Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 62

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 62
til samvinnu og samnýtingar og á viðhorfi stjórnvalda til samtenginga bókasafna. Rétt er að líta nánar á tvö stærstu kerfin. Gegnir er nú notaður sem bókasafnskerfi 8 bókasafna, sum þeirra eru deildaskipt og sem samskrárkerfi bóka nota hann nú 19 bókasöfn, af öllum tegundum að skólasöfnum undanskildum (Skýrsla ..., 1996, s. [30]). Einnig má nefna að um 60 bókasöfn eiga aðild að Samskrá um erlend tíma- rit. Skráðar eru 326.000 bókfræðifærslur fyrir margs konar efni, en eintakafjöldinn er 496.724. (Þórir, 1996). Fengur er notaður sem bókasafnskerfi 35 aðila, á Skóla- safnamiðstöð Reykjavíkur og á 34 bókasöfnum. I fjórum þeirra eru, auk aðalsafns, samtals 31 útibú og 2 bókabílar sem öll nota Feng. Innan tíðar munu 4 skólar í Garðabæ bætast í þennan notendahóp. Fengur hefur reyndar bol- magn til þess að taka við öllum bókasöfnum landsins hvort sem þau kjósa fulla aðild eða samskráraðild eingöngu. Að- ildarsöfnin mynda samskrá í kerfinu og í henni er m.a. að finna upplýsingar um útlánastöðu rita og takmarka má leit- ir við tiltekið bókasafn eða útibú. Auk þess er sérstök sam- skráraðild að Feng í boði en ekki nýtt enn sem komið er. Skráðar eru 119.092 bókfræðifærslur, sem standa fyrir 782.147 eintök rita (Skýrsla ..., 1996, s. [36]). I bæði kerfin er hægt að skrá hvers kyns miðla: bækur, tímarit, handrit, kort, nótur, hljóðrit, filmur, myndbönd, skyggnur, glærur, kennsluforrit, gagnasett, spil, auk þess sem greiniskrá má í þau efni tímarita, bóka og einstök verk á hljóðritum eða myndböndum. Bæta má við fleiri tegund- um miðla. í Feng er hvers kyns efni skráð í eitt gagnasafn sem leitað er í með einni leit, en í Gegni er leitað með einni leit í samskrá um bækur og tímarit, en greinar úr tímarit- um o.fl. eru skráðar í sérstakt gagnasafn Greini og verður að leita sérstaklega í því. Nú geta allir sem hafa til þess þar til gerðan búnað leitað í báðum stærstu bókasafnskerfum landsins. Árið 1995 skipaði menntamálaráðherra nefnd til að gera tillögur um hagkvæmustu leiðina til þess að tengja bóka- söfn landsins í stafrænt upplýsinganet og gera þeim kleift að leggja gagnagrunn sinn inn í sameiginlegan gagnagrunn sem yrði aðgengilegur öllum landsmönnum. Markmiðið var að bæta aðgang bókasafna, sérstaklega þó almennings- bókasafna á landsbyggðinni til að leita að bókfræðilegum upplýsingum og upplýsingum um hvað til er af ritum inn- anlands og hvar þau er að finna. (Skýrsla ..., 1996, s.[ 1 ]). í tillögum nefndarinnar er sérstaklega bent á nytsemi sam- skiptastaðalsins Z39.50 bæði við leitir og gagnaflutning (Skýrsla ..., 1996, s. 13). Stefnt er að því að taka staðalinn Z39.50 upp bæði í Feng og Gegni, reyndar hefur biðlara- þátturinn þegar verið tekin upp í Gegni. Vonandi verður staðallinn tekinn upp í fleiri kerfum í náinni framtíð. Við það verða leitir í þeim mun aðgengilegri því hver aðili get- ur þá leitað í þeim kerfum sem nota staðalinn með sínu eig- in fyrirspurnarmáli og möguleikar opnast til þess að flytja gögn á milli (Skýrsla ..., 1996, s.9). Munur er þó á því hvernig skráðar upplýsingar eru auðkenndar í hinum ýmsu kerfum og niðurstöður leita geta því ekki orðið fyllilega sambærilegar enda þótt leitaraðferðir séu þær sömu. Víst er að samvinna um uppbyggingu og samnýtingu safnkosts, sérstaklega þegar um er að ræða safnkost til rann- sókna og fræðiiðkana, mun breytast verulega frá því sem verið hefur með tilkomu rafrænnar útgáfu, samhliða því að lög um afritatöku og margnýtingu sama eintaks af riti, t.d. tímariti, verða æ strangari. Væntanlega verður aðallega um það að ræða í framtíðinni að upplýsingar til rannsókna og fræðiiðkana verði aðgengilegar í rafrænu formi á bókasöfn- unum sjálfum eða í gagnasöfnum, utan þeirra, þar sem tek- ið er gjald fyrir aðgang og fyrir hvert afrit sem fengið er af tiltekinni heimild. Millisafnalán eins og við þekkjum þau nú, þegar afrit er sent af stuttu efni til lántakanda, en lengri rit eru send á milli í heild, verða væntanlega það dýr, vegna gjaldtöku eigenda afnotaréttar, að hagkvæmara verður að fá efnið úr rafrænu gagnasafni, þegar það er hægt. Erlendis hafa verið sett lög sem takmarka mjög afnotarétt af útgáfu- ritum. Þegar hefur reynt á þessi lög fyrir dómstólum. I Bandaríkjunum hefur t.d. fallið dómur þess efnis að starfs- fólk á tiltekinni stofnun hafi ljósritað of mikið úr tímarit- um í áskrift stofnunar og hafi það leitt til þess að hún keyp- ti færri áskriftir af tilteknum tímaritum en annars hefði orðið. Dómurinn hljóðaði upp á að annað hvort yrði stofn- unin að draga úr ljósritun eða kaupa annars konar áskrift- ir. Áhöld eru um hvort þetta eigi einnig við tímarit sem há- skólar og stofnanir sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni kaupa. (Raloff, 1995). Þetta takmarkar möguleika á milli- safnalánum með Ijósritun eða gerir hana dýrari. Afrit úr rafrænu gagnasafni sem fæst á augabragði getur því orðið fysilegri kostur, jafnvel þótt það sé dýrara en ljósritið. Tækniþróunin mun svo sannarlega breyta ýmsu til betri vegar. Auðvelt verður að leita í helstu bókfræðigagnasöfn- um landsins með sama fyrirspurnarmáli, en niðurstöður leita verða þó ekki fyllilega sambærilegar vegna misná- kvæmrar skráningar. Æ fleiri útgáfurit verða aðgengileg á rafrænu formi í heild sinni þar sem kaupa má af þeim afrit. í framtíðinni hljótum við að gera ráð fyrir því að allt það helsta sem út kemur á sviði raunvísinda og tækni verði að- gengilegt með þeim hætti. Það mun veita mörgum notend- um hraðvirkari aðgang að meira efni en áður hefur þekkst. En nýjungarnar eru ekki gallalausar. Þetta hlýtur að hafa kostnað í för með sér fyrir lánþega og bókasöfn munu ekki lengur varðveita samsafnaða þekkingu mannkyns. Við taka í mörgum tilvikum gróðafyrirtæki og það mun breyta upp- lýsingamiðlun hvers konar miklu meira en tæknin sjálf. Ennþá verða bókasöfn þó að geyma og hafa aðgengilegt eldra efni og það sem kemur eingöngu út á öðru formi en rafrænu. Lokaorð Nú birtir af nýjum degi. Samræmdar leitir í bókfræði- gagnasöfnum landsmanna eru í augsýn, jafnframt mun samnýting á skráningarfærslum verða auðveldari. Það er seinna en verið hefði, ef hugmyndir um stofnun Gagna- brunns bókasafna hefðu náð fram að ganga. Samvinna um uppbyggingu safnkosts munu verða auðveldari hjá mörg- um bókasöfnum, þó takmarkanir á samnýtingu af hálfu eigenda afnotaréttar munu, í framtíðinni, setja strik í þann reikning. Ekkert varir að eilífu og síst af öllu tölvukerfi. Hvort einhvertíma verður aftur ástæða til þess að huga að sameiginlegu bókasafnstölvukerfi fyrir landsmenn alla eða hvort stöðlun í skráningu og samskiptastaðlar til leita og gagnaflutnings munu gera slíkt óraunhæft skal ósagt Iátið. í upplýsingaþjóðfélagi framtíðar verða kröfur um leitar- hæfni gagnasafna og skilvirkni leita miklu meiri en verið hefur. Nú ríður á að staðla skráningu á heimildum lands- manna: frumheimildum, eftirheimildum, munum, lista- verkum, og hvers kyns heimildum öðrum, þannig að með aðstoð samskiptastaðla megi finna með einni samræmdri leit, í nettengdum gagnasöfnum allt sem viðkemur dlteknu viðfangsefni, jafnframt því að takmarka megi leitir við af- markaðan þátt viðfangsefnisins. Staðla verður hvaða atriði 62 Bókasafhið 20. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.