Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. júní 1962. 7 V'SIR Skólaslit o S. f. MANGEOT: Veðrabrígði á vett- vangi brezkra stjómmála Gagnfræðaskóla Siglufjarðar var sagt upp föstudaginn 1. júní s.l. í skólanum .voru í vetur 209 nem endur og er það fleira en nokkru sinni áður. Skólinn var í fjórum bekkjum en níu bekkjardeildum. Fastir kennarar voru 7 og 9 stunda kennarar. Hæstu einkunnir í skólanum voru sem hér segir: í fyrsta bekk, Alda Möller með 9,70 í aðaleink- unn, sem er hæsta einkunn, sem nokkur nemandi hefur hlotið í skól- anum frá byrjun. — í öðrum bekk, S. E. Mangeot, fréttaritari Vísis í London, gerir I grein þess- ari að umtalsefni veðrabrigðin á vettvangi brezkra stjórn- mála, sem hann telur hafa hressileg áhrif — og að þau hefðu mátt koma fyrr til sögunnar. — Hann segir gömlu flokkana nú játa, að aukið fylgi Frjálslynda flokksins sé ekki stundar- fyrirbrigði. Því er enn haldið fram af^* * flestúm í höfuðstöðvum íhalds- flokksins, að menn sem kjósi Frjálslyndaflokkinn nái ekki til gangi sínum með því, að kjósa hann, því að ef honum ykist Athugun á alþjóðamálum hef ur verið verkefni mitt, og að skrifa um þau, og kannske þess vegna hefur stefna og fram- koma stjórnarflokkanna brezku í innanlandsmálum oft vakið at- hygli mína eigi ósjaldan orðið mér til furðu og jafnvel nokk- urrar skemmtunar. Frjálslyndi flokkurinn býr nú við vaxandi gengi eins og kom- ið hefur fram við úrslit margra aukakosninga að undanförnu og er þessi fylgisaukning skemmti- legt athugunarefni — ekki síst fyrir mann eins og mig, sem ekki er bundinn sterkum holl- ustuböndum við neinn flokk, og ekki tilfinningamál fyrir mig hver skjöldinn ber í slíkum við- ureignum. Ýmsir framámenn í fhalds- flokknum og Verklýðsflokknum hafa sig lítt £ frammi eftir hverj ar aukakosningar til þess að út skýra úrslitin, og einkum til þess að leggja áherzlu á, að fylg isaukning frjálslyndra sé aðeins stundarfyrirbrigði — sem alltaf geti komið fram hjá annars stað föstum og virðingarverðum, hátt virtum kjósendum, og allt af eru þeir handvissir um, hvern- ig fara muni, ef nú þrátt fyrir allt yrði framhald á fylgisaukn ingu frjálslyndra í næstu al- mennu þingkosningum, þ. e. þá eru íhaldsflokksleiðtogarnir sannfærðir um, að fylgisaukn- ingin verði „á kostnað jafnaðar- manna”. og leiðtogar jafnaðar- manna eða Verklýðsflokksins jafnsannfærðir um, að Frjáls- lyndi flokkurinn muni þá græða ,,á kostnað íhaldsflokksins” Margt er um þetta sagt og margt skrítið og mótsagna- kennt. Mér hefur ávallt veizt erfitt að skilja útskýringar „sérfræð- inga“ flokkanna á úrslitum kosninganna, — hér á ég m. a. þá' menn flokksins sem starfa að kosningum á hverjum stað og málum eru kunnastir. —■ Þeir halda fast i skoðanir sípar varðandi traust fylgi sinna manna og kosningavenjur, — en bregðist það, verður það: sem þeir hafa um það að segja í algerri inótsögn við það, sem þeir hafa áður sagt. Eru þá haldnar hátíðlega orðaðar „lík- ræður” til þess að afsaka og út- skýra ósigur sinna eigin manna, biði þeir óvæntan ósigur, og þá stundum kennt um . mistökum frambjóðandans eða persónu- legum ágöllum. Þetta gerðist eftir aukakosn ingar-sigur Frjálslynda flokks- ins í Orpington, er vakti feikna athygli, en í þeim kosningum glar»^; ’!»’■- oq 'fn:'eu’ir frani bjóðandi thaldsflokksins þing- sætinu i hendur Frjálslynds frambjóðandans, en glötuð at- kvæði urðu um 15.000 í þessum átökum miðað við úrslit í sein- ustu almennum þingkosningum. Um tíma litu bæði íhalds- menn og jafnaðarmenn svo á fylgisaukningu frjálslyndra, að hún væri nokkur, en ekki að af henni stafaði nein hætta fyr- ir flokka þeirra, — menn væru að láta í það skína, að þeir mikið fylgi, yrði það til þess Verklýðsflokkurinn komist til valda eftir næstu kosningar. I þessu felst raunyerulega játn- ing á því, að fylgisaukning Frjálslynda flokksins stafi af liðhlaupi úr íhaldsflokknum en ekki Verklýðsflokknum — al- veg gagnstætt því sem fyrr var haldið fram af þessum sömu mönnum. Gaitskell í ræðustóli. viidu v.era frjálsir að þvi að breyta til — auðvitað að eins í bili — og þetta gæti „farið dá- lítið í taugarnar”, en hér væri ekki nein „alvara á ferðum”, eins og þegar gengið væri til atkvæða í almennum þingkosn- ingum! En það hefur orðið áfram- hald á hinni furðulega miklu fylgisaukningu Frjálslynda flokksins í öltum aukakosning- um, sem fram hafa farið að undanförnu — svo að þar með eru í rauninni hrokknar sundur stoðirnar undir sjálfsánægju að- alfrokkanna yfir sínu trausta, varanlega fylgi. Það er líka svo komið, að í höfuðstöðvum þeirra beggja, íhaldsflokksins og Verkalýðs- flokksins (jafnaðarmanna), að menn hafa — þó ekki treg laust — orðið að játa, að í'ylgis aukning Frjálslynda flokksins sé ekki neitt stundarfyrirbrigði sem geti brjálað alla þeirra beztu útreikninga og áætlaniv fyrir næstu almennar kosning- ar. Ég. lít svo á, að nýju veðra- brigðin i brezku sjórnmálalífi nú séu hressandi og æskilegt hefði verið, að þau hefðu komið fyrr til sögunnar. í fyrstu al- mennu þingkosningunum eftir styrjöldina (1945) og þar næstu (1950) tefldi Frjálslyndi flokk- urinn fram ágætú, en ungu og lítt reyndu frambjóðendum, al- varlega hugsandi hugsjóna- mönnum, nýkomnum heim úr stríði, og reiðubúnir til þess að heyja baráttu fyrir hverju góðu umbótamáli. Kjósendur gengu fram hjá þeim. Það virðist hafa ekið almenning 15 ár að kom- ast að sömu niðurstöðu og þess ir vongóðu, ungu frjálslyndu menn höfðu komist að, er þeir komu heim úr styrjöldinni. Mér virðist það vera kórvillo bæði íhaldsflokksins og Verka 'ýðsflokksins, að túlka fylgis- ■ukningu Frjálslyndaflokksins vo, að hún Sé tákn óþolinmæði garð ríkisstjórnar, sem hafi ,-erið of lengi við völd, og að almenningur hafi ekki trú á, að það væri til bóta að fá stjórn Verkalýðsflokksins i staðinn, vegna klofningsins í honum. Báðir flokkarnir neita að horf- ast í augu við þá staðreynd, fylgisaukningin kunni að tákna að traust manna á þeim hafi verulega bilað, og að menn telji, að Frjálslyndi flokkurinn bjóði • forustu, sem vert sé að reyna, til þess fást við þau vandamál, sem við hefur verið að stríða frá miðri þessari öld og enn eru óleyst, og önnur sem framund an eru. Ég held líka, að menn gömlu flokkanna hafi ekki gert sér grein fyrir tildri sjónvarpsins, þegar um það er að ræða að ná til fólksins. Ég á hér við þau kynni sem menn fá af mönnum í sjónvarpinu. Árum saman hafa talsmenn aðalflokkanna neitað að viðurkenna Jo Grimmond, leiðtoga Frjálslynda flokksins, sem áhrifamikinn stjórnmála- mann — og hins sama gætti jafnvel í hans eigin flokki. Hann var jafnvel talinn of heið- arlegur, of mikill séntilmaður, til þess að geta orðið mikill stjórnleiðtogi. En við að hlusta á hann ár eftir ár £ sjónvarpi hafa menn komist á aðra skoð- un. Mönnum geðjast að svip hans, rödd og framkomu, og hvernig hann ber fram rök sfn, skynsamlega og rólega, hefur aukið traust á honum. Málflutn ingur hans er aldrei mótsagna- kenndur og hann virðist jafnan reiðubúinn til þess að horfast £ augu við vandamálin með til- liti til og i samræmi við þær breytingar, sem orðið hafa eftir styrjöldina i lifi brezku þjóðar- innar og með öðrum þjóðum. Þetta hefur allt haft sfn áhrif, og kjósendur — ekki sist ungu kjósendurnir — eru farnir að líta jafnvel á flokk hans sem þann, er „koma ska!“. En það er enn löng Ieið að því marki, að Frjálslyndi flokk- urinn fái aðstöðu til þess að mynda stjórn á Bretlandi. Skipu Iagning flokksins er enn ótraust jg fjárhagurinn vesældarlegri í samanburði við íhaldsflokkinn - og jafnvel Verklýðsflokkinn. En Frjálslyndi flokkurinn er svo mikið, að það er um miklu meira að ræða en að eins trufl- andi áhrif á gengi hinna flokk- anna. Eftir er að vita hvort á- hrifin verða þau, að frjálslyndir og hugsjónaríkari stefna verði ofan á í íhaldsflokknum, eða hvort þau skapa þar ótta, sem leiði til þess að haldið verður enn fastar við gamaldags kosn- ingaaðferðir og baráttu. Verður ekki enn um þetta sagt. Mín skoðun er sú, verði það Macmillan sem ræður, þá verði um þau áhrif að ræða, sem fyrr voru nefnd, en um hin síðari ef bann yrði að beygja sig fyrir íheirihluta flokksstjórnar. Og það er í því sem faldar hljóta að vera sem stendur beztu von- ir Verkalýðsflokksins um óvænt an sigur í næstu almennum kosningum. i Siglufirði Jósef Blöndal með 8,82. — 1 þriðja bekk Freysteinn Jóhannesson með 9,45. —- 1 fjórða bekk Halldóra Ragnarsdóttir með 8,12. Landspróf þreyttu að þessu sinni tíu nemendur. Stóðust þeir allir raunina, en aðeins einn náði ekki tilskilinni framhaldseinkunn. Hæst- ur við landsprófið varð Freysteinn Jóhannsson. Hlaut hann 9,56 í að- aleinkunn, s.em er frábært náms- afrek og óvíst að nokkur hafi feng- ið slíka einkunn í Iandsprófi. Verðlaun hlutu þessir: Fyrir beztu einkunn £ íslenzku í fjórða bekk hlaut Kristrún Helgadóttir bókaverðlaun frá Stúdentafélagi Siglufjarðar. Hún hlaut einnig fagr- an silfurbikar frá Lionsklúbb Siglu- fjarðar fyrir beztu einkunnir í stærðfræði og bókfærslu. Að þessu sinni voru í fyrsta sinn veitt verðlaun úr minningar- sjóði Odds Tryggvasonar frá Lón- koti, sem foreldrar hans stofnuðu á s.I. hausti. Skulu þau veitt ár- lega til þess nemanda skólans, sem skarar fram úr í háttprýði og reglu semi, ástundun og dugnað við nám. Að þessu sinni hlutu þau Jónas Ragnarsson úr fyrsta bekk. Alda Möller fékk verðlaun úr Móður- málssjóði Jón Jóhannessonar fyrir hæstu einkunn í íslenzku í fyrsta bekk. Vélritunarbikar Björns Dúasonar fyrir bezta árangur í vélritun var afhentur Mögnu Sigbjörnsdóttur úr fjórða bekk. Freysteinn Jóhannsson fékk sér- stök heiðursverðlaun frá skólanum sjálfum fyrir frábær námsafrek. ÞBJ. Sjálfsbjörg — Framhald af bls. 4. un vinnustofunnar á ísafirði. ÝMSAR ÚRBÓTATILLÖGUR. Á þinginu var rætt um fjölda viðfangsefna og ýmsar samþykktir gerðar. Meðal þeirra má nefna að áherzla var lögð á að tryggja starfsgrundvöll þeirra vinnustofn- ana, sem þegar hafa tekið til starfa, að atvinnuútvegun Öryrkjabanda- lagsins nái jafnan til allra Iands- hluta. Þá var samþykkt að ráða leið beinanda í tómstundavinnu. Þá lagði þingið áherzlu á það að samin verði reglugerð um úthlutun bifreiða til öryrkja og er lagt til að eftirgefin gjöld afskrifist á fimm árum, að hún hækki í samræmi við hækkað verðlag og að öryrkjar hafi frjálst val til bifreiðakaupa, en sé ekki bundið ákveðnum bílteg- undum. Þingið ’ orar á félagsmálaráðu- neytið að hlutast til um að ortopet iskur skósmiður og gerfilimasmiður ferðist um landið á vegum hins op- inbera eins og augnlæknar gera. Loks Iagði þingið áherzlu á að frumvarp um húsnæðismál, sem milliþinganefnd lagði fyrir ríkis- stjórnina nái fram af ganga en í því er gert ráð fyrir að öryrkjar njóta beztu lánakjara til íbúða- bygginga sem völ er á. STJÓRN S JÁLFE TARGAR. í stjórr: Sjálfsbjargar voru kosn- ir: Theodi . Jónsson formaður, Zophonías Benediktsson varafor- maður, Eiríkur Einarsson gjald- keri og Ólöf Ríkarðsdóttir ritari. Meðstjó'rnendur voru kj_.nir: Richard Þorgeirsson Vestmanna- eyjum, Ingibjörg Magnúsdóttir, ísafirði, Jón Þór Buch, Húsavik. Adolf Inginiarsson, Akureyri, of Konráð Þorsteinsson, Sauððrluóki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.