Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 9
fyrir stig eða þrep fyrir þrep. Þar sem víðara heiti táknar yfirflokk eða heild en þrengra heiti táknar undirflokk eða hluta af heild (grein 8.3, s. 21-24). c) Skyldleikatengsl. Notað um tengsl milli valorða þar sem merkingarleg tengsl eru svo sterk að samband þeir- ra ætti að koma fram í kerfisbundinni efnisorðaskrá með það að leiðarljósi að þá komi í ijós heiti (valorð) sem hægt væri að nota sem valkost við lyklun og heimilda- leitir (grein 8.4, s. 24-26). í kerfisbundnum efnisorðaskrám eru ofangreind tengsl yfirleitt sýnd með skammstöfunum eða táknum. Skammstafanir staðalsins IST 90 A Mynd 2 eru sýndar þær skammstafanir og tákn sem skal nota samkvæmt staðlinum ÍST 90 til að sýna tengsl milli heita og hlutverk þeirra heita sem þær standa framan við (sjá ÍST 90, 1991, grein 4.1, s. 9 og Viðauka, s. 40). Táknin eru einkum ætluð fyrir prentaðar útgáfur fjöl- tyngdra efnisorðaskráa. Tegundir efnisorða A Mynd 3 eru sýndir meginflokkar efnisorða (sjá grein 6, s. 11-12 í staðlinum ÍST90 og Orna, 1983, s. 12): Mynd 3 - Dæmi um helstu floltka efnisorða Tegund efnisorðs Dæmi um valorð a) Hlutbundnar einingar: 1) Áþreifanlegir hlutir 2) Framleiðsluvörur 3) Efnistegundir - náttúruleg eða fram leidd efni Fuglar, jöklar Bílar, klukkur, sverð Bómull, brons, granít Kol, límefni, postulín b) Óhlutbundnar einingar 1) Hugtök 2) Athafnir 3) Verknaður 4) Atburðir 5) Eiginleikar a) Lífvera b) Efnis c) Athafna 6) Framleiðsluferli eða - framleiðsluaðferðir Launhelgar, trúkerfi Fótbolti, sund, öndun Bókband, markaðssetning Sólmyrkvar, styrjaldir Greind, reiði Gagnsæi, þanþol Hraði Bruni, eiming, rafgreining c) Svœði: Staða- og landfrœðiheiti Vettvangur tiltekinna atburða, tilteknir staðir t.d. sem myndefni d) Tírni: Tímasetningar Dagsetningar, ársetningar, tiltekin tímabil e) Tungumál Tungumál heimildar og/eða upprunamál, t.d. bókmennta verka f) Mannanöfn Nöfn þeirra sem ævisögur fjalla um.nöfn rithöfunda eða Iista manna eðasögufrægra persóna, nöfn mannaá ljósmyndum eða listaverkum g) Utgáfuform Ritgerðir, skýrslur, sýningarskrár h) Bókfraðilegar upplýsingar Titlar ritdæmdra verka Þegar mörkuð er stefna um efnisorðagjöf innan ein- stakra safna og/eða í samvinnu margra safna getur verið gagnlegt að styðjast við slíkan lista þegar skilgreina á hvaða viðfangsfleti heimilda á að sýna með efnisorðum (þ.e. valorðum). Sýnd eru dæmi úr báðum hlutum skrárinnar. I fyrra dæminu eru tengsl efnisorða sýnd með skammstöfunum, en í seinna dæminu með inndrætti. Stigveldisskipt fram- setning gefur yfirlit yfir öll valorð skrárinnar. Islensk kerfisbundin efhisorðaskrá Sumarið 1992 var gefin út fyrsta íslenska kerfisbundna efnisorðaskráin sem greinarhöfundur tók saman ásamt Margréti Loftsdóttur forstöðumanni bókasafns Flensborg- arskólans. Við gerð efnisorðaskrárinnar er í megindráttum fylgt reglum áðurnefnds alþjóðlegs staðals sem gefinn var út sem IST 90. Nú fyrir skömmu (mars 1996) kom út eft- ir sömu höfunda, einkum fyrir hvatningu og stuðning Bókís notendafélags Fengs, aukin og endurskoðuð útgáfa skrárinnar. Markmiðið með útgáfunni er að stuðla að samræmdum vinnubrögðum og samkvæmni í lyklun heimilda innan bókasafna með þeim tilgangi að greiða fyrir samvinnu safna á milli og auðvelda notendum heimildaleitir. Brýn þörf myndaðist hér á landi fyrir staðlað efnisorðakerfi þegar grundvöllur skapaðist við tölvuvæðingu bókasafna til þess að gefa heimildum efnisorð sem væru jafnframt leitarbær í tölvu. Efnisorðaskráin skiptist í eftirfarandi tvo hluta. Varð- andi frekari upplýsingar um uppbyggingu hennar vísast í formála: 1) Stafrófsröðuð framsetning. Sá hluti er jafnframt meg- inhluti skrárinnar. 1 honum er valorðum og vikorðum skipað í eina stafrófsröð. Valorð eru rituð með hástöfum en vikorð með lágstöfum. Sýnd eru innbyrðis tengsl milli valorða, þ.e. víðari heiti (VFI), þrengri heiti (ÞH) og skyld heiti (SH), vísað er frá vikorðum til valorða. Ennfremur eru umfangslýsingar (UL) og athugasamdir í skránni. I aðalhlutanum eru um 8.550 færslur sem er 44,9% aukning frá fyrri útgáfu. 2) Stigveldisskipt framsetning. I þeim hluta eru yfirheiti (víðustu heiti hvers efnissviðs) í stafrófsröð og er stig- veldisskipan sýnd með inndrætti. I stigveldunum, sem eru alls 110, eru eingöngu valorð. Skrá sem þessi þarf að vera í stöðugri endurskoðun eftir því sem ný hugtök og heiti koma fram. Einnig er oft nauð- synlegt að endurskoða eldri heiti með hliðsjón af nýrri þekkingu og breyttri málnotkun. Því þarf að gefa skrána út með reglulegu millibili. Bókasafhið 20. árg. 1996 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.