Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Side 3

Bókasafnið - 01.04.1993, Side 3
ISSN 0257-6775 BÓKASAFNIÐ apríl 1993 17. árgangur 1993 Efni blaðsins: 4 Félag Bókasafnsfræðinga 20 ára Guðrún Pálsdóttir 7 Barnabækur útgefnar á Islandi 1992 Inga Lára Birgisdóttir og Margrét Björnsdóttir 11 Þjónustumælingar fyrir almenningsbókasöfn Guðmann Kristþórsson 13 Nýjungar í tölvuvæðingu bókasafna og hönnun bókasafnskerfa Laurel Anne Clyde 17 Tölvuvæðing í bókasöfnum á Islandi Inngangur 18 Bókver Hrafn Harðarson Nanna Þóra Áskelsdóttir 20 Dobis/Libis Súsanna Flygenring Sólveig Þorsteinsdóttir 23 Embla Gunnhildur Manfreðsdóttir Eiríkur Þ. Einarsson 26 Gegnir Þórir Ragnarsson Kristín Indriðadóttir 28 Metrabók Ásmundur Eiríksson Margrét Loftsdóttir 31 MikroMARC Dögg Hringsdóttir Hólmkell Hreinsson 34 Procite Ingibjörg Árnadóttir Arndís S. Árnadóttir 36 Mannlegi þátturinn í tölvuvæðingu Anna Torfadóttir 40 Man skal snakke hojt, tydeligt og Iangsomt Námskeið í Danmörku - ferðasaga 42 Staða háskólabókavarða og hlutur þeirra í stjórn- un háskóla Sigrún Magnúsdóttir 48 Bakhjarl bókasafna - viðtal við Sandy S. Dolnick Kristín H. Pétursdóttir 51 Bókasafnsþjónusta fyrir unglinga Sue Sherif 54 Vantar þig hugmynd að góðu Iesefni fyrir ungl- inga? 57 Bókarýni 64 Lög bókavarðafélaga 69 Afgreiðslutími safna Frá ritstjóra í þessu hefti Bókasafnsins ber mest á umfjöllun um tölvukerfi. Reynt var að fá umsagnir um þau kerfi sem algengust eru í bóka- söfnum hérlendis, þannig að tveir skrifa um reynslu sína af hverju kerfi. Vonandi á þessi umfjöllun eftir að nýtast bókasöfnum og öðrum stofnunum við val á tölvukerfi, og var reynt að hafa sam- ræmi í umfjöllun svo samanburður yrði auðveldari. Einhverjum kann að þykja nóg komið af umfjöllun um tölvumál bókasafna. En þetta skiptir miklu máli; val á tölvukerfi er varanleg fjárfesting, a.m.k. um nokkurra ára skeið, og tölvukerfi eru dýr. Þetta megin- þema varð því fyrir valinu. Fleiri greinar tengjast tölvuvæðingu safna. Má nefna frásögn af námskeiði í Danmörku þar sem fjallað var m.a. um breyttar áhersl- ur í stjórnun og í þjónustu bókasafna, nýja tækni ofl. Grein Onnu Torfadóttur um áhrif tölvuvæðingar á starfsmannahald er áhuga- verð, ekki síst nú þegar nokkurra ára reynsla er að komast á tölvu- væðingu ýmissa stærri safna. Grein eftir Anne Clyde í þýðingu dr. Sigrúnar Klöru Hannnesdóttur fjallar um þróun og nýjungar í tölvukerfum fyrir bókasöfn. Árleg umfjöllun um útgefnar barna- og unglingabækur er að þessu sinni í umsjá Margrétar Björnsdóttur og Ingu Láru Birgis- dóttur. Á þessu ári á Félag bókasafnsfræðinga 20 ára afmæli og minnist Guðrún Pálsdóttir þess í grein sinni. Greininni fylgja myndir af veggspjöldum sem Fb hefur gefið út. Viðtal er við Sandy Dolnick, en hún heimsótti okkur og kynnti „vinafélög bókasafna“ í Banda- ríkjunum. Þá er grein um þjónustumælingar í bókasöfnum, og er athyglisvert að velta aðferðum við slíkar mælingar fyrir sér, nú þeg- ar upplýsingaþjónusta eykst stöðugt en er að sama skapi erfið til tí- undunar í tölulegum skýrslum. Merktar greinar eru á ábyrgð höfunda. Apríl 1993 Útgefendur / Publishers: Helga Jónsdóttir Bókavarðafélag Islands The Icelandic Library Association Félag bókasafnsfræðinga The Association of Professional Librarians Bókafulltrúi ríkisins The Director of Public and School Libraries Heimilisfang / Adress: Bókasafnið, Bókafulltrúi ríkisins Menntamálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4 101 Reykjavík Ritnefnd/Editorial board: Helga Jónsdóttir, ritstjóri Einar Orn Lárusson Einar G. Pétursson Gunnhildur Loftsdóttir, ritari Karítas Kvaran Þóra Óskarsdóttir, gjaldkeri Prentvinnsla: Oddi Forsíðan er málverk eftir Tolla, Gluggað í bækur. Lista- maðurinn heimilaði birtingu án endurgjalds. Er honum hér með þakkað kærlega. 3

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.