Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 8. júní 1962. ► Suður-Afríkustjórn hefur stofn- að nýja varalögreglu. í henni eru 5000 menn — sem eiga að gæta orkuvera, opinberra bygginga o. s. frv. — Aðeins hvítir menn eru í liðinu. Fölsuð ávísun leiddi til handtöku í gær handtók lögreglan í Reykja vík mann, sem játað hafði á sig þrjú innbrot um síðustu helgi, þ. á. m. innbrotið í Bifreiðaeftirlit rílc isins i Borgartúni 7, þar sem hann stal rúmlega hálfu 6. þúsund kr. í pcningum og ávísunum. Þar í skrifstofum Bifreiðaeftir- litsins hafði þjófurinn rifið upp ramgeran peningaskáp með meitli og hamri aðfaranótt sl. sunnudags og náði þá úr skápnum samtals 5638 krónum I peningum og tveim ávlsunum. Ennfremur hirti hann ávísanahefti með talsverðu af eyðu blöðum. Sömu nótt brauzt þjófurinn inn í annað fyrirtæki í sama húsi, en það er Öxull h.f. Þaðan hafði hann á brott með sér iítið útvarpstæki og 100 kr. í skiptimynt. Enn brauzt hann þessa sömu nótt inn í Vélsmiðjuna Bjárg að Höfðatúni 8 og reyndi þar að skera upp peningaskáp með log- suðutæki, en gafst að lokum upp við það og varð slyppur frá að hverfa Síldar- merkingar Dagana 20. marz til 20. apríi var v.b. Auðbjörg við síldarmerking- ar suðvestanlands. Merktar voru um 5000 síldar, þar á meðal 2100 á hrygningarstöðvum vorgotssíldar- innar á Selvogsgrunni. Þetta er í fyrsta skipti sem síld er merkt á íslenzkum hrygningarstöðvum. Leiðangurinn var farinn á vegum Fiskideildar Atvinnudeildar Háskól ans. Leiðangrinum stjórnuðu þeir Sverrir Guðmundsson, starfsmaður Fiskideildar, og Ásmundur Jakobs- son, skipstjóri. Framangreinda innbrotsþjófnaði, og tilraun til þjófnaðar hafði mað- urinn játað á sig í morgun. Hann er fæddur 1940 og hefur áður kom- ið við sögu hjá lögreglunni. Tildrögin að handtöku hans voru með nokkuð sögulegum hætti. Hafði þjófurinn komizt í kynni við tvo Keflvíkinga, sem létu fara vel um sig í gær, og að lokinni góðri máltíð fengu þeir sér leigðan stöðv arbíl og óku m.a. til Hafnarfjarðar. Þegar til Hafnarfjarðar kom, sendi þjófurinn annan Keflvíking- inn inn í verzlun eina með ávísun að upphæð i00 krónur og lét hann kaupa buxur. Brækurnar kostuðu 550 krónur og fékk kaupandinn greiddar 50 krónur í reiðu fé til baka. Að því búnu óku þeir félag- ar á brott cg héldu til Reykjavíkur aftur. En strax að loknum viðskiptum í Hafnarfjarðarverzluninni mun kaupmanninn hafa tekið að gruna að ekki kynni allt að vera með felldu um gildi ávísunarinnar. Og til að ganga endanlega úr skugga um það, hringdi hann í viðkomandi banka. í bankanum fékk hann svo þær upplýsingar að tékkhefti með umræddu númeri hafi verið stolið og ávísunin sé því fölsuð. Jafnframt gerði bankinn lögregl- unni aðvart um atburðinn og þeg- ar hún fór að spyrjast nánar fyrir hjá kaupmanninum hafði hann veitt bifreiðinni athygli og gat lýst henni. Lögreglumenn voru þá sendir út af örkinni og þurftu ekki lengi að leita uns þeir fundu hana á götum Reykjavíkur með mennina þrjá innanborðs. í vörzlu þjófsins fundust átta útfyllt ávísanaeyðublöð úr 1 stolna tékkhefti, er skrifuð höfðu verið út á ýms nöfn, með ýmsum reikningsnúmerum og mismunandi undirskriftum. Voru þær yfirleitt að upphæðum frá 600 — 1800 krón- ur hver. Ennfremur fundust í vörzlu þjófsins báðar ávísanirnar sem hann hafði stolið I Bifreiða- eftirlitinu um síðustu helgi.' Verið er að leggja síðustu hönd á verkið í mörgum gistiherbergjum í Hótel Sögu. Á myndinni er byggingarmeistarinn Indriði Nielsson. sem hefur í mörg hom að líta þessa dagana, ásamt Kristjáni Friðrikssyni í Últíma að mæla fyrir gluggatjöldum í einu af gistiherbergjum hótelsins. Hótel Saga opnað í júnílok? Til áskríknda Vegna áskrifendahappdrættis Vísis eru allir áskrifendur blaðsins beðnir að greiða áskriftargjaldið skilvíslega, þegar útburðarbömin koma með kvittanir til þeirra nú og næstu daga. í áskrifendahappdrættinu fá allir þeir áskrifendur að taka þátt, sem greitt hafa áskriftargjöld sín án nokkurs frekari kostnaðar. Vinningur í happdrættinu er sófasett úr verzluninni Skeifan í Kjörgarði. Verður dregið í happdrættinu fyrsta virkan dae eftir hvítasunnu. bann 12. iúní. EFTIR þeim upplýsingum er VÍSIR hefur aflað sér, benda sterkar líkur tii þess að glæsi- Iegasta gisti- og veitingahús landsins, Ilótel Sága, taki til starfa í Iok þessa mánaðar. f gær þegar fréttamaður og ljósmyndari blaðsins litu við í Bændahöllinni voru 80-90 manns við vinnu þar. Hótel Saga verður til húsa á 5., 6., 7. og 8. hæð og eru framkvæmdir langt á veg komnar á 5. og 6. hæð, cru gangar og baðher- bergin búin, flest gistiherbergi hafa verið teppalögð, og í sum eru rúmstæðin komin. Á 7. hæð er nú unnið að því að ganga frá göngum og stiga- pöllum. Á 8. hæð verður mat- salur og eldhús og er verið að mála þar þessa dagana. Lagn- ingu loftræstikerfis er lokið og er verið að reyna það þessa dagana. Yfirsmiður f Bændahöll inni er Indriði Einarsson og arkitekt Halldór H. Jónsson. Sameiginleg gjald- heimta sett á fót Samningar hafa nú verið undir- i ritaðir inilli ríkissjóðs Reykjavík- ! urborgar og Sjúkrasamiags Reykja víkur um sameiginlega gjald- heimtustofnun fyrir flest opinber | gjöld stofnuð i sumar í húsnæði Sjúkrasamlagsins við Tryggvagötu Á fundi borgarstjórnar í gær var samþykkt með 15 samhljóða | atkvæðum að skipa Guðmund ' Vigni Jósefsson forstöðumann ; gjaldheimtunnar, en hann hefur nú um langt skeið verið skrifstofu stjóri borgarverkfræðings. Auk hans hafði Ingi Ingimundarson sótt um starfann og uppfylltu þeir báðir öll þau skilyrði sem til þurfti en Guðmundi var veitt hún með tilliti til starfsferils hans hjá Reykjavíkurborg. í samningnum um þessa nýju gjaldheimtu er tekið fram að hún eigi að innheimta öll þinggjöld er innheimt eru samkvæmt skatt- reikningi, borgargjöld svo sem út- svör, aðstöðugjald og fasteigna- gjald og sjúkrasamlagsgjöld. Verð ur þetta almenningi til mikils hægðarauka, þar sem fólk hefur fram að þessu þurft að fara á þrjá staði og bíða á öllum stöðunum við greiðslu gjaldanna. Hin nýja gjaldheimta mun taka til starfa, strax og útsvör og skatt ar hafa verið lagðir á í sumar í lok júlí eða í byrjun ágúst. riki, Konunki og svo segja sum- ir að þriðja ríkið sé risið. Myndin hér að ofan er af Pétri Mock verzlunarstjóra, og starfsmönnum verzlunarinnar, afgreiðslumönnuni, Ásmundi Jónssyni og Eiríki Oddssyni. morgun var opnuð ný vínbúð að Laugarásvegi 1. Verzlunin er öll hin smekklegasta og í rúm- góðu húsnæði. Á tiundatímanum þegar ijós- myndari Vísis tók þessa mynd, höfðu þegar þrír viðskiptavimr birzt. Sá fyrsti mætti á siaginu níu og keypti sjö flöskur. Þegar hafa gárungarnir gefið hinni nýju verzlun nafn og höf- um við heyrt þrjú, „Himna-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.