Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 8. júní 1962. VISIR CECIL. SAINT-LAURENT /T * KAROLINA (CAROLINE CHÉRIE) 53 inu og Karólína hafði ekki anz- að honum, er hann reyndi að sættast við hana. Síðdegis kom hópurinn í krá nokkra og neyttu þau máltíðar þar. Mörg heiftaryrði féllu í garð Carlotte Corday, vegna morðárásar hennar á Marat, en frá henni hafði borgarstjórinn sagt. Þegar þau að máltíðinni lokinni höfðu gengið um hríð námu þau staðar til þess að ráða ráðum sínum. — Okkur er veitt eftirför, sagði Barbaroux, á því er ekki vafi. Allir vita um lýsinguna á okkur. Hvar sem er getum við átt von á því, að vera leidd í gildru. Nú væri hyggilegast að við skiptum okkur í smáhópa, og ég held að konurnar ættu að klæðast karlmannsfötum. Lodoisku leizt ekki á uppá- stunguna, en Karólínu fannst hún ágæt og var sannast að segja mjög hrifin af henni. Þeg- ar búið var að safna saman flík- um handa þeim fóru þær bak við limgirðingu til þess að hafa fataskipti. Skammt frá var djúp- ur lækur. Karólína flýtti sér að fara úr fötunum og minntist þess hversu gaman hún hafði haft af því á æskuárunum að klæða sig sem strákur. Þegar hún var komin úr hverri spjör datt það í hana, að nú væri til- valið tækifæri til að fá sér bað. — Bíðið aðeins, Lodoiska, eig- um við ekki að fá okkur bað í læknum? — Bað? Nakin? Ég held nú síður, flýtið yður í fötin, ef maðurinn yðar vissi þetta, yrði hann fokvondur. — Ég kæri mig kollótta ... — Verið nú skynsöm, Karó- lína. Það ætti að vera nægilegt að þvo sér í framan og losna þannig við andlitspúðrið — en „púðrarar" í karlmannsfötum mundum við vekja á okkur grun. « En Karólína lét þetta sem vind um eyrun þjóta og stökk út í hyl í læknum og fór að synda, en Lodoiska stóð þögul á bakkanum og horfði á. Karó- lína var blátt 'áfram í sólskins- skapi eftir skvampið og var vart búin að klæða sig þegar Louvet kallaði á þær. — Við erum að koma, svar- aði Lodoiska. Þegar þær komu höfðu karl- mennirnir skipt sér í tvo flokka. Berthier, Louvet, Guadet, Péti- on, Barbaroux og konurnar tvær og fimm hermenn voru í öðr- um hópnum og var ákveðið að sá hópurinn reyndi að komast til Quimper, en fyrsti áfanga- staður var Krenfaix. Allir voru gripnir viðkvæmni á skilnaðar- stundinni. Sumir tárfelldu. Allir voru daprir nema Karólína, sem var himinlifandi yfir að vera klædd sem unglingsstrákur. — Við hittumst í París, þeg- ar veldi kúgaranna er í rústum, var sagt að skilnaði. Fyrstu klukkustundirnar var Karólína létt í lund, en svo fór hún að þreytast og deprast. Það var farið að dimma og farið að kólna í veðri. Stjörnurnar kvikn uðu ein af annarri. Þau hvíldu sig fyrir utan bæ- inn og sátu þögul. Vafalaust beið lögreglan þeirra á torginu. — Hermennirnir vissu, að vegur lá skammt utan bæjarins og framhjá honum og að veginum til Quimpfer, en mundi þeim tak ast að finna hann, og voru ekki hermenn á verði á honum? Loks reis Barbaroux á fætur: — Þetta dugir ekki, við verð- um að komast af stað, þótt við séum þreytt og sárfætt. Klukk- an er orðin tíu. Við verðum að hætta á að leggja af stað, í von um að lögreglumenn hafi tekið á sig náðir. Þreytt og döpur nálguðust þau bæinn. Pétion og Barbaroux gekk erfiðlega. Og Karólína nam staðar annað veifið. Hún var farin að haltra. Georges bauðst til að leiða hana. — ÞÖkk, ég get gengið ein ennþá. — Karólína. Vertu nú ekki að erfa þetta lengur. Kannske verð ur eitthvað til að skilja okkur að þá og þegar. Ef til vill verð- um við handtekin eða drepin. j Við eigum kannske ekki eftir að 1 talast við oftar --- — Þagnið, hvíslaði Barbaroux. Einn hermannanna hafði farið lá undan -feil þess að leita vegar- ins, en kom brátt aftur. — Við getum ekki haldið á- fram, hvíslaði hann, og get ekki fundið veginn. Við verðum að snúa við... Allt í einu var sem lítlum R N skugga brygði fyrir fyrir utan hús, sem daufa birtu bar frá. Það var drengur á að gizka tíu ára, sem allt í einu hrópaði: — Þeir eru þarna á veginum! Nú var of seint að snúa við. Þau gripu þegar til vopna sinna til þess að vera við öllu búin og var nú haldið eftir smástíg til vinstri, til þess að villa fyrir þeim, sem kynnu að veita þeim eftirför. Varðvegurinn var blaut ur og leirkenndur. Þau brutust gegnum lingerði og yfir skurði. Karólína var viðskila við Ge- orges og síðar við Lodoisku, sem hvarf henni í myrkrinu. — Hún var nú ein síns liðs og komst á þurran veg. Meðfram honum uxu runnar. Hún þrauk- aði á göngunni langa lengi í von um að rekast á einhvern hinna, en nú var hún að verða ör- magna. Það suðaði fyrir eyrum hennar. Tungan var þurr. Henni leið svo illa, að hún var orðin sljó og hugsaði ekkert um hætt- urnar. Nú var hún komin út á akur og sá allt í einu heystakk fram undan. Án þess að hika gekk hún að honum og gróf sér holu og Iagðist fyrir og henni fannst hlýtt og gott að liggja þarna í heyinu og að hún væri ekki eins einmana og þegar hún ráfaði ein undir stjörnubjörtum, heiðum himni. , Hún lagði aftur augun og var sofnuð á samri stundu. • Þegar hún vaknaði var sveita- fólkið á leið til vinnu sinnar Henni fannst það mikil þrek- raun að rífa sig upp úr bólinu í heystakknum, en það hafði verið mikið döggfall um nót.t- ina og kenndi nú hrolls, og það ýtti undir hana að koma sér af stað. Henni fannst furðu létt að ganga dulbúinn sem piltur, en hún var gersamlega áttavilt, og tók það ráð að fara veginn, sem hún hafði farið um nóttina. Hún gekk fulla klukkustur.d ,___„ SOOH THE TKIBESí,\EW F3** GATHEKEF AfcOUNP A FIKE ISl AWE7 AWP KESPECTFUL SILENCE—THE wshtv sokko ms ASOUT TO FEKFOK^l J0*i CíMO „Það er komið kvöld,“ sagði I saman fólkið, svo að þú getir sagt | Ættflokkurinn safnaðist þögull í I Hinn mikli Sorro ætlaði að sýna mongólahöfðinginn. „Ég mun kalla 1 þv£ örlög mín.“ kringum eldinn, í ótta og virðingu. I listir stnar. Barnasagan KaBli og eldurinn Kalli braut heilann um það eins ig hann ætti lífið að leysa, hvern g hann ætti að koma eldinum um >orð í KRÁK áður en Ruffiano ;reifa tækist að slökkva hann. — ,Við verðum að gera það lýðum jóst, hann verur að sjást allan tímann" sagi hann með sjálfum sér, og virti fyrir sér reykinn, sem sté upp. Síðan kallaði hann: „Að mér heilum og lifandi. Nú veit ég hvernig á að fara að því“. En á sama tíma var Ruffiano greifi að velta því fyrir sér, hvernig hann ætti að fara að því að slökkva eld | inn. Hann starði á skammbyssuna, ; sem lá fyrir framan hann. Síðan sagði hann: „Hjá Ruffiano-húsinu. j Heureka. (en það er gríska og þýð j ir: Nú er ég búinn að finna það). I Rétt á eftir lagði litla skrúðgang-1 an af stað frá höllinni til hafnar- innar. Mannfjöldinn fagnaði furst- anum, sem hélt á eldinum. Stýri- maðurinn geklc við hliðina á Kalla og tottaði pípuna sína giaður £ bragði. Enn hafi allt gengið eins og i sögu. 75 Nei, mamma, ég er ekkert að skemma, ég er aðeins að Ieika mér með kranann. án þess að hitta nokkurn. Og hún var glorhungruð. Hún hugs- aði sem svo, að öllu væri ó- hætt, engan mundi gruna, að hún væri kvenmaður, mestu máli skipti að komast til Quimp- er, og þar mundi hún hitta Ge- orges eða hina og komast í skip, sem færi til Bordeaux. Hún tók upp pyngju sína og taldi fé sitt. Hún hafði 2000 franka. Hún ályktaði, að ef hún eyddi ekki yfir tiu frönkum á dag þyrfti hún engu að kvíða um sinn. Allt í einu heyrði hún hundgá og nú sá hún bóndabýli framundan, en stór tré höfðu hulið það sjónum hennar. Fyrir dyrum úti var karlmaður, kona og stúlka. Hún gat ekki getið sér til um aldur konunnar. Karó- lina kaus að halda áfram þá leið, sem hún var nú komin út á, og gekk því beint til fólksins. — Hundurinn kom geltandi á móti henni og gerði sig líklegan til að glepsa í hana, en fólkið hreyfði sig ekki og hastaði ekki á hann. Karólína lét sér hvergi bregða. „Ég er alin upp úti á landsbyggð inni og öllu vön,“ hugsaði hún, sparkaði kæruleysislega til hundsins og reyndi að mæla dimmum rómi: — Ég get víst ekki fengið mat arbita hérna? — Á ég að láta hann fá bita? spurði stúlkan. — Ég veit ekki, sagði maður- inn og sneri sér að Karólínu: — Hvert ætlarðu, drengur minn? Karólína var fljót að átta sig: Hún kvaðst eiga heima í Renn- es, en ætla til Quimper til þess að gerast sjálfboðaliði í sjóhern- um. Henni var boðið inn í eldhús- ið og stúlkan gaf henni ost og brauð og epiamjöl a ðdrekka. — Jæja, svo að þú ætlar í sjó- herinn? Karólínu var skemmt vegna þess, að unga stúlkan hugði hana vera pilt. — Já, og ég hlakka til að sigla um höfin og taka þátt í leit að Englendingum. — Þú lendir sjálfsagt í ýms- um ævintýrum. — Það vona ég. — Hvað á ég að borga fyrir matinn, sagði Karólína, er hún hafði etið fylli sína. — Ekkert. Þú heldur þó ekki að við tökum við peningum af sjálfboðaliða, sem ætlar að fara að berjast fyrir land sitt? • — Fyrst þú vilt ekki þiggja neitt ætla ég að biðja þig um eitt til viðbótar. Gefðu mér koss! Og án þess að bíða eftir svari

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.