp Jóhannecson og Óskar Hall- : grímsson og af G-lista Guðmundur J. Guðmundsson Kosið var i eliefu önnur ráð og nefndir, en kosningu í barnavernd- a. nefnd og xosningu endurskoð- I enda var frestað. fréttamönnum greint frá komu hans í gær. Langstaff og kona hans eru kunn fyrir útgáfu á barnabókum sem sönglögum og er sagt að Lang staff hafi frábæra hæfileika til þess að vekja áhuga barna og hrifni fyrir tónlist — og til þess að vera þátttakandi og njótandi tónlistaunnendur. Langstaf hefur hlotið hina ágætustu dóma fyrir söng sinn. Á Hvítasunnudag heldur Lang- staff söngskemmtun fyrir börn í Tónabíó og hefst hún kl. 3 með því að Páll ísólfsson flytur ávarp, en Lárus Páisson flytur skýringar með sönglögunum. Verður aðgang ur seldur að þessari skemmtun og kostar miðinp 20 kr. Eindregin til- mæli eru um það af félagsins hálfu, að börn innan 10 ára komi ekki nema í fylgd með fullorðn- um. í kvöld klukkan 7 verða tónleik- ar í Austurbæjarbíói og á morgun kl. 4 e.h. Undirleikari Langstaff, verður Charles Crowder. Á efnis- skrá þessara tónleika verða fornir enskir söngvarar eftir Henry Pur- cell og John Dowland. Þá syngur hann ljóðaflokk við lög eftir Francis Poulenc, söngva eftir Charles Ives og 3 lög úr „Die Scöne Mullerin" eftir Schubert, og loks syngur hann þjóðlög frá ýms- um löndum. t> Líklegt er talið, að um 400 nicnn hafi fallið í byltingartilrauninni í Venezuela fyrir skemmstu. P Háværar kröfur er nú farið að gera um að hætta að veita vín í fl..gfer‘ðum vestra. Eru það ekki síst flugmenn og flugþernur sem kvarta .vegna ónæðis sem fólk „und ir áhrifum“ veldur, auk þess sem beinlínis stafar mikil hætta af hegð- an þess á stundum. Dæmi eru þess, að drukkinr maður reyndi að reka rýting í flugmann, en annar dró upp skammbyssu og krafðist þess að fá meira að drekka, en sá þriðji hneig út af dauðadrukkinn á kné flugmanns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.