Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 52
horf og bíður flokkunar og skráningar. í Iok þessa árs mun síðan heilt bókasafn á sviði fiskeldis flytja frá Zimbabwe hingað á Fiskimálaskrifstofuna. Bókasafnið er vel tölvuvætt því Þróunarsamvinnustofnun lagði til nýja Pentium tölvu og laserprentara. Hugbúnaðurinn sem notaður er til gagna- skráningar er CDS/ISIS, forrit sem Unesco gefur söfnum í þróunarlöndunum. Hugbúnaðurinn er gamaldags og langt í frá að vera notendablíður og eru viðbrigðin því mikil eft- ir að hafa notað Emblu og Pro-Cite heima á fslandi. Samstarf við önnur bókasöfn í Malawi d sviði fiskimdla Auk þess að koma á upp- lýsingakerfi innan SADC ríkjanna er einnig verið að koma á formlegri samvinnu við önnur bókasöfn í Malawi sem starfa á sviði fiskimála. Um er að ræða þrjú bókasöfn fyrir utan bókasafn Fiskimálaskrifstofu SADC; bókasafn Bunda landbúnaðarháskólans, sem staðsett er rétt fyrir utan Lilongwe, en við skólann, sem er hluti af Háskóla Malawi, er kennt fiskeldi; ICLARM Africa Library and Information Centre sem staðsett er í Domasi í suður- hluta Malawi og sérhæfir sig á sviði fiskeldis. ICLARM stendur fyrir International Centre for Living Aquatic Reso- urce Management og eru höfuðstöðvarnar í Manilla á Fil- ippseyjum. Loks er að nefna bókasafn útibús Veiðmála- stofnunar Malawi í Monkey Bay við Malawivatn. Söfn þessi eru afskaplega misjafnlega búin. Safnið við Bunda landbúnaðarháskólann er best sett. Þar starfa tveir bókasafnsfræðingar og er annar þeirra skoskur en hinn inn- fæddur. Safnið er vel búið tölvum og geisladiskum og safn- kostur nokkuð góður miðað við skóla í þróunarlandi enda hafa bókasafnsfræðingarnir verið duglegir við að afla fjár frá erlendum styrktaraðilum. Þróunarsamvinnustofnun hefur á undanförnum árum styrkt safnið til kaupa á ritum á sviði fiskeldis. Bókasafn ICLARM í Domasi var fýrr á árum mjög gott bókasafn á sínu sviði á meðan Þjóðverjar veittu fé í rekstur- inn en eftir að þeir drógu sig til baka og ríkisstjórn Malawi tók við hefur heldur hallað undan fæti. Ekkert fé fæst til reksturs safnsins og því verður það að treysta eingöngu á skýrslur, tímarit og fréttabréf sem fást ókeypis. Safnkostur- inn var skráður inn í tölvu en fyrir unr þremur árum hrun- di harði diskurinn í tölvunni og hefur ekki verið gert við hann síðan! Bókavörður í hálfu starfi vinnur við safnið. Er hann líffræðingur sem stundar jafnframt fiskeldisrannsókn- ir. Bókasafn útibús Veiðimálastofnunar í Monkey Bay er önnur sorgarsaga. Safnið er mjög ríkt af sérprentum og gömlum og mikilvægum skýrslum um fiskitegundir og veiðar í Malawivatni en efnið er gjörsamlega óaðgengilegt. Gögnum er hrúgað inn á bókasafnið og engin skrá er til yfir safnkostinn. Hluti safnkostsins liggur undir skemmdum vegna myglu (við Malawivatn er mjög heitt og loftraki mikill) og leku þaki. Ríkisstjórn Malawi hefur ekki veitt fé til safnsins mörg undanfarin ár og því enginn bókavörður verið til staðar í langan tíma. Safnið því í mikilli niðurníslu en til stendur að gera bragarbót á þessu og jafnvel með stuðningi frá Þróunarsamvinnustofnun íslands. Af almennings- og skólasöfnum í Malawi Landsbókasafn Malawi var stofnað 1968 og þjónar sem almenningsbókasafn eins og algengt er í mörgum þróunar- löndum. Aðalsafnið er í Lilongwe en útibú í stærstu bæjum í norður og suðurhluta landsins. Landsbókasafnið sér um að þjóna grunn- og framhaldsskólum í þéttbýli og hefur auk þess útlánastöðvar í skólum í dreifbýlinu, þ.e. þeim skólum sem hafa yfir að ráða húsi með veggjum og þald en víða í þorpum er skólinn bara fjórir stólpar og stráþak til að skýla fyrir brennandi sólinni. Rekstur Landsbókasafnsins er kostaður af ríkinu en stærstu sveitarfélögin leggja einnig fram fé til safnsins. Ekkert fé er veitt til rita- kaupa og verður safnið því að treysta á gjafir frá erlend- um styrktaraðilum. Um 100.000 bækur bætast við safnið árlega og koma þær að mestu leyti frá tveimur aðil- um, Book Aid International í London og Canadian Org- anisation for Development through Education. Allir íbúar landsins eiga rétt á þjónustu Landsbóka- safnsins og er upplýsingaþjónusta og útlán á bólcum ókeyp- is. Rúmlega milljón bækur eru lánaðar út árlega. Aðeins ör- lítið bort af íbúum landsins notar Landsbókasafnið. Sam- kvæmt upplýsingum frá Rodrick Mabomba landsbóka- verði er reiknað með að 4% þeirra sem eru læsir noti Landsbókasafnið. Aðalástæðan er sú að hér er lestur ekki viðtekin venja líkt og hjá Islendingum og meira lagt upp úr munnlegri geymd en að varðveita menninguna í ritmáli. Landsbókasafnið hefur á undanförnum mánuðum gefið út bækur fyrir börn og fullorða á chichewa málinu til að hvet- ja til lestrar. Lífsmdtanum umturnað Eins og sjá má á lýsingunni hér að framan er starfið fjöl- breytt og jafnframt krefjandi og spennandi. Vinnutíminn er langur eða frá 7.30 til 17.00 með klukkutíma matarhléi. Undir lok vinnudags er þreyta farin að segja til sín því þó skrifstofur og bókasafn hafi loftkælingu þá hefur loftslagið ótrúlega mikil áhrif á úthald. Starfmu fylgja mikil ferðalög til aðildaríkja SADC og er mjög gaman að fá tækifæri til að sjá svona mikið af Afríku og kynnast fólki frá mörgum mis- munandi löndum, siðum þeirra og viðhorfum. Það er ekki bara starfið sem er öðruvísi heldur allur lífsmátinn líka. Það voru mikil viðbrigði að flytja úr 50 fer- metra blokkaríbúð í Reykjavík í 250 fermetra einbýlishús í Lilongwe og hafa allt í einu þjónustufólk til að snúast í kringum sig. Ég hef fjóra karlmenn í þjónstu minni; ráðs- mann sem sér um að elda mat, þrífa húsið og þvo þvotta, garðyrkjumann sem sér um stóran garð og tvo næturverði sem gæta hússins. Það tók óneitanlega svolítinn tíma að venjast því að hafa þjónustufólk og þurfa að gefa því skip- anir, og hvað þá að vera kölluð „madam“ en „karlarnir“ mínir eru afskaplega þægilegir í umgengni og ánægðir að hafa vinnu og geta framfleytt fjölskyldum sínum. Vinnuafl Dœmigerður skóli i malawísku þorpi. Börnin taka með sér múr- steina í skólann til að sitja á. 52 Bókasajhið 20. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.