Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. DAGBLAÐlÐ-VÍSiR Útgáfufólag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaflur og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvœmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aflstoflarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fróttastjórí: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON o«j INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12-14. SÍMI86611. Auylýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgraiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugarfl: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prantun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarverfl á mánuði 130 kr. Verfl i lausasölu 10 kr. Helgarblafl 12 kr. Fólskuleg fjöldamorö Oft bregður manni í brún þegar fréttir berast af slys- um, hörmungum eða styrjöldum einhvers staðar í heiminum. Tugir manna týna lífinu eöa hundruö falla og við fyllumst meðaumkun og sorg vegna þeirra sem þannig láta lífið. En slík dauðsföll, atburðir af því taginu, sem flokkast undir slys eða bein átök þjóða í milli, eru ekki viljandi ódæði eöa villimennska. Jafnvel í stríði virða menn reglur og gæta sóma síns, ef þannig er á annað borð hægt að taka til orða þegar manndráp eru annars vegar. Fjöldamorðin í Líbanon eru af öðrum toga spunnin. Þau eru skelfileg morð, framin með köldu blóði, á sak- lausu fólki. Þau eru sjúklegt athæfi, sprottið af óhugnan- legri drápsfýsn og siðleysi. Þau vekja upp hrylling og óhug allra siðaðra manna. Palestínumenn hafa ekki verið barnanna bestir þegar rætt er um hryðjuverk. Þeir hafa vissulega drepiö sak- laust fólk, fariö drápshendi um lönd og sýnt ísraelsmönn- um litla miskunn eða samúð. Arafat, leiðtogi þeirra, hef- ur verið ímynd hins illræmda skemmdarvargs og of- beldissinna og það kemur úr hörðustu átt þegar hann kall- ar þjóðir heims til ábyrgðar vegna fjöldamorðanna. Hon- um ferst. En hann mælir engu aö síður satt og rétt. Ödæð- ið í Líbanon, raunar öll sú hörmungarsaga sem við höfum fylgst með að undanförnu, er afleiðing þess afskiptaleysis sem hinn siðaði heimur hefur sýnt Palestínumönnum. Hvað sem sagt verður um framferði Palestínumanna um lengri og skemmri tíma þá getur enginn lokað augunum fyrir því. að þeir hafa verið skildir eftir, án lands, án rétt- ar, án tilveru. Barátta þeirra, eins ósvífin og bitur og hún er, kemur til af því að þeir, Palestínumenn, hafa verið hraktir úr sínu eigin landi, flækst um eins og dýr eyðimerkurinnar og hvergi átt höföi sínu að halla. Flóttamannabúðir eru þeirra heimkynni, sulturinn og eymdin er þeirra föru- nautur. Um nokkurt skeið hefur Palestínuher hreiðrað um sig í Beirút. En einnig þaðan hafa þeir verið hraktir af öflugu liði ísraelsmanna og sá brottflutningur var auðmýkjandi ósigur fyrir hina hrjáðu þjóð. Fjöldamorðin, sem framin voru í flóttamannabúðunum, voru ekki á hermönnum eða hryðjuverkamönnum. Fómardýrin voru saklaust fólk, böm, konur og gamalmenni. Andstæðingum Palestínu- manna hefur greinilega ekki þótt nóg um auðmýkingu ósigursins. Það þurfti einnig að sparka í liggjandi mann- inn, láta kné fylgja kviði. Enn sem komið er er ekki vitað hver framdi ódæðið og ísraelsmenn verða ekki sakaðir um beina þátttöku. En þeir, jafnt og aðrir, bera ábyrgð og áfellisdómurinn verður kveðinn upp yfir þeim. Almenningsálitið hefur snúist við. ísraelsmenn geta ekki lengur brugðið yfir sig dulu sakleysis og sjálfsbjargar. Stórveldin geta ekki leng- ur látið þessa deilu óútkljáða. Það er ekki nóg að stjómvöld allra landa lýsi vandlæt- ingu sinni og það er ekki nóg að almenningur fyllist óhug. Hér þarf að taka til hendi, taka af skarið um framtíð Palestínumanna og veita þeim griðastað. ísraelsmenn verða að brjóta odd af oflæti sínu, Bandaríkjamenn þurfa aö beita afli sínu, Sovétmenn verða að hætta að fiska í gruggugu vatni. Fjöldamorð em barbarismi, villimennska, sem hver einasti maður þarf að fordæma og fyrirbyggja, eins og hann hefur mátt til. ebs. LÝÐRÆÐISEM MARKAÐUR 1 fyrstu svargrein minni við greina- flokki Stefáns Snævars, „Eymd frjáls- hyggjunnar”, benti ég á það að Stefán virðist leggja það ranglega að jöfnu, að vilja lagfæra þá annmarka, sem eru á lýðræðislegri stjómskipun Vestur- landa og þaö aö vilja afnema lýöræði með öllu en setja einræði í þess staö. Þá benti ég á einnig á, aö það að telja aö kjósandinn fái ekki þaö sem honum er fyrir bestu í lýðræðislegum kosning- um og það að telja, að hann viti ekki hvað honum er fyrir bestu er tvennt ólíkt. Meö þessum sömu rökum má reyndar afgreiða fleiri af þeim full- yrðingum, sem koma f ram í grein S JS., því hann endurtekur þessar tvær hugsanavillur hvaö eftir annaö í grein sinni. Eg læt því lesendum eftir að rekja þá villuslóð. Lýðræði í gervi markaðar Það kemur einnig í ljós í grein S JS. að hann telur dreifingu á helstu verðmæt- um og gæðum þjóðfélagsins illa geymda í hinum ósýnilegu höndum markaðarins. S.S. gefur síðan í skyn að sköpun og dreifing verðmæta í þjóðfé- laginu væri betur komin í höndum lýðræðislegs kosningafyrirkomulags, þar sem lýðræöislegar kosningar skera úr um hvemig dreifingu efna- hagslegra gæða skuli háttaö. Eg hygg að S.S. og aðrir, sem hafa álíka hugmyndir um dreifingu efna- hagslegra gæða, hafi í raun ekki gert sér grein fyrir því, hvað þeir eru að fara fram á, þegar þeir heimta að lýðræðiskosningar hafi þetta hlutverk meö höndum í þjóðfélagi okkar. Nær- tækustu fyrirmyndina um þau lögmál, sem myndu gilda um slíkt dreifingar- kerfi, höfum við vesturlandabúar reyndar fyrir okkur á fjögurra ára fresti, þegar valið er um hvaða stjórn- málamenn skuli sitja á þjóðþingum okkar næstu fjögur árin. Arni Thoroddsen tJt frá þeim árangri, sem þar næst, mætti gjaman spyrja hvaða árangri við mættum eiga von á, ef efnahagsleg gæði væru valin með sama hætti og þjóðkjömir fulltrúar okkar eru valdir á þing. Með öðrum orðum má spyrja: hvemig skyldi lýðræðinu farast úr hendi þau störf, sem markaðurinn sér núum? Lýðræðisleg bílaframleiðsla Þar sem sannaö þykir, að bíladella landsmanna er sú næstmesta í heimin- um, vú-ðist vel við hæfi að taka í þessu sambandi dæmi af bílaframleiðslu. Hvaða árangur mætti ætla að næðist, ef meirihluti atkvæöa í lýöræðis- kosningum réði því hvaöa bíltegund væri framleidd í heiminum næstu f jög- ur árin? Hvernig í ósköpunum ættu kjósendur aö geta ákveðið með skynsamlegum hætti, hvaða bíl þeir ættu að velja í slíkum kosningum ? Við núverandi aðstæður geta menn borið saman árgerð ’78 af Ford, Volks- wagen, Toyota eða Saab og valiö þann, sem þeir telja bestan af þeim ótal val- kostum, sem standa til boða. Meö þessu vali sínu veita þeir bílafram- leiðendum upplýsingar um hvers konar bíla og hversu marga sé hentug- ast að f ramleiða árin á eftir. Hvaða upplýsingar veita lýðræðiskosningar? En val kjósenda í kosningum, hvaða upplýsingar veitir það í raun og veru? Þegar kjósandinn velur stjórnmála- mann, kaupir hann fátt annað en fögur loforð, sem reynast síðan innihalds- laus þegar til kastanna kemur. Kjós- andinn veit ef til vill hvemig tiltekinn stjórnmálamaður hefur stjórnað þjóð- félaginu undanfarin f jögur ár, en hann veit nánast ekkert um það, hvemig öðrum stjómmálamanni, sem ekki hlaut kosningu heföi farist sú stjóm úr hendi. Ef eingöngu Volkswagenbílar hefðu ÞAÐ BULDI VIÐ BRESTUR Það buldi við brestur í hugum margra þegar sú ákvörðun LÍO að stöðva fiskveiðiflotann barst með f réttum útvarpsins. Menn em orðnir svo vanir tali stjómmálamanna um alls konar bresti, svo sem loðnubrest, á sama tíma og ekki er hægt að selja loönuaf- urðú- fyrir grænan eyri, og aflabrest á miðju 3ja mesta aflaári sem yfir landið hefur gengið að menn eru hættir að heyra allt þetta bresthjal. Stundum kveða þó svo hátt við brestimir að menn fara að hlusta á fádæmúi. Eins og þegar útvarpið sagði frá því að einn Vestfjarðatog- arinn hefði landað á þriðja hundrað tonnum af vænum 2ja kílóa fiski. Kóðin væn? Þaö kvað við brestur í mínum huga þegar ég heyrði 2ja kílóa fisk kallaðan vænan fisk. Ég hafði haldið að hann kæmi nær kóöunum, eftú- því meöaltali á þyngd fiska eftir aldri semégþekkitil: 4áraþorskur 1,8 kg 6 ára þorskur 4,0 kg 9 ára þorskur 6,3 kg lláraþorskur 7,3 kg Svo nefndar séu nokkrar tölur til viðmiðunar. Blekking Annar brestur kvað við þegar ég heyröi framkvæmdastjóra SIF PéturBjamason lýsa því í útvarpsviðtali að kannske mætti bæta saltfiskverkun- úia með aukinni pressun á fiskúium. Eg hélt að öllum, sem þekktu til salt- fiskverkunar, væri ljóst að fiskur sem orðið hefur fyrir skemmdum, jafnvel áður en hann kom upp í skip- ið (netamorka og flottrollsmarning- ur), verður ekki gerður að góðmeti meðpressun. Það er alveg rétt að þegar dauð- blóðgaður og marinn fiskur úr netum eða trolli er saltaður í pækilkör og síðan kafsaltaöur með nýju salti við umsöltun og staflað i háar stæöur, þar sem hann fær mikla pressun, þá getur slíkur fiskur litið þokkalega út þegar hann er rifinn upp og metúin. Hann er hvítur úr saltinu og stúinur af pressunni og villir matsmannm- um sýn því þetta er tímabundiö útlit sem endist í skamman túna og breyt- ist því hraðar sem fiskurúin er geymdur við hærri hita. Hann bæði gulnar og holdlosið kemur í ljós. Það þarf því engan að undra þó það komi i ljós að það er allt önnur vara sem kemur upp úr skipunum úti í Portúgal eða Grikklandi heldur en fór um borð í þau úr höndum mats- manna hér heima. Umgengni og vöruvöndun Það er öllum lj óst að þær þrenging- ar sem nú ganga yfir sjávarútveginn eru manna verk og verður úr að bæta. Með gengisfellingu er hluta þess vanda velt yfir á aúnenning með hærra verði á innflutningi. Stærsta framlag fiskimannanna sjálfra væri stóraukin vöruvöndun við veiðarnar og meðferð þess afla sem um borð berst hverju sinni og einnig með stórbættri umgengni um fiskistofnana og veiöislóöina. Ef ekki dregur úr því ungviðis- drápi, sem fram fer á togurunum, þar sem meðalvigt hefur farið allt niður í 1,5 kg, hlýtur það að enda með aflabresti. Það hlýtur að vera öllum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.