Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1993, Qupperneq 38

Bókasafnið - 01.04.1993, Qupperneq 38
um tíma sínum í að gera minni háttar breytingar á skrán- ingartexta fengnum annars staðar að (30, s. 488). Bók er nú skráð t.d. í gagnagrunn í þjóðbókasafni og önnur söfn flytja textann yfir til sín með beinlínusambandi eða á annan tæknivæddan hátt. Tala verður opinskátt um hugsanlega neikvæða fylgi- fiska tölvuvæðingar eins og að störf geti breyst og e.t.v. þurfi fólk að skipta um starf. Oft á tíðum ímyndar fólk sér allt hið versta og þorir ekki að spyrja. Það er hrætt við að verða sagt upp, af því það ráði ekki við breyting- una. Alltaf hlýtur að koma upp andstaða gegn breytingu. Sálfræðingar segja að óttinn við hið ókunna (breytingu) sé skynsamleg afstaða fremur en óskynsamleg viðbrögð (2, s. 53). Sumir yfirmenn berjast gegn breytingu sem tæknin getur valdið á þeirra eigin starfsháttum, en finnst að undirmenn eigi að sætta sig orðalaust við breytingu. Þeir geta ekki sett sig í annarra spor (31, s. 50). Andstaða gegn breytingum getur verið jákvæð í þeim skilningi að hún dregur úr hraða breytinganna. Jákvæð áhrif tölvuvæðingar Vinna í tölvuvæddu bókasafni verður auðveldari á margan hátt og endurtekningum fækkar. Ekki þarf að búa til mörg sams konar skráningarspjöld og raða þeim í spjaldskrá hverrar deildar, og meiri tími gefst til að gera gagnagrunninn betri með ítarlegri skráningu og fleiri leitarmöguleikum. Starfsmenn fagna því að geta veitt lánþegum betri þjónustu t.d. með því að finna á auðveldan hátt gögn sem til eru í öðrum safndeildum eða söfnum. Þá er fólk ánægt með að taka þátt í nútíma tölvuþróun og að dragast ekki aftur úr. Þegar fólk hefur öðlast tölvuþekkingu fær það e.t.v. nægilegt sjálfstraust til að yfirgefa bókasafnið og fá sér aðra vinnu. Þetta er örugg- lega jákvætt fyrir viðkomandi starfsmann, en það er spurning hvort það er jákvætt fyrir bókasafnið! Þróun Skip ulagsbreytingar Framan af eru skipulagsbreytingar sem gera þarf í kjölfar tölvuvæðingar oft látnar bíða. Menn vilja sjá hvernig málin þróast og leysa þau í framtíðinni. Tölvuvæðing gerir valddreifingu mögulega og óhjá- kvæmilega. Valddreifing táknar missi fyrir suma starfs- menn. Þeir sem hafa vald og þekkingu vegna miðstýring- ar, reyna oft að sannfæra aðra um að valddreifing sé hættuleg og geti valdið óreiðu. Aðgreining tæknideilda (aðfanga- og skráningardeild- ar) getur verið minni í tölvuvæddu safni og mörk þessara deilda og almenningsdeilda (útlánsdeilda, lestrarsalar, upplýsingadeilda) verða oft óljósari. Hluta skráningar er hugsanlega hægt að flytja í aðfangadeild. Skráningartexti er þá t.d. fluttur beint úr gagnagrunni utan safns eða af geisladiski og afritaður í eigin gagnagrunn. Upplýsingum um eintakið (t.d. staðsetningu og eintaksnúmer) er bætt við. Þá er hægt að vinna við skráningu við hvaða tölvu sem er (t.d. í útibúi), en ekki aðeins í skráningardeild. Skipurit þarf að endurskoða, þar sem deildir eða starf- semi geta runnið saman eða horfið í kjölfar tölvuvæðing- ar . Ný staða eða deild bætist örugglega á skipuritið, þ.e. kerfisfræðingur/-bókavörður eða kerfisdeild. Hvar stað- an eða deildin er höfð á skipuriti fer eftir stærð safns, hvaða störf á að vinna þar og hvort safnið er tengt tölvu- miðstöð utan safns eða ekki. Martin og fleiri telja að þessi staða/deild eigi að heyra beint undir yfirbókavörð, en ekki að vera innan tæknideilda (27, s. 60). Starfslýsingar og starfsmat Endurmeta þarf nánast hvert einasta starf og gera nýja starfslýsingu. Áður hefur verið minnst á breytingu í skráningarvinnu, þegar afritun skráningartexta verður al- gengari. Utlán eru flóknari í tölvuvæddu safni og fyrir nokkrum árum hefði það táknað hærra starfsmat. I dag er erfitt að sannfæra nokkurn mann um að vinnu við tölvur eigi að fylgja hærra starfsmat. Lund segir það álit samstarfsfólks síns, að tölvuvæðing minnki mun milli bókasafnsfræðinga og annarra starfs- manna. Bókaverðir/skrifstofufólk, sem minnkar við sig eða losnar við tímafrek og fábreytt störf geti með þjálfun unnið vandasamari störf. Bókasafnsfræðingar geti aftur á móti eytt meiri tíma í að nýta sérþekkingu sína við upp- lýsingaþjónustu og safnkynningu/fræðslu. I Svíþjóð er innan stéttarfélaganna mikið rætt um verkaskiptingu og ábyrgð hinna ýmsu starfsmanna í bókasöfnum. Lund telur þó þessa umræðu ekki stafa beinlínis af tölvuvæðingunni, heldur hafi hún breytt vinnunni, og því sé auðveldara að takmarka umræðuna um verkaskiptingu við fagmennsku (39). Berndtson segir að í tölvuvæddu bókasafni breytist dagleg störf og síðar meir muni verkaskipting og vinnu- aðferðir breytast mjög mikið. Starfslýsingar skráningar- og aðfangastarfa muni breytast og hægt verði að skipta þeim störfum á annan hátt á milli deilda. Þetta hafi í för með sér að verkaskipting milli bókasafnsfræðinga og annarra breytist, en í Finnlandi er hún t.d. mjög ákveðin. Þessu munu fylgja ýmis vandamál, en Berndtson telur að í framtíðinni muni raunveruleg hæfni einstaklings ráða meiru en formleg menntun eða hæfni (38). Starfsmannahald í upphafi tölvuvæðingar er öllu snúið við og fólk vinnur störf sem það hefur aldrei unnið áður. Starfsmenn fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, vinna þar sem þörf er, og eru fluttir á milli deilda. Starfsmenn eru ráðn- ir tímabundið. í skýrslu sem byggð er á viðtölum við 29 lykilmenn í dönskum bókasafnaheimi er m.a. reynt að spá fyrir um breytingar á starfsmannahaldi. Þar er talið að tölvuvæð- ing dragi úr mannaflaþörf um 32% í tæknideildum og 26% í almenningsdeildum og að það sé vinna skrifstofu- fólks sem sparist. Þessum skrifstofustörfum verði breytt í önnur störf og síðar verði annað hvort ekki endurráðið í þessi störf eða þeim breytt í stöður bókasafnsfræðinga. Þetta þýði að hlutfallslega fleiri bókasafnsfræðingar muni vinna í bókasöfnum. Fólk úr öðrum starfsstéttum, eins og kerfisfræðingar, blaðamenn, félagsfræðingar, hagfræðingar og kennarar verði ráðið (17, s. 30). Horny bendir einnig á þessa þróun, þ.e. nýjar starfsstéttir innan bókasafna (22, s. 57). 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.