Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 39

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 39
Þorpið fimmtíu ára Föstudaginn 15. nóvember s.l. var opnuð í anddyri Lesstofu Bókasafns Kópavogs sýning á myndum Kjartans Guðjónssonar við Þorpið eftir Jón úr Vör, en á þessu hausti eru liðin 50 ár frá fyrstu útgáfu þess, árið 1946. Helgafell gaf út myndskreytta útgáfu Þorpsins árið 1979 (Vaka-Helgafell gaf hana út aftur 1988) og eru nú báðar þessar útgáfur uppseldar. Við opnunina flutti bæjarstjórinn í Kópavogi, Sigurður Geirdal, ávarp þar sem hann rakti helstu útgáfur ljóða Jóns úr Vör og fjallaði um skáld- skap hans og áhrif á önnur skáld. Þá las Jón nokkur ljóða sinna og sagði frá samskiptum sínum við samtímaskáld og rithöfunda. Ljóð Jóns hafa verið þýdd og gefin út í mörgum löndum. Auk þess að vera eitt af höfuðskáldum þessarar aldar var Jón úr Vör einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Bókasafns Kópavogs og veitti því forstöðu í hartnær aldarfjórðung. Gagnveitan og Ugla Þennan sama dag var formlega tekið í notkun tölvuleitarkerfið UGLA, sem gefur safngestum möguleika á að leita í skrám safnsins. Þótti við hæfi að tengja þetta tvennt Degi íslenskrar tungu enda er tölvukerfi Bókasafns Kópavogs, BOKVER, alís- lenskt og er leitarkerfið UGLA byggt á því. Þróun og viðhald BÓKVERS er í höndum AKS - Almennu kerfisfræðistofunnar. Það er í notkun í þremur öðrum stórum almenningsbókasöfnum, í Hafnarfirði, í Keflavík og í Vestmannaeyjum. Þá fengu gestir við opnun sýningarinnar einnig leiðbeiningu í notkun GAGNVEITUNNAR, sem er heitið á margmiðlunar- tölvu safnsins fyrir almenning, þar sem hægt er að nýta sér margmiðlunardiska og aðgang að INTERNETINU. Ar er nú lið- ið síðan fyrst var veittur almennur aðgangur að INTERNETINU í Bókasafni Kópavogs og er hann mjög vinsæll, sérstaklega meðal yngri safngesta. Þá eru nú liðin nær 10 ár síðan útlán með tölvukerfinu BÓKVERI hófust í Bókasafni Kópavogs. I tilefni af Degi íslenskrar tungu lásu skólabörn úr Hjallaskóla úr verkum Jónasar Hallgrímssonar og kvæðamenn úr Kvæða- félaginu Iðunni kváðu rímur fyrir gesti safnsins - og einnig í sögustund fyrir 3-6 ára börn. Vakti það mikla hrifningu. Verið velkomin að skoða heimasíðu Bókasafns Kópavogs að http://rvik. ismennt.is /-hhardar/ SUMMARY User Sen’ices in Kopavogur Public Library The author gives an overview of recent projects in his library. Small exhibitions of private collections (pens, teaspoons, playing cards etc.) have been held in the library. Librarians visited people at work, handed out leaflets and encouraged them to join the library. A librarian from Latvia, Mrs. Aina Krauce, visited the library for a week in October 1995 and a librarian from Kopavogur will be returning the visit shortly. A literary club, Hana-nú, meets in the library and organises literary programs. A special collection housing various Kopavogiana has been opened. A photography collection has been started. Several leaflets have been published. An arts exhibition was held last November to commemorate the 50th anniversary of the publication of poet Jón úr Vör's book The Village. UGLA, a database for searching the library's collections was formally opened on the same day, i.e. November I5th. ÁA Þökkum velvild Borgarskjalasafn Reykjavíkur Skúlatúni 2 Bókasafn Garðabæjar Garðaskóla v/Vffilsstaðaveg Bókasafn Hafnartjarðar Mjósundi 12 Bókasafn Kópavogs Fannborg 3-5 Bókasafn Reykjanesbæjar Hafnargötu 57 Bókasafn Seltjarnarness v/Skólabraut Bókasafn Siglutjarðar Gránugötu 24 Bókaútgáfan Iðunn hf Bræðraborgarstíg 16 Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi Heiðarbraut 40 Bæjar- og héraðsbókasafnið ísafirði Austurvegi 9 Bæjarbókasafn Eskifjarðar Grunnskólanum Héraðsbókasafn A-Skaftfellinga Hafnarbraut 36 Héraðsbókasafn Kjósarsýslu Þverholti 2 Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn Arngrímsgötu 3 Optíma Ármúla 8 Stofnun Sigurðar Nordals Þingholtsstræti 29 Stokkseyrarhreppur - bókasafn Hafnargötu 10 Vestmannaeyjabær Ráðhúsinu Vopnafjarðarhreppur Hamrahlíð 15 Þórshafnarhreppur Langanesvegi 16 a BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.