Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Föstudagur 8. júní 1962. Útgetandi Blaðaútgátan VISIH Ritstjórar: Hersteinr Pálsson Gunnar G Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr eint. — Síml U66C (5 línur). Prentsmiðja Vísis — Edda h.í. <-----------------------------------------------J Samvinna í verki Fyrir kosningar létu Framsóknarmenn sér mjög annt um að mótmæla því að nokkur samstaða væri með þeim og kommúnistum. Tíminn sór og sárt við Iagði að samstarf við kommúnista kæmi ekki til greina. En þeir, sem mundu forsögu þess blaðs, tóku slík- um yfirlýsingum varlega. í gær komst upp um strákinn Tuma. í öllum kosningum í borgarstjórninni stóðu Framsóknarmenn og kommúnistar þétt saman. Með atkvæðum Fram- sóknarmanna voru kommúnistar kjörnir í margar á- byrgar stöður á vegum borgarinnar. Og Framsóknar- menn hafa gert sitt til þess að veita þeim aðstöðu til nokkurra áhrifa á allmarga málaflokka borgarstjórnar. Það er ósköp þægilegt að gefa loforð fyrir kosn- ingar og brjóta þau síðan strax að kosningum loknum. En varla getur það kallast ýkja stórmannlegt. Kjós- endur verða heldur ekki blekktir til lengdar með slík- um loddaraskap. Viðbrögð framsóknarforystunnar í gær sýna þjóðhollum mönnum þar í flokki, að slíkri forystu er illt að treysta. Efnahagslegar framfarir Kaupsýslumenn borgarinnar hlýddu á athyglis- verðan fyrirlestur í gær. Þar talaði fulltrúi frænd- þjóðar okkar Dana, sem tekizt hefir á hendur eitt um- svifamesta starfið á alþjóðavettvangi: að efla efna- hagslegar framfarir með þjóðum Evrópu, Bandaríkj- anna og Kanada. Boðskapur T. Kristensen var einfaldur. Hann benti á að innflutningshöft og tollamúrar sköðuðu þær þjóðir til lengdar, er að þeim stæðu, ekki síður en hinar sem fyrir utan væru. Reynsla áranna fyrir heims- styrjöldina síðari er hér órækast vitnið. Með efnahags- legri samvinnu, stuðningi hinna efnameiri við þær þjóðir sem síður mega sín, og nákvæmum áætlunum um efnahagsþróun, er unnt að auka velmegun sam- vinnuþjóðanna. Við íslendingar erum þátttakendur í stofnun þeirri sem Kristensen véitir nú forstöðu. Þar fer fram vestræn samvinna í verki, samvinna sem er okkur mjög í hag og mun tvímælalaust bæta efnahagsað- stöðu landsins með hverju árinu sem líður. Snorrabúð stekkur Hér í blaðinu í gær var skýrt frá því að Valhöll á Þingvöllum væri enn lokuð. Að þeim veitingamönn- um, sem að húsinu standa ólöstuðum, þá er það ótækt skeytingarleysi af ferðamálayfirvöldum landsins að sjá ekki svo um að á Þingvöllum sé greiðasala allt frá júníbyrjun. Dag hvern flykkjast nú ferðamenn til Þing- valla, erlendir sem innlendir, en þar er hvergi húsa- skjól að fá. Væri ekki ráð að guma örlítið minna af fyrsta flokks þjónustunni og hótelunum á erlendum vett- vangi en reyna að halda opnum sæmilegum veitinga- stað á mesta ferðamannasvæði Þjóðarinnar? .VAVAV.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Sigurkarl Stefánsson kennari prófar Jón Stefánsson í stjömufræði. I stúdentsprófi Nú er farið að síga á seinni hlutann í stúdentsprófunum, sem staðiu hafa yfir í Mennta- skólanum að undanförnu. Þeg- ar við komum þar stóð meðal annars yfir próf í stjörnufræði. Uppi við töflu^stóð ungur mað- ur og teiknaði I ákafa. Síðan tók hann að reikna. Var sá reikn ingur oss með öllu óskiljanleg- ur, enda fór hann fram með bók stöfum fremur en tölum, sem af tvennu illu láta oss betur, Þegar hann hafði reiknað þannig um stund, virtist hann hafa komist að fullnægjandi nið urstöðu, því að kennarinn kink- aði ’ 'i og pilturinn t : á rás til dyra. Virtist hann vera frels- inu fegin... Sem hann gekk út um dyrnar tókum við hann tali og reyndist hann heita Jón Stefánsson og ve fræðideild, sem gerjí furðulegu reikningslistir miklu skiljanlegri. — Hvernig gengur? — Hægt og bítandi. hefst nú sennilega. ar hans Þetta — Hvernig líka þér munn- leg próf miðað við þau skrif- legu? — jg hef aldrei neinn próf- maður verið. Sennilega myndu skrifleg próf henta mér betur, enda er ég miklu vanari þeim. — Hafa þau munnlegu enga kosti fram yfir hin? — Það kann að vera að stund um sé hægt að tala sig út úr hlutunum ef maður er ekki viss um þá. Ég á þó ekki gott með það, því að ég er enginn sérstak ur prófmaður. Svo er sá mögu- leiki alltaf fyrir hendi að láta líða yfir sig ef maður er óhepp- inn. Við skiljum nú við Jón og göngum um ganga hússins. Þar standa allsstaðar nemendur, er _a að fara að koma upp í einu eða öðru. Við gefum okkur á tal Við hóp þeirra sem standa og bíða eftir að koma upp. — Hvernig líst ykkur á munn legu prófin? — Þau eru ólíkt skemmtilegri en skriflegu prófin. í skriflegum prófum þarf maður að erfiða í marga klukkutíma og veit svo ekki fyrr en löngu seinna, hvern ig hefur gengið. í munnlegu próf unum er þó alltaf hægt að fá að vita hvernig manni gekk, um leið og prófi er lokið. Næsti maður bætir við: — Ég kysi þó heldur að einhver hlust- aði á, þegar ég tek próf. Það er einhver öryggistilfinning í því að vita að maður er ekki einn með þessum mönnum, sem hafa örlög manns í hendi sinni Nú tala allir í einu: — Það er þó eitt sem okkur finnst að. í Menntaskólanum á Akureyri eru flest próf munnleg, alllt frá því í þriðja bekk. Þetta þýðir það að allir eru orðnir vanir því að taka munnleg próf, Iöngu áður en kemur að stúdentsprófi. Við álítum að það þyrfti að venja okkur við munnleg próf svolítið fyrr. Það myndi gera okkur lífið miklu léttara í munn legu prófunum. » k »• * n i !■■■■■! !■■■■■■ 10 húsmæðrakennarar Húsmæðraskóla Islands var slitið 1. júní, og útskrifuðust 10 húsmæðrakennarar nú úr hon- um, en þar er um að ræða tveggja ára nám. Húsmæðra- kennaraskólinn hefur starfað síðan 1942 og á þessum tíma hafa verið útskrifaðir úr honum 109 kennarar. Skólastjóri hans er Vigdís Jónsdóttir, sem tók við því starfi í fyrra af Helgu Sigurð-.-..„ttur. Á myndinni sem hér birtist sjást þeir nemendur sem út- skrifuðust að þessu sinni ásamt skólastjóra og kennurum. Þær eru talið frá vinstri, í fremri röð: Dröfn Hafsteinsdóttir, Reykjavík, Adda Geirsdóttir, kennari/ Vígdís Jónsdóttir, skólastjóri, Benny Sigurðar- dóttir, kennari, Katrín Sigurðar- ardóttir, Reykjavík. Aftari röð: Sigríður Sigurð- ardóttir, Skagafirði, Álfheiður Sigurgeirsdóttir, Þingeyjar- sýslu, Vélaug Steinsdóttir, Bol- ungarvík, Guðrún Ásgeirsdóttir, Fríða Asbjörnsdóttir, Reykja- vík, Þuríður Hermannsdóttir, Reykjavík, Elísabet Kristjáns- dóttir, Hnífsdal, og Marsibil Jónsdóttir, Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.