Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 23
eru þessar afsakanir léttvægar og ætli aðalástæðan hafi ekki einfaldlega verið sú að ekki er sterk hefð fyrir því að leik- skólar nýti sér bókasöfn hér á Iandi þó það sé mikið að breytast. Það eru þrjár megin ástæður fyrir því að æskilegt er að leikskólar heimsæki bókasöfn. I fyrsta lagi til þess að sækja ítarefni vegna þemavinnu í leikskólanunt, í öðru lagi til þess að fá nýjar bækur og í þriðja lagi til þess að börnin læri að þekkja safnið. Leikskólinn og bókasafnið Mjög fjölbreytt þemavinna er á leikskólum. Einn mán- uðinn er kannski verið að fjalla um fiska, þann næsta um fugla og svona mætti lengi telja. Fyrir leik- skóla gæti því verið mjög gagnlegt að fá alls konar ítarefni sem tengdist þessarri vinnu. Það má hugsa sér að bókasafnið tæki að sér að taka saman í kassa, sem væri Iánað- ur út í heilu lagi, bæk- ur, myndir, mynd- bönd, hluti o.fl. sem tengdist sama við- fangsefni. I kassa um fugla væru t.d., upp- stoppaðir fuglar, stór- ar myndir af þeim, fuglaspil, og fugla- bækur. Kassanum mætti fylgja hug- myndabók þar sem lánþegar skrifuðu niður hugmyndir að vettvangsferðum, s.s. út á Seltjarnarnes til þess að skoða kríuna, eða fuglaleiki og svona mætti lengi telja. Kassi um umferðina gæti inni- haldið alls konar púsluspil, leikbúninga sem tákn fyrir lit- ina á umferðarljósum, gangbrautarmerki og gangbrautir o.s.fr. Starfsfólk nýrri leikskóla nýtir frekar bókasöfn vegna þrengri fjárhags. A sumum eldri leikskólum er bókaeign meiri og starfsfólk telur sér í trú um að það hafi ekkert í bókasöfn að sækja. Þetta er að sjálfsögðu rangt. Leikskólinn á að kynna fyrir börnum menningardlboð, veita þeim menningarlega reynslu þannig að börnin uppgötvi að það eru til mismunandi valmöguleikar sem standa öllum til boða. Barnið lærir að leita að þessum tilboðum. Þessu hafa bókasöfnin öðrurn fremur gert sér grein fyrir og verið í for- ystu fyrir því að gera vel við börn. Almannatengsl Við eigum að gera enn betur í að auglýsa okkur, bjóða fram þjónustu okkar og kynna starfsemina betur. Margir leikskólakennarar gera sér ekki grein fyrir þeirri miklu þjónustu sem þeir geta fengið á bókasöfnum. Fáir notfæra sér upplýsingaþjónustuna né gera innkaupadllögur. Foreldrar sem koma með börn sín á bókasöfn eru oftast sjálfir áhugafólk um bókmenndr. Auka mætti þjónustu við þessa sem og aðra foreldra með því að koma upp leikfanga- safni, þar sem hægt væri að fá lánuð leikföng, spil og púslu- spil. Spil eru dýr og börnin vaxa frá púsluspilunum með aukinni færni. Þessi þjónusta er víða í boði erlendis og er mjög vinsæl. Og meðan börnin eru í hinni ómissandi sögu- stund eða bara að skoða bækur geta þeir fullorðnu sest nið- ur í „foreldrahornið“ á barnadeildinni og gluggað í bækur og blöð um uppeldismál, eða annað sem tengist börnum og á heima í slíkum hornum. Bæklingar til kynningar á þjónustu bókasafna ættu að vera víða. Til dæmis á heilsuverndarstöðvum þar sem öll börn koma nokkrum sinnum á fyrstu árum ævi sinnar. Einnig eru „mömmumorgnarnir“ svokölluðu sem eru í mörgum kirkjum vinsælir. Þar koma mæður og einstaka feður ungra barna í hverfinu saman, annað hvort til þess að spjalla yfir kaffibolla eða hlusta á fyrirlestra. Á þessa fundi væri kjörið tækifæri fyrir barnabókaverði að mæta og kynna starfsemi bókasafn- anna. Síðan er bókasafn- ið kjörinn vettvangur fyrir sýningar á myndverkum barna og svo fyrir allskonar skemmtanir bæði á eigin vegum og ann- arra, á virkum dögum og um helgar Að mínum dónti er þjónusta bókasafna við börn mikilvægasta starfsemin innan þeir- ra og sú sem mesta rækt ætti að vera lögð við. Því börnin eru notendur morgun- dagsins og þeirra er framtíðin. Höjundur er bókasafnsfraðingur og leikskólakennari sem star- far á Borgarbókasafiii Reykjavíkur. HEIMILDIR: Juhler, Lisa o.fl, 1994. Börnekulturen og den nye uddannelse. B70 Bibliotektirforbundets blad 7(14 apríl): 183. Larsen, Traute. 1992. Vingsted viser vej. Bogens verden 5: 326-328. Pettersen, John Roald. 1994. PS bibliotektur. Bamehagefolk 2:11-13. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir o. fl. 1993. Lœsi íslenskra hama. Menntamála- ráðuneytið. SUMMARY Public Libraries and Preschool Children Begins by pointing out the importance for children getting acquainted with books before they can even read. Refers to a research from 1991 on the literacy of Icelandic children aged 9 to 14, which revealed a significant higher literacy among children borrowing books from public libraries. Points out that preschool children can visit libraries on their own terms, where they are neither controlled nor weighed against another, and that their visits to the libraries to get acquainted with their services are very important. Mentions Icelandic children’s library sections, where the libr- arians do not have special training. Discusses further the requirements made towards children’s librarians in Denmark. Discusses visits of preschool children to the libraries. Points out that they are usually accom- panied by adults: parents, relatives or a kindergarten teacher. The author, which now works in the City Library in Reykjavík, discusses her ex- perience as a kindergarten teacher in Denmark and in Iceland as well. Makes suggestions for cooperation between kindergarten and children’s sections in public libraries and discusses the role of kindergarten generally as well. Discusses further possible outreaching activities of children’s libr- arians, e.g. in kindergartens and health centers. Concludes by stressing the importance of yielding library services to preschool children, because they are the library user of the future. Bókasafnið 20. árg. 1996 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.